Mennta og menningarferð

 

 

Degi eftir síðustu stúdentaútskrift voru glaðbeittir starfsmenn  FG mættir til Berlínar í mennta-og menningarferð. Ferðin var skipulögð í samvinnu við Flensborgarskólann og endaði á glæsilegri árshátíð beggja skólanna.
Fyrsta daginn var tekið á móti hópnum með fyrirlestri og vettvangsferð í einum elsta háskóla Þýskalands, stofnuðum árið 1810 og jafnframt einum virtasta háskóla Evrópu, sem hefur alið af sér 29 Nóbelsverðlaunahafa.

Helga Margrét dúx á vorönn 2016

 

 

Helga Margrét Höskuldsdóttir er dúx á vorönn 2016, með 9.04 í meðaleinkunn. Þetta varð opinbert við brautskráningu sem fram fór þann 28.maí í Urðarbrunni. Af  þeim 83 sem útskrifuðust voru 69 með stúdentspróf, 20 af listnámsbrautum, 14 af náttúrufræðibraut, 13 af félagsfræðabraut,  átta af viðskiptabrautum,  sex  af alþjóðabrautum,  fimm af íþróttabraut og þrír af hönnunar og markaðsbraut.

 

Fjögur leikverk eftir nemendur

 

 

Nemendur í lokaáfanga á leiklistabrautinni  settu  á dögunum upp leikverk sem byggja á sjálfstæðri vinnu þeirra, þar sem þeir nýta sér þekkingu og reynslu námsins á undanförum árum. Þetta voru fjórir hópar með ólík verk sem unnin voru í samvinnu við Vigdísi Gunnarsdóttur, kennara á leiklistarbraut. Að mati heimildamanns fg.is voru verkin mjög vel útfærð og leikurinn magnaður. Vel gert!  Þetta eru verkin:

 

 

Godspell söngleikurinn í Vídalínskirkju
Gospelkór Vídalínskirkju sýnir á næstunni (2. og 5. júní kl. 20.00 og 17.00) söngleikinn Godspell, eftir bandaríska verðlaunahöfundinn Stephen Schwarts. Söngleikurinn, sem er sýndur í fullri lengd, fjallar um síðustu daga Jésú Krists og byggir á Mattheusar og Lúkasarguðspjöllunum. Leikstjóri er Margrét Eir og tónlistarstjóri er Davíð Sigurgeirsson. Nemendum og kennurum FG er boðið á sérstaka forsýningu þann 2 ...
Prófum að ljúka - brautskráning þann 28.maí
Nú fer prófum að ljúka í FG, en síðasti prófadagurinn er fimmtudagurinn 19.maí, sem er sjúkraprófsdagur. Þriðjudaginn 24.maí verður útkoma prófa birt rafrænt á Innu og prófasýning verður sama dag frá 12.00-13.30. Brautskráning frá FG verður svo laugardaginn 28.maí og þá verða skiptinemar einnig kvaddir. Brautskráningin hefst kl.11.00.
S
M
Þ
M
F
F
L
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
Fyrri mánuður
júlí 2016
Næsti mánuður