Aðalfundur foreldraráðs FG 11. september 2025

Kaffistofa starfsfólks, fimmtudagurinn 11. september 2025

Fundinn sátu

Arnrún Sveina Kevinsdóttir, Berglind Valdimarsdóttir, Björk Baldvinsdóttir, Elfa Þöll Grétarsdóttir, Hrefna Björk Ævarsdóttir, Hulda Karen, María Jónsdóttir, Sif Hauksdóttir,
Sigurbjörg Stefánsdóttir, Steindór Jónsson, Tinna Ösp Arnardóttir

Fundarritari

Berglind M. Valdimarsdóttir

Fundarmálefni:

  1. Kynnast.
  2. Tinna félagsmálafulltrúi segir frá félagslífi nemenda.
  3. Kosningar (formaður, varaformaður, ritari).
  4. Á döfinni.
  5. Önnur mál.

 

  1. Kynnast:
  • Allir kynna sig.
  1. Tinna félagsmálafulltrúi segir frá sínu starfi og félagslífi nemenda:
  • Félagsmálafulltrúi nemendanna frá 2011.
  • Vinnur á skólaböllunum ásamt einum þremur öðrum starfsmönnum frá skólanum,
    FG skólaböllin hafa að jafnaði farið vel fram.
  • Tengiliður FG við nemendafélagið, fundar með þeim vikulega. Er nemendum til halds og traust. Það eru margar nefndir í gangi, félagsmálafulltrúi hvetur nemendur til að nýta skólann fyrir ólíka viðburði, hvetur þau þó einnig til að taka flestar ákvarðanir sjálf varðandi félagslífið sitt.
  • Nemendur hafa t.d. verið með vökukvöld, Bingó, ýmiss skemmtikvöld, söngkeppni, íþróttaviku, Gettu Betur, Morfís, Open Mic, FG-Flensborg daginn o.fl.
  • Nemendafélagið fær vissa upphæð á önn til að fjármagna félagslífið.
  • Tinna upplýsir um að það hafi verið mikil aðsókn í að vera nýnemafulltrúi í hinum ólíku nefndum í ár.

  1. Kosningar í stjórn foreldraráðs:
  • Steindór Jónsson býður sig fram sem formann.
  • Arnrún Sveina Kevinsdóttir býður sig fram sem varaformann
  • Sif Hauksdóttir býður sig fram sem ritara.
  • Sigrún Jósepsdóttir fjármálastjóri FG er gjaldkeri fyrir foreldrafélagið.
  • Það á eftir að kjósa fulltrúa í skólanefndina.
  • Netfang foreldraráðs verður birt á heimasíðu skólans innan skamms.
  1. Á döfinni:
  • Busaball 17. september. Óskandi að 2 - 3 foreldrar standi vakt þegar ballið er að byrja, frá ca 22-23.
  • Salsaballið verður haldið 4. desember.
  • Valgreiðsla til styrktar foreldrafélaginu verður sendur til foreldra nemenda í skólanum. Berglind skrifar upplýsingapóst um greiðsluna og sér til þess að hann verði sendur til allra foreldra.
  • Umræða um fræðslu fyrir nemendur. Hugsanlegt að foreldrafélagið komi að fjárhagsstuðningi fyrir þá fræðslu. Verður rædd frekar á næsta fundi.
  1. Önnur mál:
  • Foreldrasjóðurinn stendur í 424.000 kr.
  • Tekin er ákvörðun um að hafa valgreiðsluna áfram í 3500 kr. hækka valgreiðslu til styrktar nemendafélaginu úr 3000 kr. upp í
  • Allir meðlimir foreldraráðsins gefa upp netfangið sitt á Facebook síðu foreldraráðsins. Linda leggur út beiðni um það á Facebook síðuna.
  • Berglind leggur fundargerð á Facebook síðu foreldraráðsins og foreldrafélagsins
    Berglind biður tæknimann skólans að leggja fundargerðina út á heimasíður skólans.
  • Það mætti bæta við fleiri sætum í skólanum og eyrnamerkja nýnemum eitthvað að borðunum niður í matsal.
  • Hugmynd um að fá trébekki fyrir utan mötuneytið.
  • Virkja facebooksíðu foreldrafélags og foreldraráðsins.

Næsti fundur verður miðvikudaginn 19.11 2025 kl. 17:30 á kennarastofunni í FG.