Viðskiptabraut

Viðskiptabraut
Markmið brautarinnar er að nemendur öðlist góða almenna þekkingu með sérstaka áherslu á viðskiptagreinar og hagfræði.

Námsmat
Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ritgerðum og ýmsum verkefnum, prófum, jafningjamati og sjálfsmati.

Reglur um námsframvindu
Nemandi þarf að ljúka 202 einingum til að ljúka stúdentsprófi. Námstíminn er að meðaltali 9-12 annir. Lágmarkseinkunn er 5,0 í öllum áföngum.

Hæfniviðmið
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 •  nýta sér nýjustu upplýsingatækni til að leysa fjölbreytt verkefni.
 •  sýna frumkvæði, ábyrgð og umburðarlyndi og beita gagnrýnni hugsun.
 • miðla upplýsingum í ræðu og riti jafnt á íslensku sem og erlendum tungumálum.
 • meta og skilja menningarleg verðmæti.
 • gæta jafnréttis á öllum sviðum og temja sér ríka siðferðisvitund.
 • meta upplýsingar um samfélagið, umhverfið og náttúruna.
 • taka þátt í umræðum og rökstyðja mál sitt á málefnalegan hátt.
 • virða skoðanir annarra og geta leyst verkefni í samvinnu við aðra.
 • takast á við frekara nám í viðskiptafræði, hagfræði og öðrum tengdum greinum.
 • sýna verklega færni í viðskiptatengdum greinum sem nýtist í námi og starfi.
 • setja sig inn í umræðu líðandi stundar varðandi verslun og viðskipti og mynda sér skoðanir.
 • gera sér grein fyrir hvað felst í samfélagslegri ábyrgð og siðferði í viðskiptum.
 • takast á við nám á háskólastigi, hérlendis sem og erlendis.
 
KJARNI BRAUTAR
 NÁMSGREIN            EIN. 
 Íslenska undirbúnings áf.  ÍSLE  1un05  
 Íslenska  ÍSLE  2mg05 2es05  3sn05 3na05                                              20
 Enska undirbúnings áf.  ENSK  1ub05  
 Enska  ENSK   2ms05  3hr05   3fa05 (gildir frá h23)   15
 Danska undirbúnings áf.  DANS  1fr05  
 Danska  DANS   2lo05 2so03   8
 Stærðfræði undirbúnings áf.  STÆR 1aj05  
 Stærðfræði  STÆR  2fj05 3tl05  3fa05  3dh05    20
 Raungreinar  JARÐ
 LÍFF
 UMHV   
 2jí05
 1gá05
 1am05
  10 
 Saga  SAGA  2íl05 2ms05    10
 Félagsvísindi  FÉLV  1if05   5
 Fjármálalæsi  FjÁR  2fl05    5
 Þriðja mál
 Val um 1
 SPÆN    
 FRAN
 ÞÝSK
 1gr05  1fr05 1ff05
 1gr05  1fr05 1ff05
 1gr05  1fr05 1ff05
  15
 Fjármálafræði  FJÁF   3ff05   5
 Bókfærsla  BÓKF  1ib05  2fb05 3bá05    15
 Hagfræði  HAGF  2ar05  2aþ05   10
 Lögfræði  LÖGF  3vl05   5
 Frumkvöðlafræði  FRUM  3fr02 3fr03   5
 Markaðsfræði  MARK  2am05   5
 Stjórnun  STJR  2st05   5
 Lokaverkefni  VIÐS  3lv05   5
 Lífsleikni  LÍFS  1sl03  1ns01   4
 Lýðheilsa  LÝÐH  1hl02   2
 Íþróttir  ÍÞRÓ  1hr1,5  xx1,5 xx1,5 xx1,5 xx1,5 xx1,5   9
 Einingafjöldi       178 

 

 KJÖRSVIÐ
 NÁMSGREIN                                                                                                                          EIN.
 Kjörsvið er 15 eininga val með það að markmiði að nemandinn dýpki þekkingu sína. Af þessum 15 einingum þurfa að   minnsta kosti 5 einingar að vera á þriðja þrepi.

 Nemandinn getur farið eftirfarandi leiðir:
 1.  Hægt er að taka 15 einingar í sömu námsgrein.
     Dæmi: FJÖL2AJ05-FJÖL3BL05-FJÖL3KL05
 2. Hægt er að taka 5, 10 eða 15 einingar sem framhald af áfanga/áföngum sem nemandinn hefur tekið í             kjarna brautar.
     Dæmi: ENSK3HR05 (kjarni brautar)-ENSK3US05 (kjörsvið)-ENSK3YL05 (kjörsvið)
     Dæmi: DANS3SO05-ÍSLE3BB05-SAGA3SS05
 3. Áfangar í viðskiptagreinum, listgreinum og íþrótta- og heilsugreinum (ekki almennir íþróttaáfangar)             þurfa ekki að vera í sömu námsgrein aðeins innan sama sviðs
     Dæmi: MARK2AM05-STJR2ST05-FRUM3FR02 og FRUM3FR03
     Dæmi: TEIK1GR05-LITA1LT05-LIST2FB05
     Dæmi: ÍÞRF2ÞJ05-SERH3xx05-VIBS3VI05
     Dæmi: HBFR2HE05-LÍFF2LE05/ÍÞRF3íl05-LÍFF3le05/ÍÞRF3LS05
     Dæmi: ÍÞRF2ÞJ05- SERH3xx05- SERH3xx05
     Dæmi: FATA1SS05-FATAUA05-FATA3KJ05
     Dæmi:TEIK1GR05-TEXT2VA05-TEXT3TV05
 4. Undantekning frá reglunni um áfanga á þriðja þrepi er ef teknir eru áfangar í þriðja/fjórða tungumáli,          í list-og  verkgreinum, íþrótta- og heilsugreinum.
 5. FÉLV2af05 getur staðið sem annar eða þriðji áfangi í kjörsviði með félagsgreinum (FÉLA-, FJÖL-,                  SÁLF- og UPPE- áföngum.
 6. Ekki má nota undirbúningsáfanga á kjörsvið.
 7. Alla áfanga á þriðja þrepi má setja í kjörsvið ef nemandi hefur lokið undanförum. 

 Einingafjöldi       15

 

FRJÁLST VAL
 NÁMSGREIN                                                                                                   EIN.
 Frjálst val eru 9 einingar að eigin vali.
 Einingafjöldi       9


Leiðbeiningar um val áfanga