Keppir í landskeppni í efnafræði

 

 

Árni Tómas Sveinbjörnsson, nemandi í FG, keppir um helgina í úrslitakeppni 16. landskeppninnar í efnafræði. Hann var einn 14 nemenda af 123 sem unnu sér inn rétt til að keppa um möguleikann á að vera í Ólympíuliði Íslands í efnafræði.  Þeir munu einnig keppa í Norrænu efnafræðikeppninni og Ólympíukeppninni í efnafræði í sumar. Við óskum Árna góðs gengis um helgina.

 

FG tekur þátt í framhaldsskólakynningunni 2017

 

 

Samhliða Íslandsmóti iðn- og verkgreina í Laugardalshöllinni dagana 16.- 18. mars mun Fjölbrautaskólinn í Garðabæ ásamt fleiri framhaldsskólum kynna fjölbreytt námsframboð sitt. Nemendur og náms- og starfsráðgjafar munu svara spurningum um námsframboð, félagslíf, inntökuskilyrði og annað sem gestir vilja vita um skólastarfið í FG.

Nám í framhaldsskóla er eitt skref í átt að framtíðinni. Því er mikilvægt að skoða vel þá fjölmörgu möguleika sem bjóðast og velja nám markvisst og í samræmi við áhugasvið og hæfni. Vonandi koma margir við í básnum hjá FG frá kl. 9 – 15 fim. og fös. og kl.10 – 14 á laugadag og fá svör við spurningum sínum.

FG lauk keppni í Gettu betur

 

 

Lið FG lauk keppni í Gettu betur, en Kvennaskólinn sigraði í viðureign liðanna, sem fram fór laugardaginn 11.mars á RÚV. Þar með er lið FG dottið úr keppni að þessu sinni. Þetta var ekki dagur/kvöld FG og í raun má segja að liðið hafi aldrei séð til sólar gegn sterku liði Kvennó. En það gengur bara betur næst. FG vill þakka liðinu fyrir góða og drengilega keppni og að vera skólanum til sóma.

 

Kalli og súkkulaðið í Mogganum
Leikritið Kalli og súkkulaðiverksmiðjan fékk heilsíðu-umfjöllun í Morgunblaðinu þann 9.mars. Á vef Mogga, mbl.is er einnig að finna viðtal við Hafstein Níelsson, sem leikur aðalhlutverkið í verkinu. Næstu sýningar eru sem hér segir: 11, 12, 16, 18 og 19.mars. Allar sýningar eru kl. 20.00, nema 12. og 19.mars, en þá eru sýningar kl. 15.00. Miðar eru á www.tix.is.
Hugarró hjá námsráðgjöfum - nýtt í FG
Nútíma líf er fullt af áreitum og stressi og til þess að vinna gegn því hafa námsráðgjafar FG ákveðið að bjóða nemum upp á stund í HUGARRÓ og hugleiðslu. Smellið á myndina og fáið nánari upplýsingar.
S
M
Þ
M
F
F
L
26
27
28
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
Fyrri mánuður
mars 2017
Næsti mánuður