JARMIÐ 2017 - húsið opnar kl. 19.30

 

 

JARMIÐ 2017, söngkeppni FG, fer fram í kvöld í hátíðarsal FG, Urðarbrunni. Þar munu fjölmargir keppendur af báðum kynjum keppa um hylli áhorfenda. Sigurvergarinn verður svo fulltrúi FG í Söngkeppni framhaldsskólanna, sem fram fer síðar í vor. Á síðustu árum hafa margir keppenda frá FG staðið sig afar vel í þessari keppni.

 

Og skólinn rúllar af stað...

 

 

Fyrsta alvöru kennsluvikan eftir jólafrí 2016 hefur nú rúllað í gang. Eru nemendur FG hér með boðnir velkomnir í skólann og vonandi verður dvölin sem best. Á vorönn er alltaf fullt að gera og fjölmargir atburðir í boði. Þar ber hæst tvennt: Árshátíð nemenda og frumsýningu leikrits (sami dagur = Imbruvikan). Undanfarin ár hefur verið sýndur söngleikur. Annars er mjög sniðugt fyrir nemendur að skoða dagatal skólans. Þar sést líka til dæmis hvenær er páskafrí og þess háttar. 

 

Margrét Sóley dúxaði á haustönn 2016

 

Brautskráning á haustönn 2016 fór fram í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ þann 20.desember síðastliðinn. Þá voru alls 64 nemendur brautskráðir frá skólanum og flestir, eða alls 17, voru af náttúrufræðabraut, en næst þar á eftir komu félagsfræða og íþróttabraut. Dúx skólans að þessu sinn var Margrét Sóley Kristinsdóttir, af náttúrufræðabraut. Auk þess að vera dúx hlaut Margrét margvísleg önnur verðlaun fyrir góðan árangur í FG.

 

Brautskráning 20.desember kl.14.00
Brautskráning frá FG á haustönn 2016 fer fram þriðjudaginn 20.desember og hefst athöfnin kl. 14.00.
Prófalota í FG frá 5 - 14. desember
Próf hefjast í FG mánudaginn 5.desember og fyrir þá sem þurfa að kynna sér próftöfluna, þá er hún hér. Hvernig menn læra undir próf er viðfangsefni sem vísindamenn hafa rannsakað og á Vísindavefnum er að finna áhugaverða grein um málið. Það sem menn virðast vera sammála um er aðallega að hvílast vel, hreyfa sig, borða hollan mat og læra ekki of lengi í einu. Því heilinn er bara líffæri. Brautskráning verður s ...
S
M
Þ
M
F
F
L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
Fyrri mánuður
janúar 2017
Næsti mánuður