Brautskráning föstudaginn 25.maí kl.14.00

 

 

Brautskráning á vorönn 2018 fer fram í Urðarbrunni föstudaginn 25.maí og hefst athöfnin kl.14.00. Minnum á að gott er að koma snemma/í tíma til þess að fá örugg bílastæði.

 

Krúttlegt og kósí í Urðarbrunni - kúst og fæjó!

 

 

Nemendur (útskriftarefni vorsins 2018) ásamt kennurum áttu notalega stund í Urðarbrunni föstudaginn 4.maí, en þann dag lauk kennslu á vorönn í FG. Borin var fram dýrindis lambasteik með "alles", skemmtiatriði flutt og farið í "pöbbkviss"-spurningakeppni, en allt var án áfengis þetta kvöld. Nemendur sýndu kræsilegt dimmiteringarmyndband frá fyrri viku og að lokum steig Vigdís Gunnarsdóttir leiklistarkennari á svið með fleiri kvinnum og saman sungu þær Júróvisjón-lag hennar, Kúst og fæjó, með breyttum texta. Kristinn skólameistari sprellaði að sjálfsögðu með eins og honum er einum lagið.  

FG nemar fengu frumkvöðlaverðlaun

 

 

Þrjú fyrirtæki úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ komust áfram í keppni JA Iceland - Ungir frumkvöðlar og unnu þau öll til verðlauna. Verðlaun fengu FG-nemar fyrir; bestu sölu- og markaðsmálin, besti sjóbisnessinn og besta fjármálalausnin. Til hamingju með þetta.

 

Sigurkarl með nemendur í misgengisgöngu
Fyrir skömmu var farin námsferð með jarðfræðinemum um Heiðmörk og þar skoðaðir ýmsir áhugaverðir staðir eins og Hjallamisgengið og Rauðhólar. Haldið var austur á bóginn og endað á Hvolsvelli þar sem búið er að opna flotta og áhugaverða sýningu um jarðfræði Íslands þar sem kallast Lava Centre eða hraunmiðstöðin. Þar má fylgjast með mótun og myndun landsins á nýstárlegan hátt með nútíma gagnvirkni og tölvun ...
Góð virkni í kosningum - úrslit kynnt næstkomandi fimmtudag
,,Það er mjög góð þátttaka í kosningunum og við erum í raun hæstánægð með þetta." sagði núverandi forseti NFFG, Rebekka Þurý í stuttu spjalli, en næstkomandi miðvikudag verður kosið í ráð og nefndir á vegum nemendafélags FG. Nú þegar eru komin upp veggspjöld og annað slíkt. Skólastarfið í næstu viku mun litast af þessu, en á fimmtudag verða úrslit svo formlega kynnt.
S
M
Þ
M
F
F
L
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
22
23
24
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
Fyrri mánuður
maí 2018
Næsti mánuður