Stefna og viðbragðsáætlun Fjölbrautaskólans í Garðabæ í eineltismálum
Í fyrirmyndarskóla er upplýsingaflæði í hávegum haft og áhersla lögð á góð samskipti. Þar er ólíkum einstaklingum sýnt umburðarlyndi og fordómar ekki liðnir. Tekið er á vandamálum sem upp kunna að koma eins og ágreiningi, einelti og kynferðislegri áreitni. Viðbrögðin eru markviss og leitað lausna í stað þess að grafa slík mál í þögn. Þar sem einelti er látið viðgangast getur það haft umtalsverð áhrif á þá sem þar starfa og mótað þann vinnuanda sem ríkir. Það er því ábyrgð allra þeirra sem verða varir við einelti af einhverju tagi að koma ábendingum þar um til réttra aðila til að hægt sé að vinna með málið. Markmið eineltis-áætlunarinnar er að gripið verði samstundis til aðgerða gegn einelti og/eða kynferðislegu áreiti og málin leidd til lykta.
Stefna
Það er stefna FG að starfsmenn/nemendur sýni samstarfsfólki sínu og nemendum alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti og kynferðisleg áreitni verður undir engum kringumstæðum umborin í skólanum. Meðvirkni starfsmanna/nemenda í einelti er fordæmd.
Skilgreining skólans á hvað einelti og kynferðisleg áreitni er styðst við reglugerð nr. 1000/2004 en þar segir í 3. gr.:
Einelti: Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað andlegt eða líkamlegt ofbeldi fellur hér undir.
Birtingarmyndir eineltis geta verið margs konar, t.d.:
Rafrænt einelti hefur aukist með breyttu samskiptaformi og getur oft verið mjög dulið. Kynferðisleg áreitni er ein tegund eineltis, hún er kynferðisleg hegðun sem er ósanngjörn og/eða móðgandi og í óþökk þess sem fyrir henni verður. Sjá nánar: http://www.vinnueftirlit.is/vinnueftirlit/upload/files/fraedsluefni/baeklingar/
Stjórnendur bera ekki aðeins ábyrgð á störfum starfsfólks heldur einnig á því að grundvallarreglur samskipta í skólanum séu virtar. Nýjum starfsmönnum er kynnt stefna og viðbragðsáætlun skólans í eineltismálum strax við upphaf starfs. Stefnan og viðbragsáætlunin eru rifjaðar upp reglulega á starfsmannafundum og opnum fundum með nemendum skólans.
Í skólanum geta komið upp ágreiningsmál og hagsmunaárekstrar sem valdið geta óþægindum. Mikilvægt er að leysa slík mál án tafar áður en þau þróast til verri vegar.
Tekið er á fölskum ásökunum um einelti af sömu festu og einelti almennt.
Komi upp einelti meðal starfsmanna skulu þolendur leita til næsta yfirmanns sbr. skipurit FG. Ef yfirmaðurinn er gerandinn eða hundsar vandamálið er hægt að leita til tveggja annarra aðila (sjá næsta kafla). Verði nemandi fyrir einelti eða hefur vitneskju um að einelti sé til staðar skal hann koma ábendingu þar að lútandi til umsjónarkennara, námsráðgjafa eða skólastjórnenda. Mikilvægt er að skrá tilkynninguna á þar til gert eyðublað. Þeir aðilar sem leitað er til vegna eineltis skulu sýna þolanda fullan trúnað.
Skólinn skal grípa til aðgerða gagnvart starfsmönnum/nemendum sem leggja aðra í einelti, t.d. með áminningu, tilflutningi í starfi/áfanga/hópi eða uppsögn/brottrekstri úr skóla. Alvarleg atvik verða hugsanlega kærð að höfðu samráði við þolanda. Gerandi eineltis verður látinn axla ábyrgð.
Viðbrögð
Viðbragðsáætlun - starfsfólk
Starfsmaður sem verður fyrir einelti eða kynferðislegri áreitni skal snúa sér hið fyrsta til næsta yfirmanns sbr. skipurit FG og tilkynna um atvikið. Ef næsti yfirmaður er gerandi málsins eða sinnir því ekki er hægt að snúa sér til þar næsta yfirmanns eða tveggja annarra trúnaðaraðila.
Þegar yfirmaður eða trúnaðaraðilar skólans fá vitneskju um einelti munu þeir bregðast við samkvæmt eftirfarandi viðbragðsáætlun. Strax er metin þörf þolanda fyrir bráðan stuðning og hann veittur. Lögð verður áhersla á að leysa málið hið fyrsta og koma í veg fyrir frekara einelti.
Auk yfirmanna skólans eru eftirfarandi trúnaðaraðilar tilbúnir að ræða við þolanda um meint einelti á vinnustaðnum.
1. Trúnaðarmaður / skólalæknir – Ásdís Björnsdóttir / Guðrún Hreinsdóttir (v2015)
2. Öryggistrúnaðarmaður – Ingvar Arnarson (v2015) og Anna Guðrún Hugadóttir (v2015)
Sá aðili, sem samband er haft við, ákvarðar síðan í samráði við þolandann hvert framhaldið verður. Hægt er að velja á milli óformlegrar eða formlegrar málsmeðferðar.
Óformleg málsmeðferð
Slík málsmeðferð felur í sér að leitað er upplýsinga hjá þolanda og honum veittur stuðningur með trúnaðarsamtali eða ráðgjöf. Aðrir innan skólans eru ekki upplýstir um málið.
Formleg málsmeðferð
Gerð er hlutlaus athugun á málsatvikum. Rætt er við þolanda, geranda og aðra sem veitt geta upplýsingar um málið. Mikilvægt er að leita upplýsinga um tímasetningar og fá fram gögn ef einhver eru, s.s. tölvupóst, sms-skilaboð eða annað.
Fundin skal lausn sem m.a. getur falist í breytingum á vinnustaðnum, vinnubrögðum eða vinnuskipulagi. Gerandi mun fá leiðsögn og aðvörun, hann gæti líka verið færður til í starfi.
Málinu sé fylgt eftir og rætt við aðila þess að ákveðnum tíma liðnum. Fylgst er með samskiptum aðila málsins.
Láti gerandi ekki segjast og viðheldur eineltinu leiðir það til uppsagnar hans úr starfi.
Grunur um einelti Stjórnendur /næsti yfirmaður /trúnaðarmenn eða aðrir sem fá ábendingu um einelti koma upplýsingum til viðeigendandi aðila. Skrá niður og afla upplýsinga.
|
||
|
Staðfest að ekki sé um einelti að ræða Gögnum haldið til haga. | |
---|---|---|
|
Fundin leið/leiðir
|
Viðbragðsáætlun - nemendur
Verði nemandi fyrir einelti eða hefur vitneskju um að einelti sé viðhaft gagnvart öðrum nemanda skal hann upplýsa það til umsjónarkennara, námsráðgjafa eða skólastjórnenda.
Umsjónarkennari/námsráðgjafi/skólastjórnendur fá ábendingu um einelti. Skrá niður |
||
Samband við aðila málsins nemendur |
Staðfest að ekki sé um einelti að ræða Gögnum haldið til haga. | |
---|---|---|
Samband við
Stuðningur við |
Áframhaldandi Stuðningur sé Skólaráð Skólanefnd |
Stuðst var við eftirfarandi gögn við gerð þessarar áætlunar:
http://www.fjarmalaraduneyti.is/starfsmenn-rikisins/starfsaevin/einelti/. Sótt 2.02.2010,
http://www.vinnueftirlit.is/ : Dæmi um stefnu og viðbragðsáætlun í eineltismálum. Sótt 29.01.2010
Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað; 1000/2004, Félagsmálaráðuneytið 2.des.2004.
http://www.flensborg.is/Thjonusta/Namsradgjof/Einelti/ Sótt: 1.02.2010
http://www.vinnueftirlit.is/vinnueftirlit/upload/files/fraedsluefni/baeklingar/
Samþykkt í skólaráði FG 24.03.2010