Farsæld

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi þann 1. janúar 2022. Tilgangur lagasetningarinnar er að auka samstarf þjónustuaðila í þágu farsældar barna og tryggja að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að þjónustu við hæfi án hindrana.  

Í lögunum kemur fram að allir nemendur undir 18 ára aldri og fjölskyldur þeirra geta leitað til tengiliðs innan skólans sem leiðbeinir, bendir á leiðir og vísar áfram eftir því sem þörf krefur. Ef það dugar ekki til að leysa vandann (Ef þörf er á frekari aðstoð) geta foreldrar og börn, með aðstoð tengiliðar lagt fram beiðni um samþættingu þjónustu. Tengiliður getur þá óskað upplýsinga frá þeim sem þjónusta barnið með það að markmiði að skipuleggja og fylgja eftir samþættri þjónustu við barnið svo vandi þess verði leystur. Enn fremur getur tengiliður óskað eftir málstjóra samþættingar hjá félagsþjónustu sveitarfélags ef barnið hefur þörf á frekari þjónustu.

Tengiliðir FG vegna farsældarþjónustu:

Gagnlegir tenglar: