Starfslýsingar í FG

Skólameistari skal m.a.:

 • bera ábyrgð á starfsemi skólans, menntunar- og uppeldishlutverki, þróunarstarfi innan hans, gerð skólanámskrár og innritun nemenda,
 • bera ábyrgð á eignum, fjárreiðum og öðrum rekstri skólans,
 • vinna með skólanefnd að gerð fjárhags- og starfsáætlana til lengri og skemmri tíma og sjá til þess að þeim sé framfylgt,
 • sjá um að lögum, reglugerðum og námskrá sé framfylgt,
 • ráða, að höfðu samráði við skólanefnd, starfsfólk skóla eftir því sem gildandi lög segja til um og skipta með þeim verkum,
 • hafa yfirumsjón með starfi kennara og annarra starfsmanna skólans og fylgjast með því að þeir ræki skyldur sínar og njóti þeirra réttinda sem þeim ber,
 • sjá til þess að fylgst sé með því að nemendur stundi nám sitt, hlíti þeim reglum sem settar eru og njóti þeirra réttinda sem þeim ber,
 • taka afstöðu til og úrskurða um álitamál vegna innra starfs og starfstíma skólans,
 • sjá um tengsl skólans út á við, m.a. við aðstandendur nemenda, aðra skóla og aðila á öðrum sviðum atvinnulífsins,
 • vera framkvæmdastjóri skólanefndar með málfrelsi og tillögu­rétt,
 • vera oddviti skólaráðs,
 • kalla saman kennarafundi,
 • bera ábyrgð á innra mati á starfi skólans,
 • bera ábyrgð á því að starfsemi skólans sé kynnt,
 • sjá til þess að fyrir liggi upplýsingar um skólastarfið og að nauðsynlegar skýrslur um það séu gerðar.

Aðstoðarskólameistari er staðgengill skólameistara og vinnur með honum við daglega stjórn skólans. Hann skal m.a.:

 • hafa umsjón með gerð vinnuskýrslna,
 • hafa umsjón með áætlanagerð um kennslu,
 • hafa eftirlit með því að námsferill brautskráðra nemenda sé í samræmi við gildandi reglur,
 • hafa umsjón með starfi kennara, nemenda og annarra starfsmanna skólans og fylgjast með því að þeir ræki skyldur sínar og njóti þeirra réttinda sem þeim ber,
 • hafa umsjón með húsnæði og eignum skólans og sjá m.a. um að störf húsvarðar og skólaliða séu í samræmi við settar reglur,
 • hafa umsjón með tengslum skólans við þá er láta sig störf hans varða, t.d. aðstandendur nemenda, yfirvöld og aðila á öðrum sviðum atvinnulífsins,
 • hafa umsjón með gerð skólanámskrár,
 • hafa umsjón með námskeiðum á vegum skólans,
 • hafa umsjón með gæðastarfi og sjálfsmati innan skólans.


Áfangastjóri skal m.a.:

 • hafa umsjón með rekstri áfangakerfis við skólann,
 • sjá um skráningu upplýsinga um nemendur er innritast í skólann, mat á námi frá öðrum skólum, færslu námsferilsskrár og miðlun slíkra upplýsinga til kennara og skólastjórnenda,
 • hafa umsjón með áætlanagerð um námsframboð,
 • hafa umsjón með fjarvistaskráningu,
 • hafa umsjón með námsvali nemenda í samráði við námsráðgjafa skólans og umsjónarkennara,
 • hafa umsjón með gerð stundaskrár, prófstjórn og úrvinnslu einkunna,
 • hafa umsjón með rekstri skrifstofu skólans.

 
Verkefnastjóri skal m.a.:

 • vera hluti af stjórnunarteymi skólans.
 • hafa yfirumsjón með kennslustjórn, og stjórna og boða fundi kennslustjóra.
 • hafa yfirsýn  yfir kennslu og þróun kennslumála í skólanum. Það felur m.a. í sér að verkefnastjóri fylgist með innleiðingu nýrra kennsluaðferða og námsmats í samvinnu við kennslustjóra.
 • halda ásamt aðstoðarskólameistara utanum endurmenntunaráætlun skólans og endurmenntun kennara í samráði við kennslustjóra.
 • stýra í samráði við aðra stjórnendur breytingum á námskrá og innleiðingu nýrra framhaldsskólalaga.
 • stýra umsjónarkerfinu í samráði við náms- og starfsráðgjafa skólans.


Kennslustjóri námsgreina skal m.a.:

 • vera tengiliður milli kennara sinna námsgreina við stjórnendur skólans og utanað­komandi aðila,
 • hafa umsjón með vali á námsefni, gerð bókalista og útvegun kennslugagna í sínum námsgreinum,
 • gera tillögur að kennsluskiptingu í sínum námsgreinum,
 • ganga frá kennsluskiptingu fjarnáms í sínum námsgreinum í samráði við fjarkennslustjóra,
 • leiðbeina nýjum kennurum í sínum námsgreinum,
 • hafa umsjón með stoðkennslu í sínum námsgreinum í samstarfi við námsráðgjafa,
 • gera áætlanir um rekstur og tækjabúnað til kennslu og hafa umsjón með því að vel sé farið með efni og búnað og að aðstaða sé vel nýtt,
 • halda fagkennarafundi og miðla upplýsingum, m.a. varðandi endurmenntun,
 • hafa umsjón með gerð kennsluáætlana í sínum greinum og sjá til þess að þær séu til staðar á samskrá,
 • hafa forystu um faglega umræðu um kennslufræðileg málefni innan sinna greina,
 • vera áfangastjóra til fulltingis þegar þarf að útkljá matsatriði eða álitamál, t.d. mat á áföngum/námskeiðum úr öðrum skólum,
 • hafa umsjón með gerð skýrslu í lok skólaárs um kennslu sinna námsgreina.
   

Kennslustjóri fjarnáms skal m.a.:

 • hafa umsjón með skráningu nemenda í fjarnám í samráði við skrifstofustjóra,
 • kynna námsframboð í fjarnámi,
 • veita upplýsingar um fjarnám,
 • hafa umsjón með skipulagningu fjarkennslu í skólanum, svo og mati á kennslu og námsárangri (námskönnun),
 • ráða kennara til fjarkennslu í samráði við aðstoðarskólameistara og kennslustjóra viðkomandi námsgreina,
 • sjá um launaútreikninga fyrir fjarkennslu,
 • leiðbeina kennurum, samhæfa störf þeirra í fjarkennslu og hlutast til um samstarf þeirra á milli,
 • setja nýja kennara inn í störf og vera til ráðuneytis um kennsluhætti í fjarkennslu,
 • hafa umsjón með þróunarstarfi í fjarkennslumálum,
 • sjá til þess að kennsluáætlanir fjarnámsáfanga verði settar á heimasíðu skólans á hverri önn,
 • sjá um prófstjórn fjarnemenda í samráði við áfangastjóra,
 • vera nemendum til ráðuneytis ef upp koma spurningar um kennslu og kennsluhætti í fjarnámi.
   

Kennslustjóri starfsbrautar 2 skal m.a.:

 • hafa umsjón með skipulagningu kennslu á starfsbraut skólans, svo og mati á kennslu og námsárangri (námskönnun), enn fremur sérstakt eftirlit með nýju námsframboði í samvinnu við áfangastjóra,
 • bera ábyrgð á daglegu starfi á brautinni, leiðbeina kennurum, samhæfa störf þeirra og hlutast til um samstarf þeirra á milli,
 • skipuleggja umsjónarkerfi fyrir nemendur starfsbrautar,
 • vera áfangastjóra til fulltingis um skipulagsmál,
 • setja nýja kennara inn í störf og vera til ráðuneytis um kennsluhætti,
 • hafa umsjón með þróunarstarfi í kennslumálum,
 • sjá um kynningar á starfsbraut, bæði innan skóla og út á við,
 • vera tengiliður brautar við ýmsa aðila sem henni tengjast, s.s. skólastjórn, mennta­mála­ráðuneyti, ferðaþjónustu fatlaðra, svæðisskrifstofu fatlaðra o.fl.
 • halda reglulega samráðsfundi með kennurum brautarinnar,
 • hafa umsjón með fræðslufundum, náms- og kynnisferðum starfsmanna  brautarinnar,
 • sjá um stundatöflugerð í samvinnu við áfangastjóra og kennara,
 • vera nemendum til ráðuneytis ef upp koma spurningar um kennslu og kennsluhætti einstakra kennara,
 • hafa umsjón með inntöku nýrra nemenda í samvinnu við skólastjórn,
 • sjá um upplýsingastreymi, m.a. til foreldra og starfsmanna skólans,
 • hafa umsjón með móttöku gesta, s.s. kennaranema, nemenda og kennara frá öðrum skólum,
 • gera áætlanir um störf á sínu sviði og skila skýrslu um starfsemina í lok skólaárs.
    

Kennslustjóri leikskólabrúar skal m.a.:

 • sjá um að ákveða námsframboð í samráði við skólameistara og auglýsa áfanga í boði,
 • sjá um innritun,
 • vera tengiliður milli kennara brautarinnar við stjórnendur skólans og utanað­komandi aðila,
 • hafa umsjón með vali á námsefni, gerð bókalista og útvegun kennslugagna,
 • gera tillögur að kennsluskiptingu,
 • leiðbeina nýjum kennurum á námsbrautinni,
 • gera áætlanir um rekstur og tækjabúnað til kennslu og hafa umsjón með því að vel sé farið með efni og búnað og að aðstaða sé vel nýtt,
 • halda fundi með kennurum brautarinnar og miðla upplýsingum til þeirra,
 • hafa umsjón með gerð kennsluáætlana og sjá til þess að þær séu settar inn á samskrá og heimasíðu skólans,
 • hafa forystu um faglega umræðu um kennslufræðileg málefni innan brautarinnar,
 • vera áfangastjóra til fulltingis þegar þarf að útkljá matsatriði eða álitamál, t.d. mat á áföngum/námskeiðum úr öðrum skólum,
 • sjá um frágang og afhendingu einkunna,
 • hafa umsjón með gerð skýrslu í lok skólaárs um kennslu á námsbrautinni.

 

Námsráðgjafi skal m.a.:

 • skipuleggja og sjá um framkvæmd náms- og starfsfræðslu í skólanum,
 • annast ráðgjöf um náms- og starfsval,
 • taka þátt í að skipuleggja ýmsar aðgerðir til að stuðla að betri líðan nemenda í skólanum,
 • fylgjast með námsgengi nemenda sem til hans leita eða til hans er vísað og gera tillögur til úrbóta gerist þess þörf,
 • liðsinna kennurum vegna námsvanda einstakra nemenda og vera þeim til aðstoðar við skipulagningu og umsjón með nemendahópum,
 • hafa umsjón með skipulagningu umsjónarkerfis í samráði við kennslustjóra,
 • hafa samband við forráðamenn nemenda þegar þörf er á,
 • fylgjast með nýjungum á sviði námsráðgjafar,
 • taka saman skýrslu um starfsemina í lok hvers skólaárs.
   

Félagsráðunautur skal m.a.:

 • vera nemendum til ráðuneytis um félagsstörf þeirra í skólanum,
 • skipuleggja umsjón og eftirlit með samkomum nemenda skólans,
 • vinna í samstarfi við forvarnafulltrúa,
 • vera nemendum til ráðuneytis við útgáfustarfsemi,
 • skipuleggja stuðningsnemanet fyrir erlenda nema og nýliða í hópi nemenda,
 • aðstoða nemendur eftir þörfum við gerð fjárhagsáætlana og meðferð fjármuna vegna félagslífs þeirra í samráði við fjármálastjóra skólans,
   

Forvarnafulltrúi skal m.a.:

 • vera í forsvari fyrir stefnumörkun og framkvæmd forvarna í skólanum,
 • stuðla að því að forvarnir í víðtækum skilningi verði hluti af starfi skólans,
 • sjá um að til sé skrifleg stefna skólans í forvörnum,
 • kynna stefnu skólans í forvörnum fyrir starfsmönnum skólans, nemendum, for­eldrum og öðrum í bæjarfélögunum,
 • sjá um að fá fræðsluerindi / námskeið fyrir starfsmenn og nemendur, vera til viðtals fyrir nemendur og forráðamenn þeirra á vikulegum auglýstum tíma,
 • sjá um upplýsingabanka um forvarnir, leiðir til aðstoðar úr vímuefnavanda, vímuefni, verkefni unglingsáranna o.fl.,
 • kalla saman forvarnateymi skólans,
 • vinna í samstarfi við námsráðgjafa, hjúkrunarfræðing/lækni, félagsráðunaut, jafningja-  ­fræðslu, nemendafélag, bæjarfélag, forvarnarteymi, forvarnarfulltrúa í öðrum skólum og ýmsa fagaðila utan skóla,
 • sjá um að fá sérfræðinga á fræðslufundi fyrir kennslustjóra og kennara til að setja forvarnir inn í kennslugreinar,
 • skipuleggja fræðslukvöld fyrir forráðamenn nemenda skólans,
 • veita upplýsingar um úrræði fyrir þá sem eru í vímuvanda,
 • taka á móti ábendingum frá starfsmönnum ef grunur leikur á vímuefnanotkun nemenda,
 • vinna að fjölbreyttu félagslífi með nemendum,
 • styðja jafningjafræðsluna innan skólans,
 • kynna starf sitt reglulega fyrir starfsmönnum skólans,
 • leggja fyrir kannanir er gefa hugmynd um vímuefnanotkun nemenda,
 • afla sér þekkingar reglulega hjá fagaðilum og með þátttöku á námskeiðum.
   

Umsjónarkennari skal m.a.:

 • fylgjast með ástundun og námi nemendahópsins og koma ábendingum um námsvanda á framfæri við námsráðgjafa og skólameistara eða staðgengil hans,
 • vera nemendum til ráðuneytis um mál er tengjast skólavist þeirra,
 • aðstoða nemendur við námsval og vinna námsáætlanir með þeim,
 • leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi,
 • vera talsmaður nemenda sinna gagnvart skólayfirvöldum og öðrum kennurum,
 • veita foreldrum/forráðamönnum nemenda, sem eru yngri en 18 ára, helstu upplýsingar um skólastarfið og ástundun barnanna í skólanum,
 • miðla upplýsingum frá stjórnendum skóla til umsjónarnemenda sinna.
   

Kennari skal annast, taka þátt í og bera ábyrgð m.a. á eftirfarandi:

 • kennslu og undirbúningi, faglegu samstarfi og mati náms í kennslugreinum sínum skv. markmiðum skóla- og aðalnámskrár,
 • gerð kennsluáætlana og prófa í samstarfi við aðra kennara, að viðhalda faglegri hæfni sinni og huga að tengslum við aðrar námsgreinar,
 • skráningu fjarvista nemenda sinna,
 • samstarfi vegna starfs síns,
 • gera áætlanir um störf deildarinnar í samráði við aðra kennara deildarinnar og skrifa skýrslu um starfsemina í lok skólaárs,
 • sitja fundi með kennslustjórum um mál viðkomandi greina(r) og vera til ráðuneytis um kennsluhætti,
 • ganga frá bókalista fyrir hverja önn í samstarfi við aðra kennara deildarinnar,
 • velja verðlaun fyrir góðan námsárangur við brautskráningu,
 • almennri upplýsingagjöf og upplýsingagjöf vegna sjálfsmats skóla og skólanámskrár,
 • að hafa tiltekinn viðtalstíma fyrir nemendur, forráðamenn og vegna upplýsingagjafar,
 • að sitja a.m.k. einn fund á ári/önn með forráðamönnum ólögráða nemenda,
 • að sitja kennarafundi sem boðaðir eru skv. reglugerð um kennarafundi. 
   

Stuðningsfulltrúi skal m.a.

 • vera sérkennurum á starfsbraut til aðstoðar við að sinna nemendum,
 • vinna undir leiðsögn sérkennara að ýmsum verkefnum,
 • fylgja nemendum í tíma til kennara utan starfsbrautar, hvort sem um er ræða hópa eða einstaklinga og sinna þeim sem þurfa aðstoð,
 • aðstoða nemendur við daglegar athafnir sé þess þörf,
 • fylgja nemendum á ferðum þeirra um skólann, í frímínútur og vettvangsferðir sé þess þörf,
 • hafa umsjón með innkaupum kennslueldhúss,
 • sitja fundi starfsbrautar með kennurum hennar.
   

Fjármálastjóri skal m.a.:

 • gera fjárhagsáætlanir,
 • sjá um og færa bókhald skólans, sjóða og deilda sem reknar eru á ábyrgð skólans,
 • hafa yfirumsjón með og sjá um afstemmingar reikninga skólans ,
 • sjá um innheimtu sér- og ríkistekna,
 • hafa umsjón með greiðslu reikninga,
 • aðstoða nemendur við færslu bókhalds nemendafélags,
 • kostnaðarmeta nýja eða breytta starfsemi svo sem fyrirhugaðar námsbrautir,
 • gefa að beiðni skólameistara yfirlit um fjárhagsstöðu skóla með tilliti til fjárheimilda á hverjum tíma og hvenær sem þurfa þykir,
 • annast launabókhald skólans.
   

Kerfisstjóri skal m.a.:

 • annast daglegan rekstur netkerfis skólans,
 • annast nauðsynleg innkaup fyrir tölvubúnað skólans,
 • hafa umsjón með öllum vélbúnaði sem tengist netkerfinu,
 • hafa umsjón með öllum almennum hugbúnaði á netkerfinu,
 • hafa umsjón með öryggi kerfisins, þ.m.t. gagnaafritun og notendaeftirlit,
 • aðstoða kennara við öflun upplýsinga um netkerfið til gagns í kennslu,
 • hafa umsjón með skipulagningu tölvunámskeiða í samráði við skólameistara,
 • aðstoða starfsmenn skólans við notkun tölva, jaðartækja og hugbúnaðar.
   

Forstöðumaður bókasafns skal m.a.:

 • gera áætlanir um starfsemi safnsins og hafa umsjón með daglegum rekstri þess, bóka-  og gagnakosti svo og tækjum og lestrarsölum,
 • annast  skráningu safnsins og sjá um að halda henni við,
 • annast val og innkaup bóka og annarra gagna til safnsins í umboði skólameistara,
 • leiðbeina nemendum og kennurum um notkun safnsins og aðstoða við upplýsingaöflun,
 • kynna starfsemi safnsins innan skólans,
 • fylgjast með nýjungum á sviði bókasafns- og upplýsingafræða,
 • skila skýrslu til skólameistara um starfsemi safnsins í lok skólaárs.
   

Bókasafnsfræðingur skal m.a.:

 • annast  skráningu safnsins og sjá um að halda henni við í samráði við forstöðumann safnsins,
 • aðstoða við val og innkaup bóka og annarra gagna til safnsins í samráði við forstöðu­mann safnsins,
 • leiðbeina nemendum og kennurum um notkun safnsins og aðstoða við upplýsingaöflun,
 • kynna starfsemi safnsins innan skólans í samráði við forstöðumann safnsins,
 • fylgjast með nýjungum á sviði bókasafns- og upplýsingafræða.
   

Húsvörður skal m.a.:

 • hafa umsjón með lóð, húsakynnum og munum skólans,
 • hafa eftirlit með því að settum umgengnisreglum sé hlítt,
 • sjá um að koma biluðum tækjum í viðgerð.
 • hafa umsjón og eftirlit með lánum og leigu á húsnæði skólans í samráði við skóla­meistara,
 • hafa umsjón og eftirlit með ræstingafólki skólans og deila verkefnum til þess
 • hafa sérstakt eftirlit með loftræstikerfi skólans,
 • hafa eftirlit með að ráða menn til að ganga frá sorpi og hirða lóð og sjá til þess að verk þeirra verði unnin með viðunandi hætti,
 • hafa eftirlit með því að klukkur skólans séu rétt stilltar.
   

Skrifstofustjóri skal m.a.:

 • bera ábyrgð á rekstri skrifstofu skólans,
 • annast öll dagleg skrifstofustörf,
 • sjá um greiðslu reikninga samkvæmt leiðbeiningum fjármálastjóra,
 • skipuleggja vinnu skólafulltrúa.
   

Skólafulltrúi skal m.a.:

 • annast öll dagleg skrifstofustörf, símavörslu, útgáfu vottorða, námsferilsskráningu, fjarvistaskráningu, gerð skýrslna, gerð skírteina og innheimtu gjalda í samráði við fjármálastjóra.
 • taka við tilkynningum um veikindi, leyfi og aðrar fjarvistir starfsmanna og skrá þær.
     

Skólaliði skal m.a.:

 • annast daglega hreinsun í skólanum og þrif á skólabrú. Húsvörður skiptir verkum í samráði við skólaliða,
 • hafa eftirlit með umgengni nemenda í skólanum.
   

Matráður skal m.a.:

 • annast matseld í skólanum á skólatíma,
 • sér um innkaup á hráefni og annast eftirlit með kostnaði,
 • skipuleggur vinnu sína í samráði við skólameistara í mötuneyti starfsmanna,
 • annast matseld útseldrar þjónustu utan skólatíma í samráði við skólameistara eða aðstoðarskólameistara.
   

Skólanefnd skal m.a.:

 • marka áherslur í starfi skólans og stuðla að sem bestum tengslum hans við atvinnu- og menningarlíf,
 • stuðla að bættu samstarfi skóla og atvinnulífs í byggðarlaginu. Í því skyni er skólanefnd heimilt að setja á fót sérstakar ráðgjafanefndir sem í skulu sitja fulltrúar skóla, launþega og atvinnurekenda,
 • ákveða ásamt skólameistara námsframboð skólans. Ákvörðunin er háð samþykki menntamálaráðherra,
 • samþykkja skólanámskrá skólans að fenginni umsögn almenns kennarafundar og fylgjast með framkvæmd hennar,
 • gera árlega starfs- og fjárhagsáætlun fyrir skólann til þriggja ára í senn og leita samþykkis menntamálaráðherra fyrir henni,
 • gera í upphafi hvers árs fjárhagsáætlun í samræmi við niðurstöður fjárlaga og fylgjast með að henni sé framfylgt,
 • gera menntamálaráðherra grein fyrir rekstrarstöðu skólans í febrúar og ágúst ár hvert,
 • ákveða upphæð þeirra gjalda sem nemendum er gert að greiða skv. lögum,
 • fjalla um samninga sem skólinn er aðili að, s.s. samninga við menntamálaráðuneytið, fyrirtæki eða stofnanir,
 • staðfesta samninga sem gerðir eru um notkun heimavistarhúsnæðis utan skólatíma,
 • setja reglur um notkun skólahúsnæðis utan skólatíma og ákveða upphæð gjalds er tekið skal fyrir slík afnot,
 • gera tillögur til menntamálaráðherra um ráðningu skólameistara,
 • vera skólameistara til samráðs um starfsmannaráðningar við skólann.
  Skólanefnd er heimilt, ef þörf krefur, að millifæra fé af rekstrarlið fjárlaga til launaliðar og af launalið til rekstrarliðar. Menntamálaráðuneytið stendur að þeirri millifærslu að fengnu almennu rekstraryfirliti og upplýsingum um fjölda nemenda frá skólanum.
  Skólanefnd getur stofnað sjóði við skólann með sérgreindum fjárhag. Skal um þá sett skipulagsskrá, leitað staðfestingar á henni og hún birt í Stjórnartíðindum.
   

Skólaráð skal m.a.:

 • vera skólameistara til aðstoðar og ráðgjafar um stjórn skólans,
 • fjalla um starfsáætlun skólans og framkvæmd hennar,
 • fjalla um skólareglur, umgengnishætti í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda,
 • veita umsögn um erindi frá skólanefnd, almennum kennarafundi, nemendaráði, einstaklingum, skólameistara og menntamálaráðuneytinu sé þess óskað,
 • fjalla um mál sem varða einstaka nemendur. Með slík mál skal farið sem trúnaðarmál.
  Skólaráð getur vísað erindum sem það hefur fjallað um, ásamt umsögn, til skólanefndar, kennarafundar eða nemendaráðs.
   

Kennarafundur skal m.a.:

 • fjalla um stefnumörkun í starfi skólans, m.a. námsskipan, kennsluhætti, gerð skólanámsskrár, skipulag starfstíma skólans á önn/hverju ári, tilhögun prófa og námsmat. Skólanefnd, skólameistari og skólaráð geta leitað umsagnar kennarafundar um önnur mál,  þ.á.m. um ráðningu í stjórnunarstörf við skólann. Kennarafundur getur haft frumkvæði að því að mál komi til meðferðar skólanefndar og/eða skólaráðs.
   

Gæðaráð skal m.a.:

 • koma á og efla gæðastjórnun í skólanum,
 • hafa umsjón með verkefnum í gæðastjórnun í altækri gæðastjórnun,
 • útbúa gögn til fræðslu um altæka gæðastjórnun fyrir starfsmenn,
 • hjálpa til við val á verkefnum og starfsmönnum í gæðahópa,
 • þjálfa starfsmenn í réttum vinnubrögðum við verkefnavinnu,
 • sjá til þess að upplýsingar um framvindu verkefna séu öllum aðgengilegar.
                                                                                                

Nemendaráð skal m.a.:

 • hafa yfirumsjón með félagslífi nemenda í skólanum,
 • bera ábyrgð á þeim hluta nemendagjalda er til nemendafélagsins renna,
 • vera erlendum nemendum til halds og trausts,
 • ráðstafa fé til einstakra klúbba og starfsemi þeirra. Gjaldkeri nemendafélagsins hefur bókhald með höndum og stendur skil á því til skólaráðs og fjármálastjóra.

 
Starfslýsingar þessar eru samdar á grundvelli reglugerðar dags. 8. janúar 2001 um starfslið og skipulag framhaldsskóla, reglugerðar dags. 7. febrúar, 1997 nr. 140/1997 um skólaráð við framhaldsskóla, reglugerðar dags. 7. febrúar, 1997 nr. 138/1997 um almenna kennarafundi í framhaldsskólum, reglugerðar dags. 11. febrúar, 1997 nr. 132/1997 um skólanefndir í framhaldsskólum og erindisbréfs fyrir skólameistara dags. 1. júlí 1997  samkvæmt 38. gr. laga nr. 70/ 1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.