Ekki er tekið við umsóknum fyrir nám á miðönn 2025-2026.
Innritun í FG á vorönn 2026
Vorönn 2026 í FG hefst 19. febrúar og lýkur með brautskráningu 30. maí. Kennslu lýkur 21. maí. Sjá nánar á skóladagatali FG.
Innritun nemenda fer fram 17. nóvember til 14. desember.
Innritun er höfð snemma svo að nemendur geti fengið svör frá FG áður en vorönn hefst í tveggja anna kerfi. Svar við umsókn mun liggja fyrir 19. desember 2025. Afgreiðsla umsókna sést í umsóknarkerfinu sem sótt er um í.
Umsækjendur geta sótt um eða breytt umsóknum sínum á innritunartímabilinu. Einkunnir þeirra flytjast sjálfkrafa frá grunnskóla inn í umsóknargrunninn. FG getur einnig skoðað feril úr öðrum framhaldsskólum.
Innritunin er rafræn og fer fram hér. Leiðbeiningar um innritun má fá hér.
Við afgreiðslu umsókna er horft til frammistöðu í framhaldsskóla á haustönn 2025 sem og einkunna úr grunnskóla. Einnig er tekið tillit til skólasóknar. Nemendur sem eru yngri en 18 ára njóta forgangs.
Tekið skal fram að mikill fjöldi nemenda er í skólanum á haustönn 2025 og því eru fá pláss laus fyrir vorönn 2026.
Allar frekari upplýsingar má fá hjá námsráðgjöfum og stjórnendum:
Uppfært 9. sept. 2025