Kennslufyrirkomulag frá og með 24. janúar

Miðvikudaginn 26. janúar er námsmatsdagur. Þá er ekki hefðbundin kennsla. Kennarar vinna að námsmati og talsverður fjöldi nemenda er í prófum eða tímum í samráði við sína kennara.

Ávallt verður staðkennsla í 120 mínútna tímum. Ýmist verður staðkennsla eða fjarkennsla í 80 mínútna tímum. Fyrirkomulag kennslunnar kemur frá hverjum kennara fyrir sig og það er afar mikilvægt sem áður að nemendur fylgist með fyrirmælum frá kennurum. Fyrirkomulag í list- og verkgreinum og íþróttum er óbreytt og er að fullu í staðnámi. Bókasafnið og mötuneytið eru opin og einnig er hægt að stunda nám í kennslustofum sem eru opnar og ekki er verið að nota.

Talsverður fjöldi nemenda er í sóttkví eða með Covid. Einnig hafa kennarar lent í sóttkví og kenna þá alfarið í fjarkennslu meðan á því stendur. Það er mjög mikilvægt fyrir nemendur sem ekki geta komið í skólann að fylgjast með í náminu og sækja sér upplýsingar á Innu og senda fyrirspurnir til kennara ef eitthvað er óljóst.

Það er grímuskylda í skólanum og biðjum við nemendur um að virða það og gæta vel að persónulegum sóttvörnum.

 

B.kv.
Kristinn Þorsteinsson
skólameistari
e-mail: kristinn@fg.is