Reglur um mat / stöðupróf á erlendri tungumálakunnáttu

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ býður upp á stöðupróf fyrir nemendur sína í þeim tungumálum sem kennd eru við skólann. Uppfylla þarf a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum til þess að geta sótt um að taka stöðuprófin: að viðkomandi sé tvítyngdur, hafi verið búsettur erlendis í ákveðinn tíma eða verið skiptinemi erlendis. Ef nægjanleg gögn liggja fyrir er mögulegt að nemandinn sé metinn beint, þó aldrei meira en 15 einingar.

Í ensku eru metnar að hámarki 10 einingar á öðru þrepi úr stöðuprófum.

  • Sækja þarf um stöðupróf til skólaráðs.

  • Próftaka fer fram fyrsta námsmatsdag haustannar.

  • Greiða verður fyrir prófið á skrifstofu skólans a.m.k. viku fyrir próftöku, sjá gjaldskrá FG.

  • Ef ekki er greitt fyrir prófið á réttum tíma er nemandi sjálfkrafa tekinn af lista yfir þá sem skráðir eru í stöðupróf.


Endurskoðað og samþykkt í skólaráði 04.01.2023