2. fundur skólaráðs - haustönn 2025
2. fundargerð á haustönn 2025, 17. september kl. 11.30
-
Umsóknir um leyfi
Að þessu sinni lágu 24 leyfisbeiðnir fyrir fundinum. Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum.
-
Önnur bréf
Fjórir nemendur sóttu um undanþágu frá námi í dönsku. Samþykkt þar sem allir höfðu undanþágu frá greininni í grunnskóla.
Tíu nemendur sækja um stöðupróf. Umsóknun hefur verið vísað til kennslustjóra sem samþykktu sjö þeirra. Þremur var hafnað en það voru nemendur sem höfðu lært sænsku en vildu taka stöðupróf í dönsku.
Einn nemandi segir sig frá námi.
Nemendur sem sóttu um mat á íþróttum voru 51. Afgreitt af kennslustjóra íþróttadeildar samkvæmt venju.
-
Af vettvangi NFFG
Magnús leggur fram fjárhagsáætlun vegna dansleiks. Allt lítur vel út og stemming er í skólanum. Fjórir kennarar verða á dansleiknum í kvöld. Halla Stella er ánægð með skólabyrjun og segir félagslífið fara vel af stað. Nýnemar eru áhugasamir og duglegir að taka þátt. Hún segir þröngt í skólanum og spyr hvort hægt sé að fjölga sætum á neðstu hæð. Kristinn ætlar að athuga málið
Á döfinni er:
- Íþróttavika i næstu viku og íþróttanefndin sér með hafragrautinn í næstu viku.
- FG-Flensborgardagurinn er á dagskrá en ekki er komin endaleg dagssetning.
- Salsaball 4. desembrer
- Skíðaferð í undirbúningi
- Skráning i Morfís og Gettu betur gengur vel og allt komið af stað þar.
-
Önnur mál
- Búið að halda fund með foreldrafélagi og þeir eru ánægðir með skólastarf og félagslíf.
- Rætt um ritskoðun á efni frá nemendum og að mynda hóp sem fer yfir efni frá nefndum
- Pietasamtökin koma í heimsókn 6. október kl. 11.15 og hitta nemendur fædda 2008 á fundi og ræða forvarnir gegn sjálfsvígum. Rætt um gagnsemi þess.
- Rætt um að virkja bókasafnið vegna einstakra viðburða
- Næsti fundur í skólaráði verður 1. október
Fundinn sátu:
- Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
- Berglind M. Valdimarsdóttir, forvarnarfulltrúi
- Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Dagný Broddadóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
- Halla Stella Sveinbjörndóttir, forseti NFFG
- Ingvar Arnarsson, áfangastjóri
- Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
- Magnús Emil Pétursson, fjármálastjóri NFFG
- Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir, kennari
- Tinna Ösp Arnardóttir, félagsmálafulltrúi