Velkomin í FG

Gagnlegar upplýsingar

Inna
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ notar kennslukerfið Innu www.inna.is og eru stundatöflur, námsáætlanir og bókalistar aðgengilegir þar sem og allar upplýsingar sem lúta að náminu. Námsáætlanir og bókalista er einnig að finna á heimasíðu skólans. Mikilvægt er að skoða Innuna á hverjum degi.

Heimasíða skólans
Á heimasíðu skólans www.fg.is er er að finna allar helstu upplýsingar um skólann, námið, þjónustu og félagslífið. FG er einnig á Facebook og Instagram og mikilvægt að fylgjast með þar.

FG á Facebook      FG á Instagram
 

Fartölvur í námi
Í skólanum er lögð áhersla á upplýsingatækni og fjölbreytta kennsluhætti og gert er ráð fyrir því að nemendur séu með fartölvur í skólanum. Á bókasafni skólans eru tölvur til útláns í neyðartilvikum.

Umsjónarkennari
Nemendur eru með sama umsjónarkennara fyrstu annirnar. Á fyrstu önn hittir umsjónarkennari nemendur einnig í lífsleiknitímum og leiðbeinir þeim með það sem snýr að skólanum og náminu.

Náms- og starfsráðgjafar
Náms- og starfsráðgjafar eru með skrifstofur á A-gangi, við hlið bókasafnsins fyrstu dyr til hægri. Allir nemendur eru velkomnir til námsráðgjafa. Sjá nánar

Bókasafn
Bókasafnið er gegnt inngangi skólans. Um er að ræða nýstárlegt bókasafn með vinnuaðstöðu, friðarstofu og sköpunarsmiðju. Sjá nánar 

Mötuneyti nemenda
Mötuneyti nemenda er á jarðhæð skólans og þar er hægt að kaupa fjölbreytta fæðu og einnig góð aðstaða til að borða nesti. 
Skólinn býður nemendum upp á frían hafragraut alla virka daga kl. 10:15 fyrir þá nemendur sem koma með sitt eigið ílát. Aðrir geta keypt klippikort í mötuneytinu á afar sanngjörnu verði.

Skrifstofa
Skrifstofa skólans er opin alla virka daga frá kl. 8:00-15:30. Sjá nánar

Leiga á skáp
Nemendur geta leigt skápa og sækja þarf um það á skrifstofu skólans.

Skólagjöld
Skólagjöld eru innheimt með greiðsluseðli sem fer í heimabanka forráðamanna fyrir nemendur yngri en 18 ára. Greiðsla á skólagjöldum er staðfesting á skólavist. Skólagjöld eru 20.000 á önn fyrir nýnema. Efniskostnaður bætist við einstaka áfanga.

Smiðja
Öllum nemendum er boðið upp á smiðjutíma í flestum námsgreinum. Smiðjutímarnir koma fram á stundatöflu nemenda. Í smiðju gefst nemendum kostur á að fá frekari aðstoð við nám sitt í fámennari hópum. Fagkennari er til staðar og leiðbeinir hverjum og einum nemanda með þá þætti sem hann þarf aðstoð með. Hverjum og einum nemanda er frjálst að mæta í smiðju þegar honum hentar en skólinn hvetur alla nemendur til að nýta sér þetta góða aðgengi að kennurum til að ná enn betri árangri í námi.

Nemendafélag FG