DV fjallar um Clueless

 

 

Eins og flestir í FG vita var söngleikurinn Clueless frumsýndur á Imbrunni. Hann er nú kominn í almennar sýningar. DV fjallaði fyrir skömmu um stykkið og hér má lesa þá umfjöllun. Næstu sýningar eru (miðar á www.tix.is):

16.mars kl 20:00
17.mars kl 20:00
21.mars kl 20:00
23.mars kl 20:00
24.mars kl 16:00 og 20:00
28.mars kl 20:00
31.mars kl 20:00

Erasmus-verkefni á Tenerife

 

 

 

Átta nemendur af íþróttabraut FG voru á sólareyjunni Tenerife fyrir skömmu ásamt Petrúnu Björgu Jónsdóttur íþróttakennara og Jóhönnu Ingvarsdóttur verkefnisstjóra alþjóðatengsla. Fyrstu sjö dagana var hópurinn í Erasmus-dagskrá í Puerto de la Cruz á norður-eyjunni í heilsutengdu verkefninu „Mapping Youth‘s Health“. Eftir að Erasmus-dagskránni lauk, héldum við áleiðis frá norður-eyjunni til Amerísku strandarinnar í suðrinu og nutum þriggja frjálsra daga á eigin vegum.

 

Söngleikurinn Clueless frumsýndur

 

 

Söngleikurinn Clueless var frumsýndur á Imbrudögum. Það er að sjálfsögðu Verðandi, leikfélag FG, sem stendur að sýningunni. Í henni kemur fram fjöldi nemenda og glæðir sýinguna lífi og fjöri. Um leikstjórn sá Anna Katrín Einarsdóttir, höfundur dansa er  Sara Margrét Ragnarsdóttir, Viktor Demirev hannaði sviðsmynd og tónlistina samdi Hildur Kristín Stefánsdóttir.

 

Panelumræður um hinsegin mál á Imbrunni
Imbrudagar í FG hófust þriðjudaginn 26.febrúar með fullu húsi nemenda og pallborðsumræðum um hinsegin málefni, meðal annars með þátttöku frá Samtökunum 78. Dagskráin hélt síðan áfram með fleiri viðburðum á miðvikudeginum, en þar bar hæst frumsýningu á nýju leikriti, Clueless, sem fer síðan í almennar sýningar.
Imbran hefst á morgun - júhú!
Kennararnir Fríða, Tinna, Ingvar og Auður námsráðgjafi létu veðrið ekki stoppa sig í hádeginu sunnudaginn 24.febrúar en þá mættu þau í skólann og máluðu hann ekki rauðan, nei þau máluðu innganginn að skólanum í öllum regnbogans litum. Tilefnið? Imbrudagar FG, sem hefjast á þriðjudaginn, en yfirskrift þeirra er „Hinsegin dagar“. Afar fjölbreytt dagskrá fylgir þemanu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæf ...
S
M
Þ
M
F
F
L
24
25
27
28
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
Fyrri mánuður
mars 2019
Næsti mánuður