Klassískir töfrar í FG

 

Sinfóníuhljómsveit Íslands kom í heimsókn í FG föstudaginn 21.október síðastliðinn og heillað alla sem á hlýddu upp úr skónum. Flutti sveitin nokkur vel valin verk, sem eru aðgengileg og passa yngra fólki mjög vel. Fleiri myndir og myndband er að finna á fésbókarsíðu FG. Frábær hemsókn og mættu þær vera fleiri.

 

Skuggakosningar

 

Frá kl. 9:00-16:00 fimmtudaginn 13.október verða skuggakosningar í FG. En hvað eru skuggakosningar? Vefurinn egkys.is segir „Skuggakosningar (e. Shadow elections) eru kosningar þar sem nemendur framhaldsskólanna fá að segja sína skoðun og kjósa eins um alvöru kosningar væri að ræða. Skuggakosningarnar haustið 2016 munu fanga vilja framhaldsskólanemenda um allt land.  

 

Stjórnmálaflokkarnir koma í heimsókn - hraðfundir með frambjóðendum

Þriðjudaginn 11.október munu fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í kosningunum 29.október heimsækja FG. Skipulagið verður þannig að hvert framboð situr við borð í salnum. Í upphafi setjast kjósendur (nemendur) við það borð sem þeir vilja og svo á fimm mínútna fresti er flautað og þá þurfa kjósendur að færa sig um set. Eftir að stefnumótinu lýkur þá geta kjósendur talað við þá fulltrúa sem þeir vilja. Urðarbrunnur kl. 09.55-10.45.

 

Ekkert er FG óviðkomandi - Jóga hjá Petrúnu
Nemendur FG í Jóga fengu Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur gestakennara í heimsókn fyrir skömmu. Hún kynnti meðal annars kuntalinijóga og gonghugleiðslu fyrir þeim. Gongin glumdu um Mýrina þennan dag, mörgum til athygli. Það er Petrún leikfimikennari FG, sem er yfir-Jógi skólans. Það er nánast allt til í FG. Nú, svo má nálgast allskyns slökunarmyndbönd á netinu, með sefjandi tónlist, t.d. þetta. Svo er líka ba ...
Baltasar Kormákur - Skylda að tala um ofneyslu - heimsótti FG
Baltasar Kormákur, þekktasti leikastjóri Íslands, kom fyrir skömmu í heimsókn í FG og ræddi vel og lengi við nemendur í fjölmiðlafræði hjá Aðalbjörgu um Eiðinn, nýjustu kvikmynd sína. Einnig voru nemendur í leiklist og skapandi skrifum. Nóg var um spurningar. Með Balta (eins og hann er kallaður) voru ljósmyndari og blaðakona frá Morgunblaðinu og birtu þau ítarlega frétt um heimsóknina. Samkvæmt áreiðanlegum h ...
S
M
Þ
M
F
F
L
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
Fyrri mánuður
október 2016
Næsti mánuður