1. fundur skólaráðs - haustönn 2025

1. fundargerð á haustönn 2025, 27. ágúst kl. 11.30

Kristinn setur fundinn og fer yfir vinnureglur skólaráðs. Halla Stella og Magnús Emil Pétursson verða alla jafna fulltrúar nemenda á fundunum.

  1. Umsóknir um leyfi

    Að þessu sinni lágu 16 leyfisbeiðnir fyrir fundinum og var afgreiðsla þeirra hefðbundin.

    Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum.
  2. Önnur bréf

    Nemandi sækir um undanþágu í dönsku sem er samþykkt þar sem nemandi var með undanþágu frá greininni í grunnskóla.

    Nemandi sækir um undanþágu frá íþróttum – vísað til kennslustjóra í íþróttum og skólameistara.

    Nemandi sækir um að áfanginn ENS2kk05 verði metinn í stað ENS3fa05 – vísað til kennslustjóra í ensku.

    Tveir nemendur sækja um stöðupróf í spænsku. Sent til kennslustjóra í viðkomandi grein.

    Einn nemandi sækir um stöðupróf í frönsku. Sent til kennslustjóra í viðkomandi grein.

  3. Af vettvangi NFFG

  • Nýir fulltrúar NFFG boðnir velkomnir. Í vetur fulltrúar NFFG Halla Stella Sveinbjörndóttir, forseti og Magnús Emil Pétursson, fjármálastjóri. Einnig sat Rakel Eva Kristmannsdóttir varaforseti NFFG
  • Hugur er í NFFG og margs konar viðburðir, uppbrot og starfsemi fyrirhuguð á skólaárinu.
  • Drög að dagatali vetrarins var lögð fram og þar eru fyrirhugaðir þrír dansleikir, skíðaferð, nefndarvikur auk annars. Farið var yfir drög að dagskrá vetrarins og einstakir liðir ræddir. Fundarfólk er sammála um að hún sé metnaðarfull og fulltrúum NFFG var óskað góðs gengis.
  • Þessa viku er nefndarvika þar sem nefndir kynna sig og standa fyrir viðburðum í hádegi.
  • Nýnemaferð verður í næstu viku og nýnemaball verður 17. september í Gamlabíó. Rætt um fyrirkomulag og gæslu.
  • Æfingar fyrir Morfís hefjast 8. september og Gettu betur 10. september.
  1. Önnur mál

    Næsti fundur átti að vera þriðja september en hann flyst til 10. september.

Fundinn sátu:

  • Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
  • Berglind M. Valdimarsdóttir, forvarnarfulltrúi
  • Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Dagný Broddadóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Halla Stella Sveinbjörndóttir, forseti NFFG
  • Hilmar Þór Sigurjónsson, kennari
  • Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
  • Magnús Emil Pétursson, fjármálastjóri NFFG
  • Rakel Eva Kristmannsdóttir, varaforseti NFFG
  • Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir, kennari
  • Tinna Ösp Arnardóttir, félagsmálafulltrúi