1. fundur skólaráðs - vorönn 2024

Fundargerð skólaráðs Fjölbrautaskólans í Garðabæ

1. fundargerð á vorönn 2024 miðvikudaginn 28. febrúar kl. 11:15

 1. Bréf til skólaráðs
  • Umsóknir um leyfi
   Umsóknir um leyfi voru óvenjumargar að þessu sinni. Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum.
  • Aðrar umsóknir
   • Nemandi sækir um undanþágu frá þriðja máli. Undanþágu er hafnað. Viðkomandi á rétt á rökstuðningi sé þess óskað hjá skólameistara.
   • Nemandi sækir um undanþágu í stærðfræði - samþykki skólameistara liggur fyrir.
   • Nemandi sækir um undanþágu í dönsku. Nemandi var með undanþágu frá dönskunámi í grunnskóla. Samþykkt.
   • Nemandi sækir um undanþágu í stærðfræði og leggur fram ýtarlega greiningu máli sínu til stuðnings. Erindi er vísað til stærðfræðideildar til umsagnar.
   • Nemandi óskar eftir að taka frumkvöðlafræði í stað HÖNN2ha05. Umsögn áfangastjóra sem og viðkomandi kennslustjóra liggur fyrir. Vísað til skólameistara til lokaákvörðunar.
   • Nemandi sækir um að vinna einn í „hópverkefni“ vegna félagskvíða. Skólaráð er er andsnúið umsókninni en erindinu er vísað til endanlegrar afgreiðslu hjá skólameistara.
 1. Af vettvangi NFFG og foreldraráðs
 • Opinn fundur var í morgun. Fulltrúum nemenda var hrósað fyrir góða kynningu á vordagskrá. Þá vakti sýnishorn leikfélagsins Verðandi úr söngleik góða athygli.
 • Undirbúningur fyrir árshátíð sem haldin verður í Gamlabíó 14. mars er kominn á gott skrið sem og undirbúningur fyrir Imbrudaga og skíðaferð. Nemendur kynna einnig fyrirhugaða nefndaviku og kosningaviku í maí.
 • Rætt um gjöld nemenda til nemendafélagsins og möguleika á að hækka þau í vor.
 • Foreldrafélagið býður nemendum upp á fyrirlestur frá KVAN 4. apríl. Þar verður rætt um samskipti foreldra og ungs fólks.
 • Foreldrafélagið verður með fræðslukvöld fyrir foreldra fimmtudaginn 7. mars kl. 17.30. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir verður gestur fundarins.

Fundinn sátu:

 • Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
 • Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
 • Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
 • Dagný Broddadóttir, náms og starfsráðgjafi
 • Berglind M. Valdimarsdóttir, forvarnafulltrúi
 • Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
 • Guðrún Fjóla Ólafsdóttir, forseti NFFG
 • Kári Viðarsson, kennari
 • Kristín Helga Ólafsdóttir, áfangastjóri
 • Kristín Logadóttir, kennari
 • Laufey Rán Svavarsdóttir, gjaldkeri NFFG