Um smiðju

Í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er öllum nemendum boðið upp á smiðjutíma í flestum greinum. Smiðjutímarnir eru fjórir og koma fram á stundatöflu nemenda. Í smiðju gefst nemendum kostur á að fá frekari aðstoð við nám sitt í fámennari hópum. Fagkennari er til staðar og leiðbeinir hverjum og einum nemanda með þá þætti sem hann þarf aðstoð með. Í smiðju geta nemendur m.a unnið heimavinnu, verkefni og/eða annað sem óljóst er í hverjum áfanga fyrir sig undir leiðsögn kennara.

Hverjum og einum nemanda er frjálst að mæta í smiðju þegar honum hentar en skólinn hvetur alla nemendur til að nýta sér þetta góða aðgengi að kennurum til að ná enn betri árangri í námi.

Kennarar geta boðað nemendur í smiðjur til að vinna að sérstækum verkefnum og tilkynna þeir það jafnóðum.

Smiðjutafla