Fundur foreldraráðs 29. apríl 2025

Fundinn sátu:

Berglind, Linda, Lilja Ýr, Hrefna, Áslaug

Fundaritari:

Lilja Ýr Halldórsdóttir

Fundarmálefni:

  1. Dagskrá síðasta fundar
  2. Staðan á sjóðnum
  3. Aðalfundur haust 2025
  4. Kynning á foreldraráði á foreldrafundi nýnema og nýir meðlimir í stjórn foreldraráðs
  5. Önnur mál

 

  1. Dagskrá síðasta fundar:
    Farið var yfir mál sem voru á dagskrá á síðasta fundi.
  1. Staðan á sjóði foreldrafélagsins
    • Staðan í sjóðnum 8.mars var samtals 737.575 kr.
    • Staðan í sjóðnum í dag er 485.125 þúsund. Eftirfarandi var greitt úr sjóðnum:
      • Fræðsla frá Peppandi: 150.000kr
      • Foreldrafræðsla frá Söru hjá SÁÁ: 30.000kr
      • Gjafabréf fyrir fyrirmyndarpottinn í tengslum við árshátíð nemenda: 51.450kr
      • Imbra veitingarsala: 21.000kr
    • Áætlað er að styrkja Geitina og listaverk í tilefni 40 ára afmælis skólans um samtals 225.000 kr. Þá verða 125 kr eftir sjóðnum við loka skólaársins 2024/2025.

  2. Aðalfundur haust 2025
    • Berglind ætlar að grennslast fyrir hjá skólastjórnendum hvort komin sé áætlun um tímasetningu fyrir foreldrafund og tímasetning fyrsta fundar foreldrafélagsins verður ákveðin eftir það.
    • Fyrsti fundur næsta skólaárs verður jafnframt Aðalfundur foreldrafélagsins.
    • Auglýsa þarf fundinn vel og láta koma fram að allir foreldrar nemenda við Fjölbrautaskólans í Garðabæ eru velkomnir á fundinn. Gjarnan mætti bjóða upp á smávægilegar veitingar.
    • Efni fundarins: Kjósa þarf nýja stjórn, fara yfir stefnu foreldrafélagsins og fyrir hvað foreldrafélagið stendur og af hverju er foreldraráð. Einnig skal farið yfir hver er staða foreldrasjóðsins og í hvað var eytt skólaárið 2024 – 2025
    • Formaður boðar á aðalfund, skólastjórnendur verða beðnir um að auglýsa fundinn. Hægt væri að fá t.d. félagsmálafulltrúa FG til að koma á fundinn og segja frá sínu hlutverki og félagslífi nemenda.
    • Nánari umræða um skipulagningu aðalfundar mun fara fram á lokaðri Facebook síðu foreldraráðsins.
  1. Kynning á foreldraráði á foreldrafundi nýnema og nýir meðlimir í stjórn foreldraráðs
  • Áslaug og Hrefna taka að sér að flytja erindi á nýnemakynningunni næstkomandi haust.
  • Í kynningunni þarf að koma fram að sé áætlað að það séu fjórir fundir á ári og hver helstu verkefni foreldraráðs eru.
  • Muna þarf að upplýsa um Facebook síðu foreldrafélagsins (opin síða) og foreldraráðsins (lokuð síða).
  • Það er til skjal með punktum fyrir kynningu á foreldraráðinu sem hafa má til hliðsjónar og liggur afrit af því á Facebook síðu foreldraráðsins.
  • Nýir meðlimir í stjórn foreldraráðs verða kosnir í haust á foreldrafundi nýnema.
  • Það kom fram á fyrri fundum foreldraráðsins að fleiri núverandi meðlimir sjái fyrir sér að halda áfram í foreldraráðinu.
  1. Önnur mál
  • Stungið upp á að foreldraráðið útbúi Facebook viðburði fyrir foreldráðsfundi komandi skólaárs þar sem meðlimir skrái hvort mæti eða ekki á fundina.
  • Á döfinni hjá nemendum:
    • Nemendafélagskosningar í næstu viku, fullt af nefndum í boði.
    • Dimmisjón 16. maí
    • Útskrift 31. maí


Næsti fundur

Aðalfundur verður í byrjun skólaárs 2025 á kaffistofu starfsfólks FG, 3. hæðinni. Nánari tímasetning verður auglýst síðar.