Bókasafn

Bókasafn Fjölbrautaskólans í Garðabæ

 

Starfsfólk:  Guðný Guðnadóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur, forstöðumaður, gudnyg@fg.is
                   Anna Björg Sveinsdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur, abs@fg.is

Bókasafn FG er opið frá 8-16 alla virka daga.

Bókasafnið er upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og starfsmenn skólans. Meginhlutverk þess er að veita greiðan aðgang að upplýsingum og heimildum vegna náms og kennslu og veita nemendum aðstöðu til að stunda námið. Starfsmenn veita persónulega þjónustu sem m.a. felst í faglegri upplýsingaþjónustu, leiðbeiningum við heimildaleit og ýmiss konar námsaðstoð.
Bókasafnið býður upp á fjölbreytta aðstöðu til náms. Aðstaða er fyrir 19 nemendur í lokuðu lesrými og 48 nemendur í almennu rými þar sem boðið er upp á mismunandi borð. Auk þess er safnið með aflokað sköpunarrými (Makerspace) en það er staður þar sem nemendur geta búið til hluti (unnið að ýmsum verkefnum). Þar verður úrval af efnivið og verkfærum s.s. til listsköpunar, veggspjaldavinnu, hönnunar o.s.frv. Einnig er þar þrívíddarprentari, laserskeri og saumavél. Í þessu rými er pláss fyrir 16 nemendur.


Heimildaleit og skráning:

Leiðbeiningavefur ritvers Menntavísindasviðs Á þessum vef er að finna leiðbeiningar um hvernig eigi að vísa og vitna til heimilda, hvernig skuli skrá niður heimildir, raða heimildum niður í heimildaskrá og margt fleira. Miðað er við útgáfureglur APA.
APA leiðbeiningar HR. Hér má nálgast mjög ítarlegar og góðar leiðbeiningar um uppsetningu heimilda samkvæmt APA staðlinum frá Háskólanum í Reykjavík.
Dæmi um heimildavinnu hér.

Leitir.is - Hér er hægt að leita í safnkosti FG og öðrum bókasaöfnum

Umgengni: 

Óheimilt er að neyta matar eða drykkja á bókasafni. Á safninu á að ríkja ró og næði og notendur eru beðnir um að virða rétt annarra á safninu.