Opin fundur í Urðarbrunni FG – 8. október 2025

Kristinn Þorsteinsson skólameistari setti fundinn og bauð gesti velkomna.

Í upphafi fundar varið farið yfir spurningar sem höfðu verið sendar inn fyrir fund.

Spurt var um tíma til að fara í sturtu eftir íþróttatíma. Flestir íþróttatímar liggja að smiðju eða frímínútum og þá ættu nemendur að hafa nægan tíma til að fara í sturtu. Þegar að tími liggur ekki að smiðju eða frímínútum er mælst til þess að kennarar gefi svigrúm þannig að nemendur geti farið í sturtu áður en næsti tími hefst.

Spurt var um endurtektarpróf og hvort mögulegt væri að hafa þau í lok hverrar annar.

Útfærsla á endurtektarprófum er misjöfn eftir skólum og ætlar FG að skoða hvernig þessum málum er farið í öðrum skólum og athuga hvort slíkt sé algengt.

Nokkarar spurningar voru varðandi glös fyrir nemendur í mötuneyti.

Verið er að skoða með hvaða hætti er best að að útfæra þetta, mögulegt að selja brúsa og fjölnota glös sem nemendur geta átt og haft með sér. Unnið verður að lausn í samráði við NFFG.

Eftir að búið var að fara yfir spurningar sem komu fyrir fund tók nemendafélagið (NFFG) við og kynnti Halla Stella, forseti NFFG, starfsemi og fyrirhugaða viðburði. Þar má helst nefna FG-Flens daginn, Salsaball, Jarmið(söngvakeppni FG), Skiðaferð til Hafjell í Noregi, peysusölu o. fl.

Einnig voru nemendur hvattir til að hafa samband í gegnum samfélagsmiðla eða koma við á skrifstofu nemendafélagsins ef það er eitthvað sem þeir vilja koma á framfæri. Þá var einnig óskað eftir áhugasömum nemendum til að stofna nefndir.

Brynhildur Freyja úr markaðsráði kynnti nemendaskírteini sem eru aðgengileg á Aur appinu og kosta skírteinin 1000kr.

Emilía Helga skemmtanastjóri NFFG ræddi um Jarmið, söngvakeppni FG sem verður haldin þann 19. janúar. Hún hvatti nemendur til að taka þátt. Einnig ræddi hún að framundan væri skemmtivika og góðgerðarvika.

Fulltrúi íþróttanefndar fór yfir fyrirkomulag FG – Flens dagsins, sem að þessu sinni verður haldinn í íþróttahúsinu í Strandgötu. Dagsetning viðburðar kemur í ljós á næstu dögum

Stefán nýnemafulltrúi kynnti sig og fór yfir fyrirkomulag skíðaferðar, kostnað, skráningu og hvað væri innifalið í verði.

Fulltúar Verðanda, Lilja og Guðmundur tóku til máls og upplýstu að leikritið Sagan af Mánahofi verður frumsýnt þann 1. nóvember og að 8. nóvember verður góðgerðarsýning til styrktar Píeta samtökunum. Sagan af Mánahofi er barna- og fjölskyldusýningu. Verðandi stefnir að því að keppa í Leiktu betur þennan vetur.

Eftir áramót verður söngleikurinn Ljóska í gegn frumsýnt, 3. – 6. nóvember eru prufur fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt, einnig eru þeir sem hafa áhuga á uppsetningu og öðrum störfum tengdum söngleiknum hvattir til að setja sig í samband við Verðanda.

Þá var komið að spurningum úr sal.

  • Hversu margir komast inn í söngleikinn? Ca. 30 nemendur ásamt þeim sem vilja vinna við uppsetningu og önnur störf.
  • Er hægt að fá glös í mötuneyti nemenda? Verið er að skoða með hvort hægt sé að selja brúsa og fjölnota glös sem nemendur geta átt og haft með sér í mötuneytið.
  • Spurt var um keppnisgreinar á FG – Flens deginum? Það er búið að ákveða hvaða keppnisgreinar verða en það er gert í samráði á milli skóla, ekki hægt að bæta við keppnisgreinum.
  • Er hægt að laga smokkasjálfsala á salerni skólans? Því miður er engin sem þjónustar sjálfsalan lengur og þar af leiðindi þarf að fjarlægja hann.
  • Verða peysurnar frá Metta sport líkt og í fyrra? Nei þær verða ekki frá sama framleiðanda.
  • Er hægt að selja brúsa í mötuneyti nemenda? Það er í skoðun.

Fundi slitið að loknum spurningum.

Fundargerð ritaði Ingvar Arnarson