Loftslagsstefna

Loftslagsstefna Fjölbrautaskólans í Garðabæ

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ (FG) vill vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum og halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi stofnunarinnar í lágmarki. Stofnunin leggur sitt af mörkum til að skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamkomulaginu sé náð og tekur þannig virkan þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar.

FG tryggir að lagalegum kröfum sem tengjast starfsemi hans sé fylgt og vinnur að stöðugum umbótum á umhverfisstarfi stofnunarinnar.

FG fylgir grænum skrefum í ríkisrekstri og nær loftslagsstefnan til allrar starfsemi, mannvirkja og framkvæmda á hans vegum.

Yfirmarkmið
Markmið FG er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á hvert stöðugildi* um 40% fyrir árið 2030 miðað við árið 2019. Stofnunin stefnir einnig á að kolefnisjafna 80% losunar sinnar.

Umfang
Loftslagsstefna FG fjallar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda samkvæmt leiðbeiningum um loftslagsstefnur opinberra aðila.
Stefnan tekur til eftirfarandi umhverfisþátta sem unnt er að fylgjast með og mæla hverju sinni:

Samgöngur
● Losun GHL vegna flugferða og aksturs á vegum FG
● Fjöldi samgöngusamninga sem stofnunin gerir við starfsmenn

Orkunotkun
● Losun GHL vegna rafmagnsnotkunar í skólabyggingu
● Heitavatnsnotkun í skólabyggingu

Úrgangur
● Losun GHL vegna lífræns úrgangs sem fellur til í FG
● Losun GHL vegna blandaðs úrgangs sem fellur til í FG
● Heildarmagn úrgangs sem fellur til í FG
*starfsmenn og nemendur

Umhverfisfulltrúi FG ásamt umhverfisnefnd uppfærir og endurskoðar stefnuna árlega.
Loftlagsstefnan og aðgerðaráætlun birtist á heimasíðu FG.
                                                                                                            Samþykkt á samráðsfundi desember 2021