Skólinn
Leiðin þín: Forsíða >> Skólinn
Skólinn

 

Hlutverk:

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ starfar nú samkvæmt lögum um framhaldsskóla frá 1995 og reglugerð um framhaldsskóla. Þar er kveðið á um almenn markmið og hlutverk framhaldsskóla á Íslandi, þ.e. að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðissamfélagi og veita þeim alhliða menntun sem nýtist bæði í starfi og tómstundum.

 

Skólinn skal því m.a.:
stuðla að alhliða þroska nemenda með því að veita þeim viðfangsefni við hæfi hvers og eins,
búa nemendur undir sérhæfð og/eða almenn störf í atvinnulífinu,
búa nemendur undir áframhaldandi nám í sérskólum eða háskólum,
þjálfa nemendur í að vinna með öðrum og taka tillit til annarra,
veita nemendum þekkingu og þjálfun sem auðveldar þeim að taka sjálfstæða afstöðu til
manna og málefna, þjálfa nemendur í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum, stuðla að því
að nemendur öðlist skilning á samfélagi í sífelldri þróun og veita þeim þjálfun og þekkingu til
virkrar þátttöku í því, leitast við að kenna nemendum að njóta menningarlegra verðmæta og
meta þau.

Auk þessara almennu markmiða leitast Fjölbrautaskólinn í Garðabæ við að vera
virkt afl í menningarlífi síns umdæmis, Garðabæjar og Bessastaðahrepps.  

 

 

 

S
M
Þ
M
F
F
L
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
Fyrri mánuður
ágúst 2019
Næsti mánuður
Mynd af skólanum