Innritun

Innritun í framhaldsskóla á haustönn 2024

  1. Innritun á sérnámsbraut var 1. – 29. feb.
  2. Innritun nýnema úr 10. bekk stendur yfir 20. mars til 7. júní.
  3. Innritun eldri nemenda verður 22. mars til 31. maí.

Umsækjendur geta sótt um eða breytt umsóknum sínum á innritunartímabilinu. Einkunnir þeirra flytjast sjálfkrafa frá grunnskólanum inn í umsóknargrunninn. FG getur einnig skoðað feril úr öðrum framhaldsskólum. Innritunin er rafræn og fer fram hér. Leiðbeiningar um innritun má fá hér.

Nemendur geta leitað eftir aðstoð við rafræna innritun í framhaldsskóla í grunnskólunum sem þeir sækja.

Við afgreiðslu umsókna grunnskólanemenda er horft til einkunna í ensku, íslensku og stærðfræði auk frammistöðu í greinum sem tengjast umsóknarbraut.

Hjá eldri nemendum njóta þeir sem eru yngri en 18 ára forgangs. Allar frekari upplýsingar má fá hjá námsráðgjöfum og stjórnendum:

  • Auður Sigurðardóttir náms- og starfsráðgjafi audur@fg.is
  • Dagný Broddadóttir náms- og starfsráðgjafi dagny@fg.is
  • Anna María Gunnarsdóttir aðstoðarskólameistari amg@fg.is
  • Kristinn Þorsteinsson skólameistari kristinn@fg.is
  • Kristín Helga Ólafsdóttir áfangastjóri kho@fg.is

Uppfært 22. mars 2024