5. fundur skólaráðs - miðönn 2023 - 2024

Fundargerð skólaráðs Fjölbrautaskólans í Garðabæ

5. fundargerð á miðönn 23-24 miðvikudaginn 31. janúar kl. 11:15

1. Bréf til skólaráðs

A. Umsóknir um leyfi
Umsóknir um leyfi voru tólf að þessu sinni. Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum.

B. Aðrar umsóknir

Nemandi sækir um undanþágu frá stærðfræði
Umsókninni er vísað til umsagnar stærðfræðideildar.

Nemandi sækir um undanþágu frá þriðja máli
Umsókninni er vísað til tungumáladeildar til umsagnar.

2. Af vettvangi NFFG

  • Undirbúningur fyrir árshátíð sem haldin verður í Gamlabíó 14. mars er kominn á gott skrið sem og undirbúningur fyrir Imbrudaga.
    Nemendur hafa áhuga á að fá styrktaraðila til að styrkja árshátíðina. Skólameistari nefnir að einhverjir kunni að verða óánægðir.
    Þema árshátíðarinnar hefur verið ákveðið. Farið yfir skemmtiatriði.
  • Gettu betur keppnin: Skólinn keppir við MR 15. febrúar í sjónvarpi. Pláss verður fyrir 70 nemendur.
  • Skíðaferð verður 21.-22. mars.
  • Undirbúningur fyrir Imbrudaga.
  • Árbók er í undirbúningi.


Fundinn sátu:
Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
Berglind M. Valdimarsdóttir, forvarnafulltrúi
Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
Guðrún Fjóla Ólafsdóttir, forseti NFFG
Kári Viðarsson, kennari
Kristín Helga Ólafsdóttir, áfangastjóri
Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, kennari
Petra Jóhannsdóttir, skemmtanastjóri NFFG
Tinna Ösp Arnardóttir, félagsmálafulltrúi