Bjarni Pálsson minningarorð

 

Leiðir Fjölbrautaskólans í Garðabæ og Bjarna Pálssonar lágu saman um langa hríð. Bjarni hóf kennslu í FG strax við stofnun skólans árið 1984. Hann var þá þegar  merkur skólamaður og hafði kennt á Núpi í Dýrafirði og stýrði síðan sama skóla með myndarbrag í fjölda ára. Það var lán okkar í FG að fá Bjarna til liðs við fámennan kennarahóp og kenna þar stærðfræði í tvo áratugi. Bjarni var sæmdur gullmerki skólans árið 2001.

 

Elísabet Siemsen kvaddi FG

 

 

Elísabet Siemsen, aðstoðarskólameistari FG, vann sinn síðasta starfsdag föstudaginn 13. október síðastliðinn, en sem kunnugt er hefur hún verið skipuð rektor í MR, Menntaskólanum í Reykjavík. Við starfi Elísabetar í FG hefur Snjólaug Bjarnadóttir þegar tekið við. Eru Elísabetu hér með þökkuð góð störf í þágu Fjölbrautaskólans í Garðabæ og óskað velfarnaðar í nýju starfi.

 

Skuggakosningar í FG fimmtudaginn 12.október

 

 

Fimmtudaginn 12. október verða haldnar svokallaðar "skuggakosningar" í FG, vegna þingkosninganna sem fram fara hér á landi í lok mánaðarins. Skuggakosningin gengur þannig fyrir sig að í smiðju koma fulltrúar flokkanna sem bjóða fram og kynna stefnumál sín. Þar á eftir geta svo nemendur kosið á milli flokkanna á neðstu hæð skólans, þar sem kosningaðstöðu verður komið fyrir. Síðan verður talið og úrslitin væntanlega birt á www.egkys.is.

 

Vel heppnuð Þórsmerkurferð
Nemendur frá FG fóru í vel heppnaða ferð í Þórsmörk í byrjun október. Rútan festist í Steinholtsá, en þá var bara að labba restina. Veðrið var gott, smá norðurljós, mikið var labbað og spjallað og svo náttúrlega grillaðir borgarar. Á myndinni eru nokkrir nemendur á "toppi tilverunnar" en meira má sjá á fésbók skólans.
Forsetinn heimsótti FG á Forvarnardegi
Forseti Íslands, dr. Guðni Jóhannesson, heimsótti Fjölbrautaskólann í Garðabæ á Forvarnardeginum, sem haldinn var þann 4.október. Guðni spjallaði við nemendur, sem voru að velta fyrir sér gildi forvarna í samfélaginu, skoðaði skólann, fékk sér veitingar og annað slíkt. Guðni lék á alls oddi með nemendum og spjallaði um allt á milli himins og jarðar við þá; forvarnir, ananas á pizzum, fótbolta, sem og lífið og ...
S
M
Þ
M
F
F
L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
19
20
21
22
23
24
25
26
28
29
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
Fyrri mánuður
október 2017
Næsti mánuður