Fundur foreldraráðs 26. nóvember 2025
Kaffistofa starfsfólks, fimmtudagurinn 26. nóvember 2025
Fundinn sátu:
- Anna María Gunnarsdóttir
- Arnrún Sveina Kevinsdóttir
- Björk Baldvinsdóttir
- Berglind M. Valdimarsdóttir
- Hafsteinn Thorarensen
- Halla Stella Sveinbjörnsdóttir
- Hulda Karen Guðmundsdóttir
- María Jónsdóttir
- Steindór Jónsson
- Berglind M. Valdimarsdóttir fundarritari
Fundarmálefni:
- Farsældarlögin og spurningar til Önnu Maríu
- Halla Stella forseti NFFG
- Sjóðurinn
- Hugmyndir
- Önnur mál
-
Farsældarlögin og spurningar til Önnu Maríu
Anna María aðstoðarskólameistari kynnir sig og segir frá breytingum á lögum um framhaldsskóla og reglugerðum tengdum þeim og eins frá lögum um innleiðingu þjónustu í þágu farsældar barna frá 2021 sem í daglegu tali eru kölluð farsældarlögin. Umræður um hlutverk framhaldsskólanna og gæðamenntu í kjölfarið. Eins voru umræður um skólarsóknarreglur í FG. Ýmislegt fleira rætt eins og kostir og gallar bekkjakerfa. Einnig var rætt um samræmi í kennslu og námsmati þegar fleiri en einn hópur eru í sömu áföngum á sömu önn. Þá er farið yfir hvað er gert í skólanum í tilefni forvarnarviku. Þá er ýmislegt í boðið innan skólans eins og bingó, danspartý, heilsugrautur, spil, forpróf fyrir Gettu betur spurningakeppnina g pöbbkviss
-
Halla Stella forseti NFFG segir frá félagslífi nemenda.
Halla fjallar um félagslíf nemenda og segir frá hvað er efst á baugi í félagslífi nemenda.
Heilmikið verður í gangi á næstu mánuðum, m.a. Salsaballið, FG-tónlistarplatan, Jarmið (söngkeppni FG), skíðaferð til Noregs, Morfís, Gettu betur, FG- Flens (íþróttakeppni), Imbra, árshátið, góðgerðavika FG og að lokum kosning (nýrra stjórnar og nefnda). Á fundinum var einnig rætt um vatnsglös fyrie nemendur en glösin voru tekin úr notkun síðastliðið vor vegna slæmrar umgengni og hafa enn ekki verið tekin aftur i notkun.
-
Sjóðurinn
Sjóður foreldrafélagsins stendur í 616.000 kr. og enn er að bætast í sjóðinn en tæplega 100 foreldrar hafa greitt í foreldrafélagssjóðinn. Eftir áramót verða foreldrar minntir á að enn sé mögulegt að greiða í foreldrafélagið og styrkja þannig starf félagsins. Upp kom pæling um hvort að báðir foreldrar ættuað fá valgreiðsluseðil í heimabankann.
-
Hugmyndir
Á fundinum kom upp sú hugmynd að vera með kærleiksviku í anda verkefnis forseta Íslands um riddarar kærleikans og fá jafnvel Emblu og Kára sem að hafa ferðast um landið og kynnt verkfni, sjá hér.
Forvarnarfulltrúi mun athuga hvort hægt er að halda kærleiksviku í FG með stuðningi foreldrafélagsins. Fyrst væri hægt að boða foreldra á foreldrakvöld eða opið hús, vera með fræðsluerindi og kynningu á vikunni. Boðið yrði uppá léttar veitingar og foreldrar fengju að skoða húsnæði FG. Fljótlega í kjölfarið myndi vera kærleiksvika í FG. Stjórnir, nefndir og nemendur skólans yrðu virkjuð í að taka höndum saman og hjálpast að með því að vera t.d. með kærleikshring, stöðvar, lituð armbönd sem að tákna eitthvað ákveðið sem að er að gerast í þjóðfélaginu, spurningar, myndbönd og fleira sem yrði útfært ítarlegra þegar nær dregur.
-
Önnur mál
Salsaballið verður haldið í Strandgötunni í næstu viku. Húsið opnar klukkan 22:00 og stendur ballið til klukkan 01:00. Staðurinn tekur um 850 manns.
Óskað er eftir að foreldrar standi vaktina fyrir utan ballið
Næsti fundur verður miðvikudaginn 21.1. 2026 kl. 17:30 á kaffistofu starfsfólks í FG.