Skólinn
Leiðin þín: Forsíða >> Skólinn >> Fréttir
Fréttir
11. október 2017 13:22

Skuggakosningar í FG fimmtudaginn 12.október

 

 

Fimmtudaginn 12. október verða haldnar svokallaðar "skuggakosningar" í FG, vegna þingkosninganna sem fram fara hér á landi í lok mánaðarins. Skuggakosningin gengur þannig fyrir sig að í smiðju koma fulltrúar flokkanna sem bjóða fram og kynna stefnumál sín. Þar á eftir geta svo nemendur kosið á milli flokkanna á neðstu hæð skólans, þar sem kosningaðstöðu verður komið fyrir. Síðan verður talið og úrslitin væntanlega birt á www.egkys.is.

 

Verkefnið er unnið í samvinnu við Landssamband ungmennafélaga (LUF) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF). Endilega verið með – kynnið ykkur málin og kjósið!
 

S
M
Þ
M
F
F
L
25
26
27
28
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
1
2
3
4
5
6
7
Fyrri mánuður
mars 2018
Næsti mánuður
Mynd af skólanum