Skólinn
Leiðin þín: Forsíða >> Skólinn >> Fréttir
Fréttir
18. október 2017 08:54

Bjarni Pálsson minningarorð

 

Leiðir Fjölbrautaskólans í Garðabæ og Bjarna Pálssonar lágu saman um langa hríð. Bjarni hóf kennslu í FG strax við stofnun skólans árið 1984. Hann var þá þegar  merkur skólamaður og hafði kennt á Núpi í Dýrafirði og stýrði síðan sama skóla með myndarbrag í fjölda ára. Það var lán okkar í FG að fá Bjarna til liðs við fámennan kennarahóp og kenna þar stærðfræði í tvo áratugi. Bjarni var sæmdur gullmerki skólans árið 2001.

 

Eftir að Bjarni fór á eftirlaun var hann duglegur að heimsækja okkur og gat lagt okkur línuna í landsmálum. Þar fylgdist Bjarni afar vel með og fór ekki með neitt fleipur. Eins var hann duglegur að mæta þegar við buðum fyrrverandi nemendum til okkar. Það fór ekki á milli mála að fyrrum nemendur höfðu hann í hávegum enda var Bjarni afbragðskennari sem hafði alltaf hagsmuni nemenda sinna að leiðarljósi. Bjarni var hrókur alls fagnaðar og var oft fenginn til að stýra samkomum skólans.

 

Síðast kom Bjarni í heimsókn til okkar í maí síðastliðnum og fannst okkur sem aðeins væri farið að draga af honum þó andinn væri vissulega til staðar. Við þökkum fyrir þann tíma sem áttum með Bjarna Pálssyni og vitum að minningarnar munu styrkja aðstandendur á þessum erfiðu tímum.

 

Með samúðarkveðju frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ,

Kristinn Þorsteinsson skólameistari.

 

S
M
Þ
M
F
F
L
29
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
Fyrri mánuður
nóvember 2017
Næsti mánuður
Mynd af skólanum