Nýnemi í FG vann danskeppni í Englandi

 

 

FG.is fékk skemmtilegt fréttaskot fyrir skömmu, þess efnis að Kristinn Þór Sigurðsson, einn af nýnemum FG, hefði ásamt dansfélaga sínum, unnið gríðarlega sterka danskeppni í Englandi. Dansfélagi Kristins er Lilja Rún Gísladóttir. Í frétt um þetta á visir.is segir meðal annars: ,,Þessi keppni er haldin árlega og er ein af allra sterkustu keppnunum sem haldnar eru í heiminum." Alls voru 125 pör sem tóku þátt og Kristinn og Lilja voru best. Hæfileikafólki innan FG eru engin takmörk sett. Til hamingju.  

Ævintýri Ragnars húsálfs - barnaleikrit í FG

 

Leikritið Ævintýri Ragnars húsálfs fjallar um Ragnar húsálf og vinkonu hans, Sóleyju mannveru, en þau leggja af stað í ævintýra ferð til svartheima til þess að bjarga Diljá álfaprinsessu. Þetta leikrit verður sýnt í Urðarbrunni í FG um helgina. Leikstjóri og handritshöfundur er Karen Guðmundsdóttir og er leikritið alfarið unnið af nemendum FG. Enginn POSI er á staðnum, en miðinn er á 1000 íslenskar krónur.

 

FG-ingar bestir í spuna

 

 

FG sigraði fyrir skömmu spunakeppni framhaldsskólanna Leiktu Betur í fyrsta skipti í sögu skólans. Flest í FG vita af því að hér er rekin gríðarlega öflug leiklistarstarfsemi. Lið FG skipuðu; Davíð L. Arnarsson, Kristjana Ýr Herbertsdóttir, Selma Rós Axelsdóttir og Starkaður Pétursson. Frábært krakkar!

 

Jarðnemaferð í bongóblíðu
Þann 1. nóvember fóru jarðfræðinemar í árlega jarðfræðiferð um Suðurland þar sem skoðaðir voru margir þekktir staðir eins og Þingvellir og Hellisheiðarvirkjun. Veður var með eindæmum gott og ekki blakti hár á höfði. Á einum stað var þó búið að skella í lás svo ekki varð þar komist inn, en hér átt við Raufarhólshelli. Annar staður Kerið í Grímsnesi er líka búið að loka þannig að borga þarf inn til að fá að ...
Enskunemar í Dublin
Nemendur í ensku heimsóttu Dublin dagana 24.-27. október síðastliðinn. Gengið var um borgina ásamt fararstjóra sem fræddi nemendur um menningu og sögu hennar. Hópurinn fékk einnig tækifæri til að skoða skóla og kynnast því hvernig er að vera nemandi á þessum slóðum. Þá var farið á söfn og í verslunarmiðstöð þar sem allir skemmtu sér vel. Einnig heimsótti hópurinn Dublin Municipal Rowing Centre, fékk kennslu ...
S
M
Þ
M
F
F
L
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
17
18
19
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
Fyrri mánuður
desember 2016
Næsti mánuður