Viðbrögð við samskiptavanda

Viðbrögð við alvarlegum samskiptavanda í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.

Stuðningsráð:
Skólameistari, aðstoðarskólameistari, öryggistrúnaðarmaður, trúnaðarmenn starfsmanna og náms- og starfsráðgjafar.

Viðbragðsáætlun:

 1. Samskiptavandi er kynntur og ræddur í stuðningsráði
 2. Samskiptavandinn er skilgreindur.
 3. Óformlegt inngrip er reynt.
 4. Formlegt inngrip er skipulagt.
 5. Viðtöl tekin við alla aðila, einn í einu.
 6. Allar upplýsingar, m.a. úr viðtölum, eru greindar með eins hlutlægum hætti og unnt er.
 7. Ályktun dregin í stuðningsráði á grundvelli allra upplýsinga.
 8. Ályktun kynnt öllum málsaðilum.
 9. Fylgst með líðan og félagslegri stöðu allra málsaðila.
 10. Málsaðilar fá stuðning.
 11. Árangur metinn að liðnum hæfilega löngum tíma.

 

Samþykkt í skólaráði 6. febrúar 2008.
Endurskoðað og samþykkt í skólaráði 15.01.2013.