Byrjun skólaárs 2019-2020

 

Skólaárið 2019-2020 verður fyrsta skólaárið í FG með þriggja anna kerfi og gert er ráð fyrir að nemendur séu almennt með fartölvu eða spjaldtölvu í skólanum. Opnað verður fyrir stundatöflur nemenda í INNU fimmtudaginn 15. ágúst. Til að komast inn í INNU þarf annað hvort rafræn skilríki eða Íslykil. Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að nálgast rafræn skilríki er á https://www.audkenni.is/ og allt um Íslykil er hér: https://innskraning.island.is/order.aspx.

Skólinn hefst með nýnemakynningu mánudaginn 19. ágúst kl.10 þar sem nýnemar hitta umsjónarkennara. Kennsla hefst þriðjudaginn 20. ágúst.

Starfsfólk FG býður alla nýja og eldri nemendur velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins á komandi skólaári.

Birna Filippía Steinarsdóttir dúx FG á vorönn 2019

 

 

Birna Filippía Steinarsdóttir, nemi af Alþjóðabraut-viðskiptasviði, varð dúx FG á vorönn 2019, en 35. brautskráning skólans fór fram í Urðarbrunni þann 25.maí. Alls brautskráðust 68 nemendur að þessu sinni, flestir af listnámsbrautum, alls 18. Ávörp nýstúdenta fluttu Agnes Emma Sigurðardóttir og Líney Helgadóttir (sjá mynd að neðan).

 

Brautskráning á laugardaginn - 25.maí

 

 

Brautskráning á vorönn 2019 fer fram í hátíðarsal FG, Urðarbrunni, laugardaginn 25.maí og hefst hún stundvíslega klukkan 11.00. Gott að mæta tímanlega upp á bílastæði að gera.

 

Lokasýning myndlistarnema FG
Verið hjartanlega velkomin á samsýningu nemenda í lokahópum listnámsbrautar FG sem opnar miðvikudaginn 1. maí kl. 16:00 í Gróskusalnum við Garðatorg. Byrjað verður á tískusýningu Fata- og Textílhönnunarbrautar á Garðatorginu, en síðan verður farið upp á aðra hæð og sýning Myndlistarbrautar verður opnuð. Sýningin er opin kl. 13 – 18 dagana 2. og 3. maí. Sýningin er afrakstur vinnu 3 nemenda í lokaáfanga á Fata- ...
Þrjú FG-fyrirtæki áfram í úrslit í frumkvöðlakeppni
Þrjú fyrirtæki frumkvöðla úr FG komust áfram í lokakeppni í frumkvöðlafræðum, sem haldin verður þann 30.apríl næstkomandi. Forkeppni eða sýning á vörum frumkvöðlanna fór fram í Smáralindinni fyrir skömmu, en keppnin er haldin á vegum JA-Iceland-Ungir frumkvöðlar. Vel gert FG!
S
M
Þ
M
F
F
L
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
Fyrri mánuður
ágúst 2019
Næsti mánuður