- Námið
- Þjónusta
- Skólinn
- Fjarnám
- Spurt & Svarað
Aðgerðabundin jafnréttisáætlun FG fyrir skólaárið 2022-2025
Fyrirtæki og stofnanir með fleiri en 25 starfsmenn skulu setja sér aðgerðabundnar jafnréttisáætlanir þar sem fram kemur hvernig starfsmönnum eru tryggð þau réttindi sem kveðið er á um í 19.–22. gr. jafnréttislaga.
19. grein - Launajafnrétti
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Eftirfylgni |
Mæling |
Launaákvarðanir byggjast á kjarasamningum og lögum óháð kynferði.
|
Farið yfir launasetningu árlega í samræmi við stofnanasamning og breytingar gerðar ef þörf er á. |
Skólameistari og aðstoðarskólameistari
|
Ágúst |
Árlegt
|
Árleg launagreining |
Jafnlaunavottun viðhaldið |
Árleg úttekt á jafnlaunavottun |
Áfangastjóri og skrifstofustjóri |
Mars og maí |
Eftirfylgni utanaðkomandi aðila |
Staðfesting úttektar |
20. grein - Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Eftirfylgni |
Mæling |
Jafnræðis skal gætt varðandi sömu möguleika til starfsframa. Jafnræðis skal gætt í stjórnunarstörfum. Laus störf standi öllum til boða. Skólinn leggur metnað sinn í að standa vel að gerð starfsauglýsinga og að gæta þar jafnréttissjónarmiða. Hlutfall kynja skal vera sem allra jafnast á öllum sviðum. |
Tekið fram í auglýsingum eftir starfskrafti að farið sé að jafnréttislögum bæði í auglýsingum innan og utan skólans.
|
Skólameistari og aðstoðarskólameistari
|
Í hvert sinn sem starf eru auglýst |
|
Skoða auglýsingar og úrvinnslu þeirra |
Starfsfólk hafi sömu möguleika til starfsþjálfunar og sí- og endurmenntunar til að auka hæfni sína í starfi og möguleika til bættra starfskjara.
|
Öllum starfsmönnum stendur til boða að fara á námskeið og sinna sinni endurmenntun. (sjá endurmenntunar-áætlun) Sveigjanleiki í stundatöflugerð mögulegur í tengslum við endur- / viðbótar-menntun |
Skólameistari, aðstoðarskólameistari, verkefnastjóri |
Viðvarandi |
Yfirlit yfir endurmenntun geymd hjá aðstoðarskóla- meistara. |
Auglýsingar og úrvinnsla |
21. grein - Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Eftirfylgni |
Mæling |
Skipulag vinnunnar gefi möguleika á sveigjanlegum vinnutíma og eða hlutastörfum eftir því sem hægt er, einkum hjá foreldrum/ forráðamönnum ungra barna. Allir eru hvattir til að taka fæðingarorlof í samræmi við gildandi heimildir. |
Þriggja anna kerfi býður upp á meiri möguleika hvað sveigjanleika vinnutíma varðar. Komið til móts við óskir starfmanna um framkvæmd fæðingarorlofs. |
Skólameistari |
Viðvarandi
|
|
Skráning fundargerða þar sem þetta er kynnt. |
22. grein - Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Eftirfylgni |
Mæling |
Kynferðisleg áreitni og annað andlegt eða líkamlegt ofbeldi er ekki liðið í FG |
Skólinn er með stefnu og viðbraðgsáætlun gegn einelti og hvers kyns ofbeldi (sjá https://www.fg.is/is/foreldrar/syn-og-stefnur/aaetlanir/eineltismal ) og fylgir henni í hvívetna ef slík mál koma upp. Áætlunin er aðgengileg á heimasíðu skólans til upplýsingar fyrir starfsmenn og nemendur. |
Skóla-meistari og aðstoðarskóla-meistari |
Uppfærð í september 2022 |
|
|
Að koma í veg fyrir að nemendur og starfsfólk skólans verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og / eða kynferðislegri áreitni. |
Allt starfsfólk og nemendur skólans fái fræðslu um kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni. |
Náms- og starfsráð-gjafar, forvarnar-fulltrúi og skóla-meistari |
Námskeið fyrir kennara haldið 14. sept. 2022 og í framhaldinu einnig fyrir nemendur í forystu nemendafélgasins. |
Allt skólaárið. |
|
Að starfsfólk og nemendur skólans viti hvert skal leita ef það verður fyrir eða verður vitni að kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og / eða kynferðislegri áreitni. |
Í stefnu og viðbragðsáætlun Fjölbrautaskólans í Garðabæ gegn einelti og hverskyns ofbeldi kemur skýrt fram hvert skal leita ef slík mál koma upp.
Staða nemenda könnuð í könnun Rannsóknar og greiningar. |
Náms- og starfsráð-gjafar, forvarnar-fulltrúi og skóla-meistari |
Uppfærð í september 2022 |
Allt skólaárið. |
Starfsmannaviðtöl, kannanir. |
Aðgerðabundin jafnréttisáætlun FG fyrir skólaárið 2022-2025 í PDF
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - fimmtudaga
kl. 08:00 - 15:30, föstudaga frá kl. 08:00 - 15:00
Skólabraut 6 | 210 Garðabæ
Ritstjóri: Tinna Ösp Arnardóttir
Vefstjóri: Guðmundur Á. Eiríksson