Lið FG í úrslit Gettu betur

 

 

Lið FG í Gettu betur er komið í úrslit, sem fram fara í Háskólabíó um næstu helgi. Liðið vann MA frá Akureyri með glæsibrag föstudaginn 16.mars síðastliðinn í beinni á RÚV. Þá gerðist þetta skemmtilega augnablik, þegar Jóel fékk lánuð gleraugu Björn Braga spyrils í gleðivímunni. Frábær árangur Guðrún, Jóel og Gunnlaugur! Spennan magnast enn frekar, en andstæðingarnir koma frá Kvennaskólanum um næstu helgi. Getum ekki beðið!

 

Úrslitastundin nálgast: FG mætir MA í Gettu betur á föstudaginn

 

 

Blóðþrýstingurinn hækkar...æðarnar tútna út og svitinn byrjar að leka niður enni og vanga...á föstudaginn mætast lið FG og Menntaskólans á Akureyri í undanúrslitum í Gettu betur 2018. Það lið sem vinnur fer í úrslit og mætir annaðhvort MR eða Kvennó, sem keppa á fimmtudag. 

Áfram A,B,C,D, E, FG!

FG-nemar í sólarorkverkefnum á sólríkri Ítalíu

 

Fyrir skömmu fór hópur nemenda frá FG í náms og rannsóknarferð til S-Ítalíu til að vinna að verkefnum og hugmyndum tengdum endurvinnanlegum orkugjöfum með áherslu á sólarorku. Einnig komu nemendur frá fjölda annarra Evrópuríkja að þessu verkefni, sem var styrkt af Erasmus og REnergy. 

    Á myndinni má sjá íslensku nemendurna ásamt ítölskum vinum þeirra, þær Claudiu, Daníelu, Angelu, Söru, Önnu Lilju og Thelmu þar sem hópurinn heimsótti skemmtilegt safn bænum Taranto á Ítalíu.

 

Árni Tómas komst í efnafræðiúrslit
Landskeppnin í efnafræði fór fram þann 28. febrúar síðastliðinn og alls tóku 102 nemendur þátt í keppninni. Árni Tómas Sveinbjörnsson úr FG varð í 7. sæti en 13 efstu keppendum er boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem haldin verður í Háskóla Íslands helgina 24.-25. mars. Við óskum Árna Tómasi til hamingju með árangurinn.
Perluarmbönd fyrir Kraft og prjón fyrir Konukot
Nemendur FG létu gott af sér leiða í Imbruvikunni í febrúar og gerðu hátt í 400 armbönd fyrir Kraft, en Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk á aldrinum 18-40 ára sem greinst hafa með krabbamein, sem og aðstandendur þeirra. Auk þess prjónuðu nemendur helling af grifflum fyrir Konukot. Snillingar!
S
M
Þ
M
F
F
L
25
26
27
28
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
1
2
3
4
5
6
7
Fyrri mánuður
mars 2018
Næsti mánuður