5. fundargerð á haustönn 2025, 29. október kl. 11.10
-
Umsóknir um leyfi
Að þessu sinni lágu 6 leyfisbeiðnir fyrir fundinum.
Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda.
Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn.
Leyfi vegna keppnisferða, landsliðsverkefna og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar.
Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir.
Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum.
-
Önnur bréf
- Nemandi á félagsvísindabraut óskar eftir að fá metinn stærðfræðiáfanga STÆR2fj05 í stað STÆR2ts05
- Nemandi á alþjóðabraut viðskiptasviði óskar eftir að fá metinn stærðfræðiáfanga STÆR3tl05 í stað STÆR2ts05, hefur einnig lokið STÆR2fj05.
- Báðar umsóknirnar eru sendar kennslustjóra í stærðfræði til umsagnar.
- Tveir nemendur óska eftir að fá ENSK1gr05 metinn sem frjálst val. Hafnað. Upprifjunaráfangar eru ekki metnir úr öðrum skólum.
-
Af vettvangi NFFG
-
Á döfinni er:
- Salsaball verður 4. des í Gamlabíó. Búið er ganga frá hverjir skemmta. Magnús leggur fram fjárhagsáætlun. Gert ráð fyrir einhverju tapi. Skemmtanaleyfi er í vinnslu.
- Skíðaferð. Heildarfjöldi verða 64 og 3 kennarar.
- Söngkeppnin verður haldin í Sjálandi, 19. janúar.
- Hugmynd um að halda FG-Flens eftir hádegi 11. mars í tengslum við Imbrudaga.
- NFFG ætlar að gera FG plötu þar sem hvern nefnd gerir eitt lag.
- Árshátíðarundirbúningur er að hefjast en árshátíðin verður 12. mars. Rætt um hvar maturinn verður. Nemendur óska eftir að kennarar verði með atriði.
- Viðburðardagatal er í smíðum og jóló-nefndin er að taka til starfa.
- Verðandi frumsýnir barnaleikrit 1. nóvember.
-
Önnur mál
- Ungmennahús er að opna fyrir 16-25 ára í Garðabæ.
- Berglind stingur upp á að nýnemum á alþjóðabraut sé raðað saman í umsjón. Rætt án niðurstöðu.
Fundinn sátu:
- Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
- Berglind M. Valdimarsdóttir, forvarnarfulltrúi
- Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Dagný Broddadóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
- Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, forseti NFFG
- Ingvar Arnason, áfangastjóri
- Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
- Magnús Emil Pétursson, fjármálastjóri NFFG
- Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir, kennari