Lokasýningar myndlistar og leiklistarnema 2017

 


Verið hjartanlega velkomin á samsýningu nemenda í lokahópum listnámsbrautar FG föstudaginn 28. apríl kl. 17 í Lækningaminjasafninu, Safnatröð 2 á Seltjarnarnesi. Klukkan 18 verður tískusýning fata og textílhönnunardeildar haldin á sama stað. Sýningin verður opin kl. 13-17 dagana 29. apríl -1. maí. Aðgangur er ókeypis. Komið vel klædd þar sem húsnæðið er óhitað og athugið að ekki er klósett á staðnum.
 

Gleðilegt sumar

 

 

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ óskar nemendum gleðilegs sumars, þakkar fyrir veturinn og býður nemendur velkomna til starfa að loknu páskafríi. Skólinn minnir einnig á að nú eru aðeins tvær kennsluvikur eftir og að þann 1.maí er frí (alþjóðabaráttudagur verkamanna). Próf hefjast þann 8.maí og standa til 17.maí. Próftaflan er á heimasíðunni. Þannig að nú er um að gera að hafa allt á hreinu.

Nemar á ferð og flugi

 

Á vorin, þegar sól hækkar á lofti, færist einnig líf og fjör í skólastarfið og nemendur fara á flakk. Um daginn fór Atli Steinn meðal annars með þrjá hópa af nemum í Sorpu og kynntu þau sér mikilvægi umhverfisverndar og endurvinnslu. Nemar í frumkvöðlafræði hjá Tinnu og textíl frá Þórunni voru líka í Smáralindinni fyrir skömmu og sýndu þar ýmislegt áhugavert. Frá því var meðal annars sagt í Mogganum.

 

Unnu til verðlauna á Nótunni
Sólveig Aðalbjört Guðmundsdóttir sellóleikari (t.v. á mynd) og María Emilía Garðarsdóttir, sem leikur á fiðlu, hlutu viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning í flokki einleiks og einsöngsatriða á lokatónleikum uppskeruhátíðar tónlistarskólanna, Nótunni 2017, sem haldin var í Hörpu fyrir skömmu. Þær voru einnig valdar í sjónvarpsupptökur af keppninni og María Emilía var valin til að leika með Sínfoníuhljóm ...
Unnur Hlíf vann til verðlauna í frönskukeppni
Unnur Hlíf Rúnarsdóttir úr FG fékk sérstök verðlaun dómnefndar í Frönskukeppninni 2017, sem fram fór laugardaginn 25. mars í húsakynnum Alliance Française í Reykjavík. Keppnin sem haldin er í samstarfi Franska sendiráðsins á Íslandi, Félags frönskukennara á Íslandi og Alliance Française, er árlegur viðburður. Þema keppninnar í ár var „Les arts et le français“ eða „Listir og franska“. Útbjuggu keppendur myn ...
S
M
Þ
M
F
F
L
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
18
19
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
Fyrri mánuður
apríl 2017
Næsti mánuður