Einkunnir og prófasýning

 

Einkunnir fyrir vorönn 2017 verða birtar á Innu á morgun kl. 11.00. Prófasýning er svo kl. 12.00 til 13.30 og eru nemendur hvattir til þess að nýta sér það tækifæri.

 

Brautskráning á vorönn - þann 27.maí kl. 11.00

 

 

Prófum í FG á vorönn lauk miðvikudaginn 17.maí og er hætt við að mörgum sé létt. Yfirferð kennara og undirbúningur vegna brautskráningar heldur þó áfram á fullu í skólanum. Brautskráningin fer fram laugardaginn 27.maí og hefst dagskráin kl. 11.00 stundvíslega. Bendum því fólki á að koma tímanlega, til fá stæði, forðast stress og annað álíka leiðinlegt.

 

Frábært hjá frumkvöðlafræðingum í FG

 

 

Nemar hjá Tinnu í frumkvöðlafræði fengu sérstaka viðurkenningu fyrir verkefni í sjálfbærni í keppni fyrir unga frumkvöðla, sem haldin var í Háskóla Reykjavíkur (HR) fyrir skömmu. Nemendur Tinnu voru með fyrirtækin Algae Iceland og Fyrir hafið. Keppnin var haldin í samvinnu við Sjávarklasann og alþjóðleg samtök ungra frumkvöðla, JA (Junior Achievement). Á myndinni eru f.v. Þór Sigfússon (Sjávarklasanum), Tinna Ösp og þau Birta, Ágúst Leó, Bjarki Freyr, Pétur Árni og Guðmundur.   

Lokasýningar myndlistar og leiklistarnema 2017
Verið hjartanlega velkomin á samsýningu nemenda í lokahópum listnámsbrautar FG föstudaginn 28. apríl kl. 17 í Lækningaminjasafninu, Safnatröð 2 á Seltjarnarnesi. Klukkan 18 verður tískusýning fata og textílhönnunardeildar haldin á sama stað. Sýningin verður opin kl. 13-17 dagana 29. apríl -1. maí. Aðgangur er ókeypis. Komið vel klædd þar sem húsnæðið er óhitað og athugið að ekki er klósett á staðnum. Sýning ...
Gleðilegt sumar
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ óskar nemendum gleðilegs sumars, þakkar fyrir veturinn og býður nemendur velkomna til starfa að loknu páskafríi. Skólinn minnir einnig á að nú eru aðeins tvær kennsluvikur eftir og að þann 1.maí er frí (alþjóðabaráttudagur verkamanna). Próf hefjast þann 8.maí og standa til 17.maí. Próftaflan er á heimasíðunni. Þannig að nú er um að gera að hafa allt á hreinu.
S
M
Þ
M
F
F
L
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
18
19
20
21
22
24
25
26
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Fyrri mánuður
maí 2017
Næsti mánuður