Fundur foreldraráðs 20.9.2023

Foreldraráðsfundur

Fundargerð

Kaffistofa starfsfólks, fimmtudagurinn 28. september 2023

Á fundinum sátu: Brynhildur Guðmundsdóttir, Elísabet Rós Birgisdóttir, Erla Hrönn Geirsdóttir, Lilja Ýr Halldórsdóttir, Jóna Ellen Valdimarsdóttir, Silja Marteinsdóttir, Linda Wessman, Sverrir Óskarsson,

Fundaritari: Berglind M. Valdimarsdóttir

Dagskrá

1. Foreldraráðið
2. Heilsueflandi framhaldsskóli
3. Hvað er á döfinni
4. Kosning formanns, varaformanns og ritara.
4. Önnur mál

1. Foreldraráðið
Foreldrar og forvarnarfulltrúi kynntu sig fyrir hvort öðru.

2. Heilsueflandi framhaldsskóli
Skimað var yfir gátlista sem heilsueflandi framhaldsskóli gefur út. Farið var yfir
nokkur atriði sem skoða þyrfti betur m.a. mötuneyti nemenda og fleira.
Foreldrar lýstu ánægju sinni yfir hafragrautnum sem í boði er.

3. Hvað er á döfinni?

 • Endurvekja þarf fésbókarsíðu skólans og boð um að láta skólameistara síðuna fyrir foreldrum.
 • Forvarnarfulltrúi ætlar að fara yfir gátlista Heilsueflandi framhaldsskóla með skólastjórnendum.
 • Fræðsla fyrir foreldra og nemendur: Hugmyndin er að fá fræðsluerindi frá KVAN fyrir nemendur um samskipti milli þeirra og foreldra. Það væri beint framhald af foreldrafræðslunni frá síðasta skólaári, þar sem foreldrar fengu fræðsluna í það skiptið.
  Einnig kom upp sú hugmynd að fá annan fyrirlesarar til þess að halda kynningu fyrir foreldra eftir áramót

4. Kosning formanns, varaformanns, ritara og tengiliður fulltrúa skólanefndar.

Ný stjórn var skipuð:
Formaður: Linda Wessman
Varaformaður: Erla Hrönn Geirsdóttir
Ritari: Lilja Ýr
Tengiliður fulltrúa skólanefndar: Elísabet Rós

5. Önnur mál

 • Böll/Ballvörslur
  Rætt var um hvenær næsta ball yrði, foreldragæsla á böllum, áfengismælar og fleira.
  Hugmynd kom upp á að foreldrar bjóði nemendum upp á kakó fyrir utan ballið.
  Senda þyrfti erindi á mennta- og barnamálaráðuneytið og vinna í því að samræma reglur milli skóla varðandi ölvun á balli.

 • Mötuneyti nemenda
  Foreldraráð vill endurskoða gæðin miðað við verð á hádegismati í mötuneyti nemenda og skoða hollari kosti á öðrum vörum sem boðið er uppá.

 • Foreldrafélagssjóður
  Foreldrar nemenda fá valgreiðslu í heimabankann sinn í október að upphæð 3000 kr. Upphæðin verður nýtt í fræðslu fyrir foreldra og nemendur ásamt fleiri atriðum sem nýtast foreldrafélagssjóðnum t.d. fyrirmyndapottinn á böllum.

Foreldraráð Fjölbrautaskólans lýsir yfir áhyggjum sínum af framkoma og kennsluhætti eins kennara gegn nemendum skólans.
Þau vilja einnig leggja áherslur á að hlustað sé á nemendur og þær ályktanir sem hafa komið frá þeim.

Næsti skólaráðsfundur er fimmtudaginn 16. nóvember 2023