Brautskráning þriðjudaginn 19.desember kl. 14.00

 

 

Brautskráning á haustönn 2017 fer fram í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ næstkomandi þiðjudag, þann 19.desember. Hefst athöfnin klukkan 14.00 stundvíslega. Minnum fólk á að vera tímanlega upp á bílastæði og annað slíkt.

 

Bókasafn FG með aukna þjónustu í prófum

 

 

Vert er að benda nemendum á að bókasafn skólans er með breyttan og aukinn opnunartíma, nú þegar próf eru hafin. Bókasöfn eru þægilegur (og að mörgu leiti viðeigandi) staður til þess að drekka í sig fróðleik og stunda undirbúning fyrir lokapróf. Á krækjunni hér eru opnunartímarnir. Gangi ykkur vel.

 

Stúdenstefni buðu kræsingar

 

 

Sú skemmtilega hefð er í FG að síðasta miðvikudag fyrir kennslulok/prófabyrjun mæta stúdentsefni með kræsingar á kennarastofuna. Miðvikudagurinn 29. nóvember var engin undantekning á því og hér sést Kristinn skólameistari ræða við nemendur og þakka fyrir - fyrir hönd kennara og starfsfólks. Myndband er á fésbók FG.

 

Enskunemar í Írlandsferð
Hópur enskunema fór til Dyflinnar á Írlandi fyrir skömmu og dvaldi þar í fimm daga. Markmiðið var að kynnast menningu, sögu og lífi Íra á ,,eyjunni grænu". Fyrir ferðina höfðu nemendur meðal annars verið að kynna sér írskar bókmenntir. Á meðfylgjandi "sjálfu" má sjá marga úr hópnum og einnig sést Fríða Gylfadóttir kennari að hluta til. Með hópnum fór einnig Dr. Anna Jeeves, enskukennari. Ferðin tókst í alla s ...
Nemar á Þingvöllum og Ljósafossi
Nemar í jarðfræði og umhverfisfræði (efri) hjá Sigurkarli brugðu undir sig betri fætinum fyrir skömmu og fóru á Þingvöll (jarðfræðin) og Ljósafossvirkjun (umhverfisfræðin). Veðrið var gott og allir glaðir eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Nánar má lesa um ferðina á fésbók FG.
S
M
Þ
M
F
F
L
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
16
17
18
1
2
3
4
5
6
Fyrri mánuður
desember 2017
Næsti mánuður