3. fundur skólaráðs - miðönn 2025-2026
3. fundargerð á miðönn 7. janúar kl. 11.10
-
Umsóknir um leyfi
- Að þessu sinni lágu 21 leyfisbeiðni fyrir fundinum.
Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda.
Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn.
Leyfi felur í sér undanþágu frá tímasókn en ekki námi.
Leyfi vegna keppnisferða, landsliðsverkefna og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar.
Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn.
Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir.
-
Önnur bréf
- Fimm nemendur segja sig frá námi í FG.
-
Af vettvangi NFFG
Halla Stella og Magnús Emil láta vel af störfum í þágu nemenda. Magnús leggur fram uppgjör vegna salsaballsins.
Á döfinni er:
- Salsaball í desember tókst mjög vel. Fjárhagslega var útkoman ásættanleg og ballið gekk vel og nemendur og gestir þeirra skemmtu sér konunglega.
- Gettu betur keppnin var í gær og því miður komst FG ekki áfram að þessu sinni en árangur var engu að síður ásættanlegur. Liðinu eru færðar bestu þakkir fyrir drengilega keppni.
- Morfískeppnin verður væntanlega í byrjun febrúar. FG keppir við Menntaskóla Borgarfjarðar.
- Söngkeppni FG verður haldinn 19. janúar í Sjálandi.
- Allt klárt fyrir skíðaferð til Noregsferð og mikil tilhlökkun í loftinu. Búast má við því að ferðin setji mark sitt á skólalífið því rúmlega 60 nemendur fara til Håfjell.
- Árshátíð verður með svipuðu sniði og í fyrra. Matur í Hörpu og ball í Gamlabíó.
- Undirbúningur fyrir FG-Flens að hefjast en dagsetning er ekki klár enn.
- Rætt um Imbruskipulag og góðgerðaviku.
- Rætt um glösin og niðurstöðu glasanefndarinnar. Ákveðið að setja aftur glös í mötuneytið til prufu og NFFG ætla að ganga í lið með ykkur.
-
Önnur mál
Fundinn sátu:
- Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
- Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Berglind M. Valdimarsdóttir, forvarnarfulltrúi
- Dagný Broddadóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Guðmundur S. Gíslason, verkefnastjóri
- Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, forseti NFFG
- Hilmar Þór Sigurjónsson, kennari
- Ingvar Arnason, áfangastjóri
- Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
- Magnús Emil Pétursson, fjármálastjóri NFFG
- Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir, kennari
- Tinna Ösp Arnardóttir, félagsmálafulltrúi