Skólinn breytist í súkkulaðiverksmiðju - tónlist frá Skálmöld

 

 

Þá er leikrit vorsins 2017 staðfest: Kalli og súkkulaðiverksmiðjan (Charlie and the Chocolate Factory), sem er byggt á sögu breska skáldsins Roald Dahl. Árið 2005 kom út frábær kvikmyndaútgáfa eftir Tim Burton, þar sem Johnny Depp fór á kostum (mynd). Einnig lék bandaríski leikarinn Gene Wilder í henni, en hann lést fyrir skömmu. Í uppfærslu Verðandi (leikfélags NFFG) þá mun Andrea Ösp Karlsdóttir leikstýra og Baldur Ragnarsson úr Skálmöld stýra tónlist. Nammi namm!

 

FG á fullu gasi

 

 

Skólastarf í FG á haustönn er komið á fulla ferð og skólinn troðinn sem síldartunna. Skólabyrjun þýðir líka að félagslífið lifnar við og nú þegar er byrjað að auglýsa fyrstu viðburði á vegum NFFG. Fylgist vel með auglýsingum. Minnum einnig á mikilvægar dagsetningar í skólastarfinu, eins og t.d. úrsagnareindaga. Þetta má finna í dagatalinu á heimasíðu FG (www.fg.is). Nú svo er skólinn líka með Fésbók. Góða skemmtun í skólanum og gangi ykkur vel að læra.

 

Skólabyrjun á haustönn 2016

 

Ágætu nemendur, velkomin til starfa!

Opnað verður fyrir stundatöflur í síðasta lagi miðvikudaginn 17. ágúst, stundatöflur birtast í Innu (inna.is).

Fundur verður með nýnemum fimmtudaginn 18. ágúst kl. 10:00.

Kennsla hefst samkvæmt hraðtöflu föstudaginn 19. ágúst.  Skólasetning fer fram sama dag.

Töflubreytingar verða frá kl. 09:00 miðvikudaginn 17. ágúst. Nánara fyrirkomulag töflubreytinga má sjá hér neðar á síðunni.

Skólameistari

Mennta og menningarferð
Degi eftir síðustu stúdentaútskrift voru glaðbeittir starfsmenn FG mættir til Berlínar í mennta-og menningarferð. Ferðin var skipulögð í samvinnu við Flensborgarskólann og endaði á glæsilegri árshátíð beggja skólanna. Fyrsta daginn var tekið á móti hópnum með fyrirlestri og vettvangsferð í einum elsta háskóla Þýskalands, stofnuðum árið 1810 og jafnframt einum virtasta háskóla Evrópu, sem hefur alið af sér 2 ...
Helga Margrét dúx á vorönn 2016
Helga Margrét Höskuldsdóttir er dúx á vorönn 2016, með 9.04 í meðaleinkunn. Þetta varð opinbert við brautskráningu sem fram fór þann 28.maí í Urðarbrunni. Af þeim 83 sem útskrifuðust voru 69 með stúdentspróf, 20 af listnámsbrautum, 14 af náttúrufræðibraut, 13 af félagsfræðabraut, átta af viðskiptabrautum, sex af alþjóðabrautum, fimm af íþróttabraut og þrír af hönnunar og markaðsbraut. Einnig voru útsk ...
S
M
Þ
M
F
F
L
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
Fyrri mánuður
september 2016
Næsti mánuður