Innritun

Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2021 hefst 4. janúar og stendur til og með 5. febrúar.

Umsækjendur nota auðkenni frá Island.is eða rafræn skilríki. Ef sótt er um Íslykil á netinu er hægt að velja um að fá hann sendan á lögheimili, sem tekur 2-5 virka daga eða í netbanka, sem skilar sér samdægurs (undir „rafræn skjöl“). Rafræn persónuskilríki er hægt að sækja um hjá viðskiptabanka.

Við afgreiðslu umsókna er horft til einkunna í ensku, íslensku og stærðfræði auk frammistöðu í greinum sem tengjast umsóknarbraut. Nemendur sem eru yngri en 18 ára njóta forgangs.

Aðrar upplýsingar

Innritunin er rafræn og fer fram hér. Leiðbeiningar um innritun má finna hér.
Allar frekari upplýsingar má finna hjá námsráðgjöfum og stjórnendum:

  • Auður Sigurðardóttir náms- og starfsráðgjafi audur@fg.is
  • Dagný Broddadóttir náms- og starfsráðgjafi dagny@fg.is
  • Kristinn Þorsteinsson skólameistari kristinn@fg.is
  • Kristín Helga Ólafsdóttir áfangastjóri kho@fg.is
  • Snjólaug Bjarnadóttir aðstoðarskólameistari snjolaugb@fg.is

Uppfært 4. janúar 2021.