4. fundur skólaráðs - vorönn 2024

Fundargerð skólaráðs Fjölbrautaskólans í Garðabæ

4. fundargerð á vorönn 2024 miðvikudaginn 24. apríl kl. 11:15

  1. Bréf til skólaráðs

    • Umsóknir um leyfi

     Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir
     fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir
     um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn
     sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á
     námsmatsdögum.
    • Aðrar umsóknir

     • Nemandi óskar eftir að fá að taka lokapróf á öðrum tíma v. æfingaferðar - samþykkt og afgreitt.

    

    

  2.  Af vettvangi NFFG

   Nemendur kynntu að mjög margir eru í framboði til embætta í NFFG. Einn hefur tilkynnt framboð til forseta
   NFFG. Rætt var um að það megi brýna fyrir framboðsefnum að þetta er mikil vinna sem bætist ofan á það sem
   fyrir er.
   Peysurnar margumtöluðu eru víst á leiðinni - búið að vera leiðindamál og biðin orðin ansi löng. Vonandi detta
   þær í hús hvað og hverju.
   Áróðursvikan rædd og nemendur ætla í dag að ræða við frambjóðendur. Leggja á áherslu á prúðmannlega
   framkomu. Reglur sem settar verða eru bestar ef þær eru fáar og einfaldar, verða að vera þannig að hægt verði
   að framfylgja þeim.

 

Fundinn sátu:

 • Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
 • Berglind M. Valdimarsdóttir, forvarnafulltrúi
 • Dagný Broddadóttir, náms og starfsráðgjafi
 • Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
 • Guðrún Fjóla Ólafsdóttir, forseti NFFG
 • Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
 • Kristín Helga Ólafsdóttir, áfangastjóri sem ritaði fundargerð
 • Kristín Logadóttir, kennari
 • Úlfhildur Arna Unnarsdóttir, formaður ÍÞRÓ