- Námið
- Þjónusta
- Skólinn
- Fjarnám
- Spurt & Svarað
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ býður upp á stöðupróf fyrir nemendur sína í þeim tungumálum sem kennd eru við skólann. Uppfylla þarf a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum til þess að geta sótt um að taka stöðuprófin: að viðkomandi sé tvítyngdur, hafi verið búsettur erlendis í ákveðinn tíma eða verið skiptinemi erlendis. Ef nægjanleg gögn liggja fyrir er mögulegt að nemandinn sé metinn beint, þó aldrei meira en 15 einingar.
Endurskoðað og samþykkt í skólaráði 5.01.2022