Reglur um launalaust leyfi starfsmanna FG

Skólameistari getur veitt starfsmönnum stofnunarinnar launalaus leyfi.
Umsóknir um slík leyfi og afgreiðsla þeirra skulu lagðar fyrir skólanefnd til umsagnar.

Að jafnaði skulu þeir starfsmenn, sem unnið hafa samfellt í fimm ár hjá stofnuninni,
eiga kost á launalausu leyfi í eitt ár á fimm ára tímabili.
 
Samþykkt á fundi skólanefndar 31.10.2007. 
Endurskoðað og samþykkt í skólaráði 15.01.2013.