Opið hús í FG þann 21.febrúar

 

 

Opið hús verður í FG þann 21.febrúar næstkomandi. Þar verða námsbrautir og starfsemi FG kynnt. Allir velkomnir. Smellið á myndina til að fá frekari upplýsingar.

 

Nemar úr FG með leiðsögn um Bessastaði á Safnanótt

 

 

Svokölluð Safnanótt fór fram í byrjun febrúar í Garðabæ. Einn liður á dagskránni var leiðsögn um Bessastaði, bústað forseta Íslands. Hópur nemenda úr FG tók þátt í þessari leiðsögn og var þessi skemmtilega mynd tekin við það tækifæri.

 

Lilja Ásmundardóttir fær viðurkenningu

 

 

Lilja María Ásmundardóttir, sem er fyrrum nemandi FG og dúx af myndlistarbraut (lengst til vinstri á innfelldu mynd), var ein af fimm aðilum sem voru tilnefndir til að hljóta nýsköpunar-verðlaun Forseta Íslands fyrir árið 2017. Lilja fékk sérstaka viðurkenningu fyrir verki sitt Hulda: Hljóð- og ljósskúlptúr. Verkefnið var upphaflega unnið sem lokaverkefni á myndlistarbraut FG og þróaði hún það áfram sem nemi í Listaháskóla Íslands.

 

Lið FG komið í sjónvarpskeppni Gettu betur
Lið FG sigraði lið Menntaskólans á Ísafirði (M.Í) í Gettu betur, þann 7.febrúar síðastliðinn. Sigurinn var nokkuð öruggur, 35 stig FG gegn 21 stigi vestanmanna. Lið FG er því komið í sjónvarpskeppnina, ásamt sjö öðrum liðum. Því ber að fagna og þá færist keppni upp á æðra plan ef svo má segja. Til hamingju með sigurinn FG. Frá vinstri: Hafdís, Jóel, og Starkaður.
FG áfram í Gettu betur - þrátt fyrir tap
FG fær ekki neina óskabyrjun í GETTU BETUR að þessu sinni, en liðið tapaði naumlega gegn Flensborg 23-21 þann 2.febrúar síðastliðinn á Rás 2. FG kemst þó áfram í keppninni, sem eitt af þremur stigahæstu tapliðunum. En nú, vonandi, liggur leiðin bara uppávið. Það eru þau Starkaður Pétursson, Jóel Jóelsson og Hafdís Hlynsdóttir, sem skipa lið FG að þessu sinni.
S
M
Þ
M
F
F
L
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
Fyrri mánuður
febrúar 2017
Næsti mánuður