Heimildavinna

Heimildavinna í FG

Í FG leggjum við mikla áherslu á vandaða heimildavinnu. Nemendur og kennarar skólans nota APA kerfið útgáfu 6. Ekki vegna þess að þetta sé endilega besta heimildakerfið heldur einfaldlega svo við séum að nota sama kerfið. Rök okkar eru þau að þannig sé auðveldara að læra vandaða heimildavinnu. Þegar nemendur hafa lært eitt heimildavinnukerfi þá er auðvelt að læra á eitthvað annað. Til að fá nánari umfjöllun um hvernig nota skal APA kerfið mælum við með: 
APA leiðbeiningar HR
http://skrif.hi.is/ritver/um-leidbeiningavefinn/apa-stadall-og-islensk-adlogun/

Einnig bendum við á Handbók um ritun og frágang. Höfundar: Ingibjörg Axelsdóttir og Þórunn Blöndal.

Bein tilvitnun
Er þegar texti er tekinn orðrétt upp. Textinn skal settur í gæsalappir ef hann er þrjár setningar eða færri annars skal textinn vera innfallinn. Heimild skal koma fram í sviga fyrir aftan, sjá hér að neðan.

Óbeinar tilvitnanir
Er þegar texti er tekinn upp úr heimild en er umorðaður. Heimild skal koma fram í sviga fyrir aftan, sjá hér að neðan.

Ritstuld
Ef verið er að nota heimild án þess að geta hennar er um ritstuld að ræða.

 Dæmi um heimildavinnu hér.