Podcast leiðbeiningar

Leiðbeiningar fyrir upptöku á podcasti

1)      Kveikið á mixer (rauður takki aftan á) og setjið micro-sd-kort inn í raufina, aftan á mixernum (sjá mynd), en PASSIÐ að KOMA EKKI VIÐ málmhluta sd-korts. Ekki er hægt að taka upp án korts. Munið svo að SKILA korti eftir notkun á bókasafn.

 

2)      Stillið styrk á sleðum 1-4 á c.a 7-8 (má ekki vera of hátt og notið bara þá sleða/mæka sem á að taka upp á. Best er að sá sem stjórnar sé með mæk nr 1.

3)      Sitjið með mæk beint fyrir framan munn með 30-40 cm bil frá/að munni.

4)      Ýtið á REC og byrjið upptöku – athugið hvort teljari efst í glugga telur.

-Til að gera hlé á upptöku: Halda REC-takkanum inni í 2 sek.

-Ljósið verður rauðgult og upptakan stöðvast.

-Til að setja upptöku aftur í gang í sömu skrá: Ýta einu sinni á REC-takkann.

-Til að hætta að taka upp: Halda REC-takkanum aftur inni í 2 sek.

-Ýtið aftur á REC til að stöðva upptöku (teljari á að stoppa).

FLUTNINGUR Á UPPTÖKU FRÁ MIXER => TÖLVU:

5)      Tengið tölvu við USB-kapal, sem er tengdur við mixer.

6)      Ýtið á tannhjólið efst til vinstri => Hardware => Micro sd card.

7)      Veljið ,,Podcast transfer mode“ => flutningur gagna hefst.

8)      Mappa skapast sjálfkrafa fer inn á drif tölvunnar. Mappan heitir ,,Rodecaster“ – smella á hana og þá kemur undirmappa og þar er hljóðskrá sem heitir ,,podcasts“.

9)      Til að eyða ,,fæl“/hljóðskrá: Ýta á tannhjól > Hardware > MicroSD Card > Erase SD Card > Færa rauða sleðann alveg til hægri > Velja „Yes“.

https://www.youtube.com/watch?v=RhwzTFZE0KA&ab_channel=podwhale 

Leiðbeiningar í PDF