Menntabraut (ekki er hægt að sækja um brautina nema síðar í samráði við námsráðgjafa)

Markmið brautarinnar er að veita almenna menntun og undirbúa nemendur fyrir frekara nám á framhaldsskólastigi. Brautin er sérstaklega hugsuð fyrir nemendur sem hafa ekki gert upp við sig hvert þeir vilja stefna í námi eða þurfa betri undirbúning fyrir áframhaldandi nám á framhaldsskólastigi. Brautin býður upp á almennan grunn í bóknámi og fjölbreytt svið til dýpkunar.

Námsmat
Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ritgerðum og ýmsum verkefnum, prófum, jafningjamati og sjálfsmati.

Reglur um námsframvindu
Nemandi þarf að ljúka 108 einingum til að ljúka námi á menntabraut. Námstíminn er að meðaltali 6-10 annir. Lágmarkseinkunn er 5,0 í öllum áföngum.

Hæfniviðmið

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • stunda áframhaldandi nám á framhaldsskólastigi jafnt í bóknámi sem og í list- og verknámi.
 • afla sér upplýsinga og þekkingar á skipulagðan og gagnrýninn hátt jafnt einn sem og í samvinnu við aðra.
 • miðla upplýsingum bæði skriflega og munnlega á skýran og skilmerkilegan hátt.
 • taka þátt í rökræðum þar sem hann getur tjáð skoðanir sínar, rökstutt þær og hlustað á skoðanir annarra.
 • skilja þá umræðu sem fer fram í samfélaginu og geta myndað sér skoðanir á henni.
 • skilja aðstæður fólks og geta sett sig í spor þeirra sem búa við önnur skilyrði en hann sjálfur.
 • meta eigin styrkleika og veikleika.
 • bera ábyrgð á sjálfum sér og eigin námi.
 • skilja og geta tjáð sig á íslensku jafnt sem erlendu tungumáli.
 • meðhöndla og túlka tölulegar upplýsingar.
 • gera sér grein fyrir mikilvægi umhverfisins, skynsamlegrar nýtingu þess og verndunar.
 • sýna frumkvæði og beita sköpun við lausn flókinna verkefna.
 
MENNTABRAUT
 NÁMSGREIN            EIN.
 Íslenska
 Þarf að taka 2 áfanga
 ÍSLE  1ua05 1un05 2mg05   2es05  3sn05 3na05             10
 Stærðfræði
 Þarf að taka 1 áfanga
 STÆR  1ua05 1hs05 2ts05     5
 Enska
 Þarf að taka 1 áfanga
 ENSK   1ua05 1ub05 2ms05   2kk05  3hr05      5
 Tungumál     xx05 xx05   10

 Raungreinar
 Þarf að taka 1 áfanga

 JARÐ
 LÍFF
 UMHV   
 1jí05
 1gá05
 1au05
  5 
 Samfélagsgreinar  SAGA
 FÉLV
 2íl05 2ms05 
 1íf05
  5
 Fjármálalæsi  FJÁR  2fl05    5
 List- og verkgreinar    xx05 xx05   10
 Lífsleikni  LÍFS  1sl03   3
 Lýðheilsa  LÝÐH  1hl02   2
 Íþróttir  ÍÞRÓ  1hr1,5  xx1,5 xx1,5 xx1,5     6
 Einingafjöldi       66

  

FRJÁLST VAL
 NÁMSGREIN  Nemendur velja 1 svið  EIN.
 Alþjóðasvið              Tungumál                                                                                                30
 Félagsvísindasvið  Samfélagsgreinar   30
 Hönnunar og
 markaðssvið
 Hönnunar - og markaðsgreinar   30
 Íþróttasvið  Íþróttagreinar   30
 Listnámssvið  List - og verknámsgreinar   30
 Náttúrufræðisvið  Náttúrufræðigreinar / Stærðfræði   30
 Viðskiptasvið  Viðskiptagreinar   30
 Einingafjöldi       30

 

FRJÁLST VAL
 NÁMSGREIN                                                                                                                  Ein.
 Frjálst val eru 11 einingar að eigin vali.
 Einingafjöldi       11