4. fundur skólaráðs - vorönn 2025

4. fundargerð á vorönn 2025 miðvikudaginn 23. apríl kl. 11:30

  1. Umsóknir um leyfi

    Að þessu sinni lágu 33 leyfisbeiðnir fyrir fundinum og var afgreiðsla þeirra hefðbundin.

    Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum.
  2. Önnur bréf

    • Einn nemandi segir sig frá námi
    • Einn nemandi sækir um stöðupróf í spænsku
  3. Af vettvangi NFFG

    • Góðgerðarvikan gekk vel og hlaupið var sérlega vel heppnað. Alls söfnuðust 1,2 milljónir sem renna til Barna- og unglingageðdeildar.Þær verða afhentar á föstudaginn kl. 12.00.
    • Nemendum þakkað fyrir frábæra framkvæmd vikunnar sem varð þeim til mikils sóma.
    • Kosningavika er framundan og opnað var fyrir framboð til ýmissa embætta þann 22. apríl. Framboðsfrestur er til 29 apríl. Mikill áhugi á kosningunum.
    • Framboðsfundur verður haldinn 7. maí milli 10.15-11.30 (nemendur fái ekki seint ef þeir verða á fundinum. Kosningavaka er svo 9. maí.
    • Kosningar byrja á fimmtudagsmorgni kl. 10.15. Kosið á Innu samkvæmt venju.
    • NFFG stendur vel fjárhagslega og stjórn hefur áhuga á að skilja eitthvað eftir sig sem kemur nemendum skólans til góða. Rætt um listaverk á vegg, ný fundahúsgögn í nemendaherbergi o.fl.
    • Þá eru lagabreytingar í farvatninu.
  4. Önnur mál

    • Opna húsið gekk vel. Áætlað er að 700 manns hafi mætt. Nemendum þakkað fyrir góða þátttöku og aðstoð. Boðið verður upp á aukakynningu þann 6. maí næstkomandi.

Fundinn sátu:

  • Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
  • Berglind M, Valdimarsdóttir, forvarnarfulltrúi
  • Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Ásgeir Óli Egilsson, gjaldkeri NFFG
  • Dagný Broddadóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Jónas Breki Kristinsson, formaður ÍÞRÓ
  • Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti NFFG
  • Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
  • Sigríður Anna Ásbjörnsdóttir, kennari
  • Tinna Ösp Arnardóttir, félagsmálafulltrúi