Áætlanir og stefnur

Aðgerðaráætlun við loftslagsstefnu

Aðgerðaráætlun við loftlagsstefnu

Áfallaáætlun

Viðbragðs- og áfallaáætlun Fjölbrautaskólans í Garðabæ

Áfallaráð

Áfallaráð fer með verkstjórn þegar válegir atburðir gerast sem snerta nemendur og/eða starfsmenn skólans.

Í áfallaráði sitja: Skólameistari, aðstoðarskólameistari, áfangastjóri, verkefnastjóri, náms- og starfsráðgjafar, félagsmálafulltrúi, tveir fulltrúar kennslustjóra og skrifstofustjóri.

Skólameistari er formaður ráðsins og er ábyrgur fyrir því að kalla saman áfallaráð og stýra vinnu þess og skipulagi. Aðstoðarskólameistari er staðgengill skólameistara í forföllum.

Verkaskipting áfallaráðs

 

Starfsheiti

Hlutverk

Skólameistari

formaður áfallaráðs
ábyrgur fyrir því að kalla áfallaráð saman
sér um fyrstu samskipti við nánustu ættingja
stýrir vinnu og ákveður viðbrögð
stýrir upplýsingastreymi til starfsmanna og nemenda
tengiliður við fjölmiðla

Aðst.skólameistari

staðgengill skólameistara

Kennslustjórar

taka að sér verkefni sem skólameistari útdeilir hverju sinni

Áfangastjóri

tekur að sér verkefni sem skólameistari útdeilir hverju sinni

Verkefnisstjóri

tekur að sér verkefni sem skólameistari útdeilir hverju sinni

Námsráðgjafar

tengiliðir við sálgæsluaðila
tengiliðir við heilbrigðiskerfið
sinna áfallahjálp nemenda
aðstoða starfsmenn í vinnu með nemendur í sorg

Félagsmálafulltrúi

kannar tengls í vinahópi viðkomandi
tengiliður við NFFG
býður nemendum frekari aðstoð t.d. hjá námsráðgjöfum

Skrifstofustjóri

uppfærir reglulega neyðarnúmer í áfallamöppu
uppfærir reglulega símaskrár starfsmanna
skipuleggur úthringingar sé þess þörf
hefur upplýsingar um neyðarnúmer til staðar

 

 

 

Samstarfsaðilar áfallaráðs

Neyðarlínan, sími 112
Lögreglan, sími 444-1000
Bráðamóttaka og áfallahjálp Landspítala Háskólasjúkrahúss, sími 543-2000
Bráðamóttaka og áfallahjálp Landspítalans í Fossvogi, sími 543-2000
BUGL bráðaþjónusta á dagvinnutíma, sími 543-4300
Bráðaþjónusta geðsviðs við Hringbraut , sími 543-4050

Skrifstofa Vídalínskirkju, sími 565-6380
Neyðarsími presta í Garðaprestakalli og Hafnarfirði
utan skrifstofutíma: 659-7133
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sími 822-8865
Sr. Hans Guðberg Alfreðsson, sími 898-9701
Sr. Henning Emil Magnússon, sími 663-6606

Áfallaáætlun

Viðbrögð við alvarlegum áföllum nemenda og /eða starfsfólks í skólanum

Verði alvarlegt slys eða dauðsfall nemanda eða starfsmanns í skólanum er mikilvægt að hafa samband strax við 112 til að fá leiðsögn.

Skólameistara er tilkynnt strax um atburðinn. Ef kalla þarf á sjúkrabíl eða lögreglu er mikilvægt að einn starfsmaður úr áfallaráði sjái um að taka á móti þeim.

Skólameistari hefur strax samband við aðstandendur og þeir hafðir með í ráðum um allar aðgerðir. Ef ekki næst samband við þá fer starfsmaður úr áfallaráði með í sjúkrabíl. Skólameistari reynir áfram að ná í aðstandendur.

Skólameistari kallar áfallaráð á fund og verkum er skipt niður á ráðið og fyrstu aðgerðir ákveðnar.

Áfallaráð kallar til fagaðila eftir því sem þörf þykir.

Skólameistari kallar alla starfsmenn skólans á fund þar sem þeim er tilkynnt um atburðinn og hvernig skólinn mun vinna í framhaldinu. Hafa ber í huga hvort einhverjir starfsmenn séu nánir viðkomandi en þá er mikilvægt að færa þeim fregnina í einrúmi. Starfsmenn skrifstofu skólans sjá um að hringja í þá sem ekki eru viðstaddir.

Skólameistari kallar nemendur á sal og segir frá atburðinum eða kennarar hver í sinni skólastofu. Æskilegt er að sálgæsluaðili sé til staðar. Ítreka skal við nemendur að tilkynningar um atburðinn á samfélagsmiðlum eru ekki æskilegar.

Félagsmálafulltrúi ræðir við vinahóp nemandans í samstarfi við námsráðgjafa.

Skólameistari sendir tölvupóst til forráðamanna og nemenda í skólanum í samráði við aðstandendur til að tryggja að upplýsingar berist rétt heim til nemenda. Forráðamenn eru beðnir um að huga að sínum börnum eftir skóla.

Samskipti við fjölmiðla eru eingöngu í höndum skólameistara eða staðgengils hans. Allir aðrir starfsmenn skulu vísa á skólameistara varðandi upplýsingar.

Skólameistari kallar áfallaráð saman í lok dags þar sem farið er yfir daginn og áætlun skólans. Aðgerðir næstu daga ræddar. Næsti fundur ákveðinn.

Ef dauðsfall verður í nemenda- eða starfsmannahópnum skal flagga í hálfa stöng.

Samúðarkveðja frá skólanum er send til nánustu aðstandenda.

Skrifstofustjóri sér um að viðkomandi sé tekinn út af hópalistum í INNU.

Alvarleg slys eða dauðsfall í ferð á vegum skólans

Starfsmenn á vettvangi hafa samband við 112.

Skólameistari upplýstur eins fljótt og hægt er. Hann virkjar áfallaráðið og sér til þess að farastjórum sé veittur stuðningur og að áætlun um ,,Viðbrögð við alvarlegum áföllum nemenda og/eða starfsfólks í skólanum“ sé fylgt.

Starfsmenn kanna hvaða nemendur urðu vitni að atburðinum og sinna þeim af bestu getu ásamt því að hlúa að öðrum nemendum á meðan beðið er eftir frekari aðstoð.

Stjórnandi ákveður breytingar á ferðatilhögun og upplýsir starfsfólk, nemendur og forráðamenn líkt og áætlun gerir ráð fyrir.

Dauðsfall nemanda og/eða starfsmanns þegar skóli er ekki að störfum

Skólameistari virkjar áfallaráð.

Skólameistari sér til þess að starfsfólk sé upplýst og er það gert í samráði við nánustu aðstandendur.

Skólameistari sendir samúðarkveðju til aðstandenda fyrir hönd skólans.

Sjálfsvíg nemanda

Ef um sjálfsvíg nemanda er að ræða er mikilvægt að vera í nánu samstarfi við aðstandendur um aðgerðir skólans líkt og ef dauðsfall ber að með öðrum hætti. Fylgja ber áætlun um ,,Viðbrögð við alvarlegum áföllum nemenda og/eða starfsfólks í skólanum´´

Aðstoð fengin frá Bráðateymi Landspítalans eins fljótt og kostur er.

Viðbrögð í skólanum næstu daga eftir alvarlegt slys eða dauðsfall

Mikilvægt er að vera í góðu sambandi við aðstandendur fyrstu dagana eftir alvarlegt slys eða andlát og þeir hafðir með í ráðum um aðgerðir af hálfu skólans.

Samúðarkveðja frá skólanum er send til aðstandenda ef um dauðsfall er að ræða.

Nauðsynlegt getur reynst að fá utanaðkomandi aðstoð bæði fyrir nemendur og starfsmenn.

Boðið er upp á einstaklingsviðtöl hjá námsráðgjöfum og sálgæsluaðilum.

Alvarlegt slys eða dauðsfall nánasta aðstandanda nemanda

Skólameistari aflar upplýsinga um atburðinn hjá nánasta aðstandenda.

Skólameistari upplýsir námsráðgjafa og kennara um atburðinn.

Námsráðgjafar hafa samband við aðstandendur og í samráði við þá er upplýsingagjöf til kennara og nemenda útfærð sem og stuðningur við nemandann þegar hann kemur til baka.

Námsráðgjafar fylgja nemandanum eftir og aðstoða eftir þörfum.

Kennarar geta leitað til námsráðgjafa og fengið aðstoð.

Jafnréttisstefna / Jafnréttisáætlun FG

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ (FG) hefur að markmiði að jafnræðis og jafnréttis sé gætt á öllum sviðum skólastarfsins. Í því felst að óheimilt er að mismuna starfsmönnum/nemendum eftir aldri, kynferði, kynþætti, kynhneigð, fötlun, þjóðerni, trúarskoðunum, stjórnmálaskoðunum eða af öðrum ómálefnalegum ástæðum. Mikilvægt er að jafnréttisstefnan sé virt og unnið í anda hennar.

FG skal leitast við að hafa í þjónustu sinni sem hæfast starfsfólk á hverjum tíma. Starfsfólk skal standa jafnt að vígi hvað varðar vinnuaðstöðu, starfskjör og möguleika til sí- og endurmenntunar. Stefnt skal að því að ekki sé mælanlegur launamunur milli kynja. Nemendum skal mæta á þeirra forsendum og leitast við að bjóða þeim nám við hæfi. Leitast er við að sjónarmið allra eigi greiða leið innan stofnunarinnar.

Til þess að ná ofangreindum markmiðum mun FG fylgja eftirfarandi áætlun:

 • Hlutfall kynja skal vera sem allra jafnast á öllum sviðum.
 • Jafnræðis skal gætt þegar komið er fram fyrir hönd skólans og lögð áhersla á að nemendur séu meðvitaðir um gildi jafnræðis í stjórnum, ráðum og annarri starfsemi nemendafélagsins.
 • Jafnræðis skal gætt í stjórnunarstörfum.
 • Jafnræðis skal gætt varðandi sömu möguleika til starfsframa.
 • Launaákvarðanir byggjast á kjarasamningum og lögum óháð kynferði.
 • Starfsfólk hefur sömu möguleika til starfsþjálfunar og sí- og endurmenntunar til að auka hæfni sína í starfi og möguleika til bættra starfskjara.
 • Allir eru hvattir til að taka fæðingarorlof í samræmi við gildandi heimildir.
 • Skipulag vinnunnar gefi möguleika á sveigjanlegum vinnutíma og eða hlutastörfum eftir því sem hægt er, einkum hjá foreldrum/forráðamönnum ungra barna.
 • Skólinn leggi metnað sinn í að standa vel að gerð starfsauglýsinga og að gæta þar jafnréttissjónarmiða.

Skólinn er einnig með áætlun í málefnum hinsegin fólks sem er nánari útfærsla á jafnréttisstefnunni hvað varðar hinsegin fólk.

Hinsegináætlun Fjölbrautaskólans í Garðabæ:

Eins og kemur fram hér að ofan er óheimilt er að mismuna nemendum eða starfsfólki skólans vegna kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar eða kyneinkenna (hér eftir “hinsegin fólk”).

 • Framlag hvers og eins í skólasamfélaginu skal metið að verðleikum og allir eiga rétt á virkri þátttöku.
 • Nemendafélagið og undirnefndir þess, sem og Leikfélagið Verðandi skulu leggja áherslu á jákvætt andrúmsloft fyrir hinsegin nemendur í öllu félags- og skólastarfi.
 • Öll kennsla við skólann sem og menningarstarf skal taka mið af því að nemendur, starfsfólk og fjölskyldur allra gætu verið hinsegin. Þannig gera nemendur og starfsfólk ekki ráð fyrir því að nemendur, kennarar eða fjölskyldur allra séu aðeins sís-kynja og/eða gagnkynhneigðir.
 • Kennarar geri fjölbreytileika mannlífisins sýnilegan í starfi og kennslu með því að nota einnig sögu og menningu hinsegin fólks eins og kostur er. Margs konar fjölskyldugerðir skal ræða á fordómalausan og opinskáan hátt.
 • Starfsfólk skapar andrúmsloft sem er laust við fordóma gagnvart hinsegin samstarfsfólki og á það við í starfi og leik á vinnustaðnum.
 • Skólastjórnendur skulu sjá til þess nemendur og starfsfólk hljóti hinsegin fræðslu til að tryggja það að hinsegin fólk njóti virðingar og að um það sé fjallað í samræmi við almennan hluta aðalnámskrár frá árinu 2011.
 • Við undirbúning ákvarðana er varða hinsegin fólk skal hafa samráð við hagsmunasamtök þeirra.

Framkvæmdaráætlun:

 • Í skólanum skal vera sérstakur fulltrúi hinsegin fólks sem nemendur, starfsmenn og foreldrar/forráðamenn geta leitað til með spurningar og ráðleggingar. Sérstök áhersla verður á að safna upp þekkingu innan skólans með það að markmiði að geta vísað á aðila sem geta veitt sérfræðiaðstoð. Hinsegin fulltrúinn mun verkefnastýra þessari áætlun og sjá til þess að hún verði framkvæmd.
 • Nemendur, starfsmenn og forráðamenn munu á hverju ári njóta fræðslu í málefnum hinsegin fólks.
  • Fræðsla fyrir starfsmenn:
   • Þeir fá fræðslu um málefni hinsegin fólks og mikilvægi þess að minnka fordóma í skólanum og samfélaginu öllu.
   • Kennarar fá fræðslu og leiðbeiningar um hvert þeir geti leitað til að auka fjölbreytileika kennsluefnis og miða það að sögu, fræðum og menningu hinsegin fólks.
  • Fræðsla fyrir nemendur:
   • Málefnum og stefnu skólans í málefnum hinsegin fólks verður gert hátt undir höfði í daglegu lífi skólans t.d. með þemadögum.
   • Allir nýnemar fá fræðslu um málefni hinsegin fólks.
   • NFFG og stjórn skólans vinna saman að því að efla fræðslu um stöðu hinsegin fólks og minnka fordóma.
  • Fræðsla fyrir foreldra / forráðamenn
   • Allir foreldrar/forráðamenn verða upplýstir um stefnu skólans.
   • Foreldrum/forráðamönnum er boðið upp á fræðslufund þar sem farið er yfir málefni hinsegin fólks.
 • Skólastjórnendur munu skoða allar hliðar skólastarfsins til þess að gera skólasamfélagið eins hinseginvænt og hægt er. Þar á meðal:
  • Að einfalda verkferla á skrifstofu til að auðvelda nemendum að nota það nafn sem þeir kjósa í öllu skólastarfi.
  • Að skoða verkferla og próf varðandi kynjað tungumál til að gæta jafnréttis allra kynja.
  • Vinna með nemendastjórn skólans að því að skapa jákvætt og gefandi andrúmsloft í skólastarfi fyrir alla nemendur.
  • Stefna Fjölbrautaskólans í Garðabæ í hinsegin málefnum verður endurskoðuð reglulega í ljósi nýjustu rannsókna á sviði hinsegin málefna.

 

Uppfært 11. apríl 2019

Endurmenntunaráætlun

Almennt

Auður stofnunar liggur ekki síst í menntun og reynslu starfsfólks. Endurmenntun
og símenntun er leið til að viðhalda og auka við þessi verðmæti.

Endurmenntun fer ýmist fram á skólatíma eða utan hans.

Fjárhagsáætlun skólans gerir ráð fyrir að ákveðnu fjármagni til endurmenntunar.

Endurmenntun getur falist í fyrirlestrum og/eða námskeiðum, út frá stefnuskrá
skólans, áhersluatriðum eða þróunarvinnu sem skólinn telur æskilegt að kennarar
sæki og svo annars vegar námskeiðum sem kennarar óska eftir að sækja.

Reynt er að forgangsraða endurmenntunarverkefnum og umsóknum starfsmanna eftir því sem talið er að komi skólanum best. Áætlunin þarf stöðugrar endurskoðunar við með tilliti til breytinga bæði hvað varðar starfsmannahald og áherslur í einstökum greinum. Hún getur breyst eftir aðstæðum, framboði og verkefnum hverju sinni.

Magn ræðst af forgangsröðun og stýrist af fjármagni og áherslum skólans hverju
sinni.

Skólinn greiðir fyrir starfstengda endurmenntun sem er að ósk skólastjórnenda.
Skólinn reynir að styrkja aðra endurmenntun sem er fagtengd og talin nýtast
starfsmanni í starfi sínu.

Vinna við endurskoðun endurmenntunaráætlunar fer fram með þeim hætti að starfsmenn gera tillögur um þá þætti sem þeir telja brýnast að fá fræðslu um. Þeim þáttum er forgangsraðað á fundum starfsmanna og í skólastjórnenda.

Endurmenntunaráætlun FG felur m.a. í sér:

Upptalningu á þeim föstu liðum sem skólinn vill sækja eins og t.d. Bett-ráðstefna,
UTN- ráðstefna o.fl.

Að til sé sjóður þannig að hægt sé að styrkja kennara til að sækja ýmsar ráðstefnur og /eða námskeið innanlands sem utan.

Að gert sé ráð fyrir að hægt sé að halda námskeið innan skólans ef áhugi og þörf er á því t.d námskeið í vinnuhagræðingu, líkamsbeitingu, kennslu á ákveðin tölvuforrit og síðan sífelld endurmenntun í notkun námsnetsins.

Náms- og kynnisferðir geta verið liður í endurmenntun.


Samþykkt á kennarafundi 16. sept. 2009

Barnavernd

Verklag um tilkynningarskyldu starfsmanna Fjölbrautaskólans í Garðabæ
til barnaverndarnefnda

Í samræmi við ákvæði barnaverndarlaga nr. 80/2002 og í samræmi við verklagsreglur um tilkynningarskyldu, útg. 18.12.2006 ber starfsmönnum skólans að tilkynna skólameistara, aðstoðarskólameistara, áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa verði þeir varir við að barn í hópi nemenda skólans:

 • búi við óviðunandi uppeldisskilyrði
 • verði fyrir áreitni eða ofbeldi
 • stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu

Skólameistari tekur ákvörðun um framgang máls í samráði við aðstoðar­skóla­meistara, áfangastjóra og náms- og starfsráðgjafa.


Endurskoðað og breytingar samþykktar í skólaráði 5.01.2022.

Stefna og viðbragðsáætlun Fjölbrautaskólans í Garðabæ gegn einelti og hverskyns ofbeldi

Í fyrirmyndarskóla er upplýsingaflæði í hávegum haft og áhersla lögð á góð samskipti. Þar er ólíkum einstaklingum sýnt umburðarlyndi og fordómar ekki liðnir. Tekið er á vandamálum sem upp kunna að koma eins og ágreiningi, einelti og hverskyns ofbeldi. Viðbrögðin eru markviss og leitað lausna í stað þess að grafa slík mál í þögn. Þar sem einelti/ofbeldi er látið viðgangast getur það haft umtalsverð áhrif á þá sem þar starfa og mótað þann vinnuanda sem ríkir. Það er því ábyrgð allra þeirra sem verða varir við einelti/ofbeldi af einhverju tagi að koma ábendingum þar um til réttra aðila til að hægt sé að vinna með málið. Markmið viðbragðsáætlunarinnar er að gripið verði samstundis til aðgerða gegn einelti og hverskyns ofbeldi og málin leidd til lykta.

Stefna
Það er stefna FG að starfsfólk/nemendur sýni samstarfsfólki sínu og samnemendum alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti og ofbeldi verður undir engum kringumstæðum umborið í skólanum. Meðvirkni starfsfólks/nemenda í einelti/ofbeldi er fordæmd.

Skilgreining skólans á hvað einelti/ofbeldi er styðst við reglugerð nr. 1000/2004 en þar segir í 3. gr.:

 • Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.
 • Kynbundin áreitni: Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.
 • Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.
 • Ofbeldi: Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis.

Sjá nánar: http://www.vinnueftirlit.is/vinnueftirlit/upload/files/fraedsluefni/baeklingar/

Stjórnendur bera ekki aðeins ábyrgð á störfum starfsfólks heldur einnig á því að grundvallarreglur samskipta í skólanum séu virtar. Nýju starfsfólki er kynnt stefna og viðbragðsáætlun skólans í eineltis og ofbeldismálum strax við upphaf starfs. Stefnan og viðbragðsáætlunin eru rifjaðar upp reglulega á starfsmannafundum og opnum fundum með nemendum skólans.

Í skólanum geta komið upp ágreiningsmál og hagsmunaárekstrar sem valdið geta óþægindum. Mikilvægt er að leysa slík mál án tafar áður en þau þróast til verri vegar.
Tekið er á fölskum ásökunum um einelti/ofbeldi af sömu festu og einelti/ofbeldi almennt.
Komi upp einelti/ofbeldi meðal starfsfólks skulu þolendur leita til næsta yfirmanns sbr. skipurit FG. Ef yfirmaðurinn er gerandinn eða hundsar vandamálið er hægt að leita til tveggja annarra aðila (sjá næsta kafla). Verði nemandi fyrir einelti/ofbeldi eða hefur vitneskju um að slíkt sé til staðar skal hann koma ábendingu þar að lútandi til umsjónarkennara, námsráðgjafa eða skólastjórnenda. Mikilvægt er að skrá tilkynninguna á þar til gert eyðublað. Þeir aðilar sem leitað er til vegna eineltis/ofbeldis skulu sýna þolanda fullan trúnað.

Skólinn skal grípa til aðgerða gagnvart starfsfólki/nemendum sem verða uppvísir að einelti/ofbeldi, t.d. með áminningu, tilflutningi í starfi/áfanga/hópi eða uppsögn/brottrekstri úr skóla. Alvarleg atvik geta leitt til kæru/tilkynningar til opinberra aðila.

Viðbrögð
Viðbragðsáætlun

Starfsfólk sem verður fyrir einelti/ofbeldi skal snúa sér hið fyrsta til næsta yfirmanns sbr. skipurit FG og tilkynna um atvikið. Ef næsti yfirmaður er gerandi málsins eða sinnir því ekki er hægt að snúa sér til þar næsta yfirmanns eða tveggja annarra trúnaðaraðila.
Þegar yfirmaður eða trúnaðaraðilar skólans fá vitneskju um einelti/ofbeldi munu þeir bregðast við samkvæmt eftirfarandi viðbragðsáætlun.
Auk yfirstjórnenda skólans eru eftirfarandi tilbúnir að ræða við þolanda um meint einelti/ofbeldi á vinnustaðnum.

1. Trúnaðarmaður
2. Öryggistrúnaðarmaður

Verði nemandi fyrir einelti/ofbeldi eða hefur vitneskju um að slíkt sé viðhaft gagnvart öðrum nemanda skal hann upplýsa það til umsjónarkennara, námsráðgjafa eða skólastjórnenda.

Strax er metin þörf þolanda fyrir bráðan stuðning og hann veittur. Lögð verður áhersla á að leysa málið hið fyrsta.

Sá aðili, sem samband er haft við, ákvarðar síðan í samráði við þolandann hvert framhaldið verður. Hægt er að velja á milli óformlegrar eða formlegrar málsmeðferðar.

Óformleg málsmeðferð
Slík málsmeðferð felur í sér að leitað er upplýsinga hjá þolanda og honum veittur stuðningur með trúnaðarsamtali eða ráðgjöf. Aðrir innan skólans eru ekki upplýstir um málið.

Formleg málsmeðferð
Gerð er hlutlaus athugun á málsatvikum. Rætt er við þolanda, geranda og aðra sem veitt geta upplýsingar um málið. Mikilvægt er að leita upplýsinga um tímasetningar og fá fram gögn ef einhver eru, s.s. tölvupóst, sms-skilaboð eða annað.
Fundin skal lausn sem m.a. getur falist í breytingum á vinnustaðnum, stundatöflu, vinnubrögðum eða vinnuskipulagi. Gerandi mun fá leiðsögn og aðvörun, hann gæti líka verið færður til.
Málinu sé fylgt eftir og rætt við aðila þess að ákveðnum tíma liðnum. Fylgst er með samskiptum aðila málsins.
Láti gerandi ekki segjast og viðheldur eineltinu/ofbeldinu getur það leitt til uppsagnar úr starfi eða brottvísunar úr skóla.

Viðbragðsáætlun starfsfólk

 

Grunur um einelti/ofbeldi

Stjórnendur /næsti yfirmaður /trúnaðarmenn eða aðrir sem fá ábendingu um einelti koma upplýsingum til viðeigandi aðila. Skrá niður og afla upplýsinga.

 


Staðfestur grunur um einelti/ofbeldi


Samband við aðila málsins. Unnið að lausn
samkvæmt verklagi skólans.

 

Staðfest að ekki sé um einelti/ofbeldi að ræða
Gögnum haldið til haga.


Óformleg
málsmeðferð


Þolanda veittur
stuðningur með
trúnaðarsamtali
eða ráðgjöf.


Formleg
málsmeðferð


Rætt er við
þolanda og geranda,
fengin fram gögn
ef einhver eru.

Fundin leið/leiðir
til úrbóta.

Málinu fylgt eftir
og rætt við aðila
þess að ákveðnum
tíma liðnum.
Fylgst með
samskiptum aðila
málsins.

Utanaðkomandi
sérfræðiaðstoð ef
þörf er á.

 

     

 

Viðbragðsáætlun - nemendur


Grunur um einelti/ofbeldi

Umsjónarkennari/námsráðgjafi/skólastjórnendur fá ábendingu um einelti/ofbeldi. Skrá niður
og afla upplýsinga.


Staðfestur grunur um einelti/ofbeldi

Samband við aðila málsins nemendur
og/eða forráðamenn nemenda undir 18
ára aldri. Unnið að lausn
samkvæmt verklagi skólans.

Staðfest að ekki sé um einelti/ofbeldi að
ræða
Gögnum haldið til haga.


Málið leyst

Samband við
aðila, nemendur
og/eða
forráðamenn
nemenda undir 18
ára aldri.

 

Stuðningur við
þolendur og/eða
gerendur sé þess
þörf.


Málið ekki leyst

Áframhaldandi
vinna þar til lausn
fæst.
Samband við
aðila, nemendur
og/eða
forráðamenn.

Stuðningur sé
þess þörf.

Skólaráð

Skólanefnd

     

Ef ekki næst viðunandi árangur í eineltismálum er hægt að leita til Fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum.

Stuðst var við eftirfarandi gögn við gerð þessarar áætlunar:

http://www.fjarmalaraduneyti.is/starfsmenn-rikisins/starfsaevin/einelti/. Sótt 2.02.2010,

http://www.vinnueftirlit.is/ : Dæmi um stefnu og viðbragðsáætlun í eineltismálum. Sótt 29.01.2010

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað; 1000/2004, Félagsmálaráðuneytið 2.des.2004.

http://www.flensborg.is/Thjonusta/Namsradgjof/Einelti/ Sótt: 1.02.2010

http://www.vinnueftirlit.is/vinnueftirlit/upload/files/fraedsluefni/baeklingar/

Samþykkt í skólaráði FG 24.03.2010
Endurskoðað 2.02.2022
Endurskoðað 07.09.2022

Viðbragðsleiðbeiningar, Covid-19

Viðbragðsleiðbeiningar, Covid-19

Viðbragðsáætlun FG

Viðbragðsáætlun FG

Stefnuskrá Fjölbrautaskólans í Garðabæ

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ vill með stefnuskrá sinni skapa hin bestu
skilyrði til að þjóna því hlutverki sem honum er ætlað samkvæmt lögum,
reglugerðum og Aðalnámskrá framhaldsskóla.

Stefnuskráin er unnin af starfsmönnum og borin undir nemendur og skólanefnd
skólans og er í stöðugri endurskoðun.

Hlutverk
Hlutverk Fjölbrautaskólans í Garðabæ er að bjóða nemendum upp á góða menntun og efla alhliða þroska nemenda skólans svo að þeir geti tekið virkan þátt í samfélaginu, í starfi, frekara námi og leik.

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ mun leitast við að:

 • Bjóða upp á fjölbreytt og gott nám, bæði bóklegt og verklegt.
 • Hvetja nemendur til stöðugrar þekkingarleitar og þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum.
 • Auka víðsýni nemenda, efla frumkvæði þeirra og þjálfa þá í gagnrýninni hugsun.
 • Efla ábyrgðarkennd nemenda, sjálfstraust þeirra, háttvísi og umburðarlyndi.
 • Þjálfa nemendur í að njóta menningarlegra verðmæta.
 • stuðla að því að nemendur temji sér heilbrigðan lífsstíl.

Markmið
Meginmarkmið skólans er að námið stuðli að alhliða þroska nemenda svo að þeir verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðis þjóðfélagi.

Að vera eftirsóttur vinnustaður fyrir nemendur og starfsfólk.

Til að skólinn uppfylli hlutverk sín og nái markmiði sínu eru eftirfarandi stefnur og reglur í gildi. Þessar stefnur og reglur eru endurskoðaðar reglulega:

Stefnur:

Reglur

Sett inn febrúar 2015

Heilsustefna

FG er þátttakandi í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli. Heilsuefling er sameiginlegt verkefni stjórnenda, starfsmanna og nemenda skólans. Markmiðið er að bæta heilsu og líðan þeirra sem starfa og nema við skólann. Stefnt er að því að tryggja eins góða og heilsusamlega vinnuaðstöðu og unnt er. Jafnfram eru nemendur og starfsmenn hvattir til virkrar þátttöku og aukinnar meðvitundar um gildi bættrar heilsu og líðanar. Heislustefnunni er ætlað að hafa áhrif á allar daglegar venjur og starf í skólanum.

Þeir þættir sem stefnan tekur til eru næring, öryggi, hollusta, hreyfing, geðrækt og heilbrigður lífsstíll.

Næring

Markmið að:

hollur matur sé á boðstólnum í mötuneyti nemenda og starfsmanna.
gildi góðrar næringar sé haldið á lofti í sem flestum námsgreinum.
aðgengi að drykkjarvatni sé gott.
boðið verði upp á hollt meðlæti á fundum t.d. ávexti.

Leiðir að markmiðum:

Samvinna og stuðningur við matráða mötuneytanna.
Fá kennara í sem flestum námsgreinum til samvinnu um að leggja áherslu á gildi góðrar næringar. Til dæmis: vinna með texta um hollan mat í tungumálakennslu, reikna út orkuþörf í stærðfræði.
Kaup á vatnsvél.
Kaup á ,,boostvél “ fyrir mötuneyti nemenda. (framkv. 28.11.2011)
Matseðill vikunnar verði birtur á heimasíðu skólans, ásamt verðskrá.

Hreyfing

Markmið að:

leggja áherslu á að starfsmenn leggi rækt við eigin heilsu og ástundi heilbrigt líferni.
hvetja til aukinnar hreyfingar meðal starfsmanna og nemenda skólans.
efla meðvitund um gildi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega heilsu.

Leiðir að markmiðum:

Styrkja og standa fyrir ýmsum hreyfitengdum uppákomum, dæmi: golfmót starfsmanna /nemenda á hverri önn, árleg lengri gönguferð kennara, þátttaka nemenda í ýmsum framhaldsskólamótum í íþróttum.
Bjóða upp á fjölreytt úrval íþróttaáfanga á hverri önn og koma þannig til móts við mismunandi þarfir og áhuga nemenda.
Hefja árlegan íþróttadag í FG til vegs og virðingar á ný.
Hvetja til þátttöku í hreyfitengdum viðburðum eins og Lífshlaupinu og Hjólað í vinnuna.
Veita starfsmönnum, þegar svigrúm er í fjárhagsáætlun, styrk til líkamsræktar og stuðla með því að bættri líðan þeirra og heilsu.
Birta fréttir á heimasíðu skólans þegar starfsmenn og/eða nemendur standa sig vel í íþróttum.
Vinna að smíði hjólaskýlis við FG. (framkv. h2011-v2012)
Halda á lofti niðurstöðu þess hluta könnunar sem foreldrafélag FG gerði og snýr að ferðamáta nemenda til og frá skóla.

Geðrækt

Markmið að:

hlúð sé að andlegri heilsu nemenda og starfsmanna í skólastarfinu.
allir leggi sitt af mörkum til að efla góðan starfsanda í skólanum.
Leiðir að markmiðum:

Halda á lofti gildi andlegrar heilsu og þeim þáttum sem ber að leggja áherslu á í forvörnum gegn sjúkdómum að geðrænum toga.
Skólalæknir er starfandi við skólann og til reiðu fyrir nemendur og starfsmenn sem á þurfa að halda.
Leggja áherslu á jákvæð viðhorf.

Lífsstíll

Markmið að:

stuðla á sem víðtækastan hátt að aukinni meðvitund um gildi heilsuræktar í sem víðustum skilningi.
skólinn sé tóbaks-, áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður.

Leiðir að markmiðum:

Halda á lofti mikilvægi góðra svefnvenja.
Halda á lofti mikilvægi kynheilbrigðis.
Bjóða upp á námskeið til að hætta að reykja.
Forvarnafulltrúi er virkur í að miðla upplýsingum um skaðsemi og mögulegar leiðir til aðstoðar ef þörf er á.
Gengið eftir að ekki sé reykt né neitt vímuefna á lóð eða í húsnæði skólans.

Öryggismál

Markmið að:

tryggja öllum starfsmönnum og nemendum gott starfsumhverfi sem fullnægir ströngustu kröfum um öryggi, hollustu og vinnuvernd.
öryggisnefnd skólans sé til leiðbeiningar í þeim efnum.
starfsmenn/nemendur beri sjálfir ábyrgð á að fylgja þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra um aðgætni í starfi/námi og leggi þannig fram mikilvægan skerf til aukins starfsöryggis.

Leiðir að markmiðum:

Skyndihjálparnámskeið alltaf í boði á vorönn.
Kaup og kennsla á hjartastuðtæki.
Brunaæfing haldin á hverju skólaári.
Öryggis- og áhættumati viðhaldið.

Jafnréttisstefna / jafnréttisáætlun

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ (FG) hefur að markmiði að jafnræðis og jafnréttis sé gætt á öllum sviðum skólastarfsins. Í því felst að óheimilt er að mismuna starfsmönnum/nemendum eftir aldri, kynferði, kynþætti, kynhneigð, fötlun, þjóðerni, trúarskoðunum, stjórnmálaskoðunum eða af öðrum ómálefnalegum ástæðum. Mikilvægt er að jafnréttisstefnan sé virt og unnið í anda hennar.

FG skal leitast við að hafa í þjónustu sinni sem hæfast starfsfólk á hverjum tíma. Starfsfólk skal standa jafnt að vígi hvað varðar vinnuaðstöðu, starfskjör og möguleika til sí- og endurmenntunar. Stefnt skal að því að ekki sé mælanlegur launamunur milli kynja. Nemendum skal mæta á þeirra forsendum og leitast við að bjóða þeim nám við hæfi. Leitast er við að sjónarmið allra eigi greiða leið innan stofnunarinnar.

Til þess að ná ofangreindum markmiðum mun FG fylgja eftirfarandi áætlun:

 • Hlutfall kynja skal vera sem allra jafnast á öllum sviðum.
 • Jafnræðis skal gætt þegar komið er fram fyrir hönd skólans og lögð áhersla á að nemendur séu meðvitaðir um gildi jafnræðis í stjórnum, ráðum og annarri starfsemi nemendafélagsins.
 • Jafnræðis skal gætt í stjórnunarstörfum.
 • Jafnræðis skal gætt varðandi sömu möguleika til starfsframa.
 • Launaákvarðanir byggjast á kjarasamningum og lögum óháð kynferði.
 • Starfsfólk hefur sömu möguleika til starfsþjálfunar og sí- og endurmenntunar til að auka hæfni sína í starfi og möguleika til bættra starfskjara.
 • Allir eru hvattir til að taka fæðingarorlof í samræmi við gildandi heimildir.
 • Skipulag vinnunnar gefi möguleika á sveigjanlegum vinnutíma og eða hlutastörfum eftir því sem hægt er, einkum hjá foreldrum/forráðamönnum ungra barna.
 • Skólinn leggi metnað sinn í að standa vel að gerð starfsauglýsinga og að gæta þar jafnréttissjónarmiða.

Skólinn er einnig með áætlun í málefnum hinsegin fólks sem er nánari útfærsla á jafnréttisstefnunni hvað varðar hinsegin fólk.

Hinsegináætlun Fjölbrautaskólans í Garðabæ:

Eins og kemur fram hér að ofan er óheimilt er að mismuna nemendum eða starfsfólki skólans vegna kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar eða kyneinkenna (hér eftir “hinsegin fólk”).

 • Framlag hvers og eins í skólasamfélaginu skal metið að verðleikum og allir eiga rétt á virkri þátttöku.
 • Nemendafélagið og undirnefndir þess, sem og Leikfélagið Verðandi skulu leggja áherslu á jákvætt andrúmsloft fyrir hinsegin nemendur í öllu félags- og skólastarfi.
 • Öll kennsla við skólann sem og menningarstarf skal taka mið af því að nemendur, starfsfólk og fjölskyldur allra gætu verið hinsegin. Þannig gera nemendur og starfsfólk ekki ráð fyrir því að nemendur, kennarar eða fjölskyldur allra séu aðeins sís-kynja og/eða gagnkynhneigðir.
 • Kennarar geri fjölbreytileika mannlífisins sýnilegan í starfi og kennslu með því að nota einnig sögu og menningu hinsegin fólks eins og kostur er. Margs konar fjölskyldugerðir skal ræða á fordómalausan og opinskáan hátt.
 • Starfsfólk skapar andrúmsloft sem er laust við fordóma gagnvart hinsegin samstarfsfólki og á það við í starfi og leik á vinnustaðnum.
 • Skólastjórnendur skulu sjá til þess nemendur og starfsfólk hljóti hinsegin fræðslu til að tryggja það að hinsegin fólk njóti virðingar og að um það sé fjallað í samræmi við almennan hluta aðalnámskrár frá árinu 2011.
 • Við undirbúning ákvarðana er varða hinsegin fólk skal hafa samráð við hagsmunasamtök þeirra.

Framkvæmdaráætlun:

 • Í skólanum skal vera sérstakur fulltrúi hinsegin fólks sem nemendur, starfsmenn og foreldrar/forráðamenn geta leitað til með spurningar og ráðleggingar. Sérstök áhersla verður á að safna upp þekkingu innan skólans með það að markmiði að geta vísað á aðila sem geta veitt sérfræðiaðstoð. Hinsegin fulltrúinn mun verkefnastýra þessari áætlun og sjá til þess að hún verði framkvæmd.
 • Nemendur, starfsmenn og forráðamenn munu á hverju ári njóta fræðslu í málefnum hinsegin fólks.
  • Fræðsla fyrir starfsmenn:
   • Þeir fá fræðslu um málefni hinsegin fólks og mikilvægi þess að minnka fordóma í skólanum og samfélaginu öllu.
   • Kennarar fá fræðslu og leiðbeiningar um hvert þeir geti leitað til að auka fjölbreytileika kennsluefnis og miða það að sögu, fræðum og menningu hinsegin fólks.
  • Fræðsla fyrir nemendur:
   • Málefnum og stefnu skólans í málefnum hinsegin fólks verður gert hátt undir höfði í daglegu lífi skólans t.d. með þemadögum.
   • Allir nýnemar fá fræðslu um málefni hinsegin fólks.
   • NFFG og stjórn skólans vinna saman að því að efla fræðslu um stöðu hinsegin fólks og minnka fordóma.
  • Fræðsla fyrir foreldra / forráðamenn
   • Allir foreldrar/forráðamenn verða upplýstir um stefnu skólans.
   • Foreldrum/forráðamönnum er boðið upp á fræðslufund þar sem farið er yfir málefni hinsegin fólks.
 • Skólastjórnendur munu skoða allar hliðar skólastarfsins til þess að gera skólasamfélagið eins hinseginvænt og hægt er. Þar á meðal:
  • Að einfalda verkferla á skrifstofu til að auðvelda nemendum að nota það nafn sem þeir kjósa í öllu skólastarfi.
  • Að skoða verkferla og próf varðandi kynjað tungumál til að gæta jafnréttis allra kynja.
  • Vinna með nemendastjórn skólans að því að skapa jákvætt og gefandi andrúmsloft í skólastarfi fyrir alla nemendur.
  • Stefna Fjölbrautaskólans í Garðabæ í hinsegin málefnum verður endurskoðuð reglulega í ljósi nýjustu rannsókna á sviði hinsegin málefna.

 

Uppfært 11. apríl 2019

Aðgerðabundin jafnréttisáætlun FG fyrir skólaárið 2022-2025

Aðgerðaráætlun

Loftslagsstefna

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ (FG) vill vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum og halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi stofnunarinnar í lágmarki. Stofnunin leggur sitt af mörkum til að skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamkomulaginu sé náð og tekur þannig virkan þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar.

FG tryggir að lagalegum kröfum sem tengjast starfsemi hans sé fylgt og vinnur að stöðugum umbótum á umhverfisstarfi stofnunarinnar.

FG fylgir grænum skrefum í ríkisrekstri og nær loftslagsstefnan til allrar starfsemi, mannvirkja og framkvæmda á hans vegum.

Yfirmarkmið
Markmið FG er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á hvert stöðugildi* um 40% fyrir árið 2030 miðað við árið 2019. Stofnunin stefnir einnig á að kolefnisjafna 80% losunar sinnar.

Umfang
Loftslagsstefna FG fjallar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda samkvæmt leiðbeiningum um loftslagsstefnur opinberra aðila.
Stefnan tekur til eftirfarandi umhverfisþátta sem unnt er að fylgjast með og mæla hverju sinni:

Samgöngur
● Losun GHL vegna flugferða og aksturs á vegum FG
● Fjöldi samgöngusamninga sem stofnunin gerir við starfsmenn

Orkunotkun
● Losun GHL vegna rafmagnsnotkunar í skólabyggingu
● Heitavatnsnotkun í skólabyggingu

Úrgangur
● Losun GHL vegna lífræns úrgangs sem fellur til í FG
● Losun GHL vegna blandaðs úrgangs sem fellur til í FG
● Heildarmagn úrgangs sem fellur til í FG
*starfsmenn og nemendur

Umhverfisfulltrúi FG ásamt umhverfisnefnd uppfærir og endurskoðar stefnuna árlega.
Loftlagsstefnan og aðgerðaráætlun birtist á heimasíðu FG.
Samþykkt á samráðsfundi desember 2021

Aðgerðaráætlun við loftlagsstefnu 

Aðgerðaráætlun

Persónuverndarstefna

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ (FG) leitast við að uppfylla í hvívetna ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem öðluðust gildi hér á landi 15. júlí 2018. Markmið laganna er að stuðla að því að með persónuupplýsingar sé farið í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs og tryggja áreiðanleika og gæði slíkra upplýsinga og frjálst flæði þeirra á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins.

FG tekur alvarlega réttindi einstaklinga er varða persónuupplýsingar og leggur áherslu á að þær séu unnar með lögmætum, vönduðum og gagnsæjum hætti. Í persónuverndarstefnu FG kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn. Stefnan er aðgengileg á vefsíðu skólans, www.fg.is. Markmiðið er að nemendur og starfsmenn séu upplýstir um hvernig skólinn safnar og vinnur persónuupplýsingar.

1. Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga

Persónuupplýsingar eru gögn sem nota má til að bera kennsl á eða hafa samband við tiltekinn einstakling. Tilgangur söfnunar þessara upplýsinga er að tryggja að nemendur og starfsmenn eigi greiðan aðgang að upplýsingum sem þá varða og til að skólinn geti staðið við sínar skyldur gagnvart nemendum og starfsmönnum ásamt umsækjendum um nám og störf við stofnunina.

Persónuupplýsingar sem FG safnar eru varðveittar í eftirfarandi kerfum:


Upplýsingakerfið INNA

nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer og netfang þeirra einstaklinga sem skráðir eru í skólann annað hvort sem nemendur eða starfsmenn

námsferlar nemenda eru skráðir í Innu og þar koma fram einkunnir og skólasókn

undanþágur og ýmsar athugasemdir eru skráðar í Innu


Orri, fjárhags- og launabókhaldskerfi

nafn, kennitala og heimilisfang starfsmanna

bankaupplýsingar starfsmanna til að geta greitt þeim laun

launakjör

forsendur launaútreikninga

aðild að verkalýðsfélagi

iðvera, skráningu á fjarveru

starfsumsóknir

 

Gegnir

nafn, kennitala og heimilisfang nemenda og starfsmanna

útlán bóka og tímarita

GOPRO skjala- og málakerfi og skjalageymsla skólans

Persónuupplýsingar sem skólinn varðveitir og munu að 30 árum liðnum fara á þjóðskjalasafn, svo sem:

erindi tekin fyrir í skólaráði

greiningar nemenda sem berast skólanum

læknisvottorð

dæmi um prófúrlausnir


Hvaðan koma upplýsingarnar?

Upplýsingarnar sem skráðar eru í Innu koma frá nemanda sjálfum, forráðamanni hans, stjórnendum og kennara. Skilaboð send innan Innu eru varðveitt.

Netpóstur til skólans og starfsmanna getur verið varðveittur í samræmi við innihald netpóstsins.

Upplýsingar um sérþarfir nemenda koma frá nemanda eða forráðamanni hans.


2. Á hvaða grundvelli safnar FG persónuupplýsingum?

FG safnar persónuupplýsingum um nemendur fyrst og fremst til að geta uppfyllt skyldur sínar á grundvelli laga sem gilda um rekstur og þjónustu framhaldsskóla. FG vinnur með persónuupplýsingar um starfsmenn sína til að geta greitt þeim laun fyrir störf sín.

3. Varðveislutími

Þar sem FG er afhendingarskyldur aðili á grundvelli laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn er skólanum óheimilt að ónýta eða farga nokkru skjali sem fellur undir gildissvið laganna, nema með heimild þjóðskjalavarðar. Almennt eru þær persónuupplýsingar sem FG vinnur því afhentar Þjóðskjalasafni að þrjátíu árum liðnum. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig rafrænum skilum til Þjóðskjalasafns verður háttað en ljóst er að í framtíðinni verður um rafræn skil að ræða.

4. Hvernig er öryggi persónuupplýsinga tryggt?

FG leitast við að grípa til viðeigandi tæknilegra og skipulegra ráðstafana til að vernda persónuupplýsingar, með sértöku tilliti til eðlis þeirra. Þessum ráðstöfunum er ætlað að vernda persónuupplýsingar gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni og gegn óleyfilegum aðgangi, afritun, notkun eða miðlun þeirra.

FG stuðlar að virkri öryggisvitund starfsmanna með viðeigandi fræðslu og þjálfun varðandi öryggi við vinnslu persónuupplýsinga.

FG kann að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila af mismunandi ástæðum. Þannig geta þriðju aðilar sem veita skólanum upplýsingatækniþjónustu haft aðgang að persónuupplýsingum, en FG kann einnig að vera skylt samkvæmt lögum að afhenda þriðja aðila persónuupplýsingar.

FG mun gera vinnslusamning við þær vinnslustofnanir sem hýsa gögn skólans. Krafa verður gerð um að viðkomandi vinnsluaðilar uppfylli kröfur persónuverndarlaga. Þá mun FG ekki miðla persónuupplýsingum utan Evrópska efnahagssvæðisins nema slíkt sé heimilt á grundvelli viðeigandi ákvæða persónuverndarlöggjafar.


5. Réttindi einstaklinga samkvæmt persónuverndarlögum

Einstaklingar hafa rétt til að vita hvaða persónuupplýsingar skólinn vinnur um þá og geta eftir atvikum óskað eftir afriti af upplýsingunum. Þá geta einstaklingar fengið rangar persónuupplýsingar um sig leiðréttar. Jafnframt geta einstaklingar í ákveðnum tilvikum mótmælt vinnslu persónuupplýsinga og óskað eftir því að vinnsla þeirra verði takmörkuð.
Óski einstaklingur eftir að flytja upplýsingar um sig til annars aðila, t.d. til annars skóla, getur viðkomandi einnig átt rétt á að fá persónuupplýsingar sínar afhendar til sín á algengu tölvutæku formi eða að þær verði fluttar beint til viðkomandi þriðja aðila.
Í þeim tilvikum þar sem vinnsla skólans byggist á samþykki getur sá sem samþykkið veitti alltaf afturkallað það.
Myndir til birtinga á auglýsingaefni skólans, á heimsíðu hans eða á samfélagsmiðlum á vegum hans er aðeins birt ef liggur fyrir heimild frá nemanda og (ef við á) forráðamanni hans. Hægt skal vera að draga hana til baka á jafn auðveldan hátt og heimildin var veitt. Ætíð skal orðið við beiðni nemanda eða (ef við á) forráðamanns hans um að fjarlægja mynd af heimasíðu eða samfélagsmiðlum á vegum skólans. Undanþága frá kröfum um heimild til myndbirtinga er þegar hópmynd er tekin í skólanum eða á atburðum honum tengdum og enginn einn er fókus myndarinnar. Nemandi og eða (ef við á) forráðamaður hans getur þó farið fram á að slíkar myndir verði fjarlægðar af vef skólans eða samfélagsmiðum á hans vegum án þess að gefa upp ástæðu þess.

FG virðir framangreind réttindi einstaklinga samkvæmt persónuverndarlögum.
Leitast er við að bregðast við öllum beiðnum innan mánaðar frá viðtöku þeirra. Sé um að ræða umfangsmikla eða flókna beiðni mun skólinn upplýsa um slíkar tafir og leitast við að svara í síðasta lagi innan þriggja mánaða frá viðtöku á beiðni.

Nánar um réttindi einstaklinga varðandi persónuvernd.


6. Ábyrgð á grundvelli persónuverndarlaga

Skólinn ber ábyrgð á þeirri vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram á vegum hans.


7. Fyrirspurnir og kvörtun til Persónuverndar

Hafi einstaklingar spurningar um persónuverndarstefnu þessa eða hvernig skólinn varðveitir eða vinnur persónuupplýsingar að öðru leyti, geta þeir ávallt haft samband við persónuverndarfulltrúa FG sem mun leitast við að svara fyrirspurnum og leiðbeina einstaklingum um réttindi þeirra samkvæmt persónuverndarstefnu þessari og persónuverndarlögum.
Ef einstaklingur er ósáttur við vinnslu FG á persónuupplýsingum hans getur hann jafnframt sent erindi til Persónuverndar (www.personuvernd.is).


8. Samskiptaupplýsingar

Persónuverndarfulltrúi FG mun hafa umsjón með eftirfylgni við persónuverndarstefnu þessa og framfylgni við persónuverndarlög.

Persónuverndarfulltrúi FG er Jón Páll Hilmarsson lögmaður hjá Pacta lögmönnum og er hægt að senda honum tölvupóst á netfangið personuvernd@fg.is.

Einnig er hægt að senda póst á fg@fg.is og verður honum komið á framfæri við persónuverndarfulltrúa FG. Einnig er hægt að hringja í skólann í síma 520 1600 og hafa samband við tengilið persónuverndarfulltrúans innan skólans eða senda viðkomandi tengilið tölvupóst. Tengiliður FG við persónuverndarfulltrúann er Snjólaug Elín Bjarnadóttir aðstoðarskólameistari og er hún með netfangið snjolaugb@fg.is.

Samskiptaupplýsingar skólans:

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
Skólabraut 6
210 Garðabær
Sími: 520 1600
Netfang: fg@fg.is


9. Endurskoðun

FG getur frá einum tíma til annars breytt persónuverndarstefnu þessari í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum og reglugerðum eða vegna breytinga á því hvernig skólinn vinnur með persónuupplýsingar. Verði gerðar breytingar á stefnu þessari verður slíkt kynnt á heimasíðu FG www.fg.is .
Allar breytingar sem kunna að verða gerðar á stefnunni taka gildi eftir að uppfærð útgáfa hefur verið birt.


Þessi persónuverndarstefna var kynnt í skólanefnd (25. okt. 2018) og tekur þegar í stað gildi.

8. febrúar 2019

Rafræn vöktun (öryggismyndavélar)

Rafræn vöktun með öryggismyndavélum í og við húsnæði FG byggir á lögmætum hagsmunum og er metin nauðsynleg í öryggis- og eignavörsluskyni. Tilgangur vöktunarinnar er að varna því að eigum sé stolið, þær skemmdar eða farið sé um húsnæði skólans í leyfisleysi.

Öryggismyndavélarnar eru 3 talsins og eru staðsettar við innganga skólans. Sérstakar merkingar eru við lóðarmörk og innganga skólans til að þeir sem eiga leið um svæðið viti af tilvist myndavélanna.

Myndefni sem verður til við vöktun er vistað á sérstökum netþjóni sem skólameistari, aðstoðarskólameistari, kerfisstjóri og umsjónarmaður fasteignar hafa aðgang að.

Myndefnið er eingöngu skoðað ef upp koma atvik sem varða eignavörslu eða öryggi, s.s. ef þjófnaður hefur átt sér stað, skemmdarverk eða slys.

Myndefnið er geymt í 30 daga og eyðist sjálfkrafa.

Myndefni sem verður til við vöktun er ekki afhent öðrum og ekki unnið með það nema með samþykki þess sem upptakan er af eða með heimild Persónuverndar. Undantekning frá þessu er að heimilt er að afhenda lögreglu upptökur, varði þær upplýsingar um slys eða refsiverða háttsemi, eins og kveðið er á um í reglum nr. 50/2023 um rafræna vöktun.

Starfsmannastefna

Inngangur
Starfsmannastefna Fjölbrautaskólans í Garðabæ tekur til allra starfsmanna skólans. Henni er ætlað að vera til hvatningar og upplýsingar fyrir alla starfsmenn skólans.
Starfsmannastefnan lýsir vilja skólans til að vera góður vinnustaður þar sem gott starf er unnið af áhugasömu, samstilltu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis. Starfsmannastefnunni er ætlað að tryggja starfsmönnum sem best starfsskilyrði og möguleika til að vaxa og dafna í starfi.

Markmið
Markmið starfsmannastefnu Fjölbrautaskólans í Garðabæ er að skólinn gegni lögmæltu hlutverki sínu, svo sem kveðið er á um í 2. gr. laga um framhaldsskóla nr. 80/1996, og uppfylli réttmætar væntingar sem gerðar eru til skólans og starfsmanna hans. Til þess að svo megi verða þarf Fjölbrautaskólinn í Garðabæ að hafa á að skipa hæfum og áhugasömum starfsmönnum sem helga krafta sína skólanum og þeirri kennslu-, fræðslu- og þjónustustarfsemi sem þar fer fram og bregðast við síbreytilegum þörfum nemenda og þjóðfélags.

Áherslur skólans endurspeglast í leiðarljósum hans:

 • Árangursríkt og metnaðarfullt skólastarf / vönduð vinnubrögð / fagmennska
 • Þekking, ábyrgð, sjálfstæði
 • Frumkvæði
 • Samvinna og sveigjanleiki
 • Virðing og trúnaður

1. Ráðningar
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ vill ráða til sín og hafa í þjónustu sinni hæfa, dugandi og heiðarlega starfsmenn sem þykir eftirsóknarvert að starfa við skólann vegna þeirra vinnubragða, starfsaðstöðu og starfsanda sem þar er og vegna þeirra launakjara sem þar eru í boði. Allar ákvarðanir um ráðningar skulu vera vel rökstuddar og byggðar á málefna­legum sjónarmiðum með hliðsjón af starfslýsingum. Reynslutími er almennt sex mánuðir og er sá tími nýttur til að meta frammistöðu starfsmanna innan skólans.

Starfsauglýsingar: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ telur mikilvægt að þeirri meginreglu sé fylgt að laus störf séu auglýst. Skólinn leggur metnað sinn í að standa vel að gerð starfsauglýsinga og að gæta þar jafnréttissjónarmiða.

Móttaka og fræðsla nýrra starfsmanna: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ leggur áherslu á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og að þeim líði vel í starfi frá upphafi. Nýir starfsmenn skulu fræddir um starfsemi skólans og það sem lýtur að starfssviði þeirra og um réttindi þeirra og skyldur. Stjórnandi er ábyrgur fyrir því að nýjum starfsmanni sé veitt slík fræðsla. Huga skal sérstaklega að leiðbeiningum til erlendra starfsmanna og þeir hvattir til íslenskunáms.


2. Starfsþróun
Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er það kappsmál að veita öllum starfsmönnum trausta og góða starfsþjálfun og skapa aðstæður til að viðhalda og auka þekkingu og fagmennsku þeirra með endur- og símenntun. Starfsmönnum skólans skal gefinn kostur á að sækja ráðstefnur og fara í kynnisferðir og rækja þannig samstarf við innlend og erlend starfssystkin eftir því sem kostur er enda sé þjálfunin markviss og sýnt að hún muni nýtast í starfi. Starfsmenn skulu leitast við að laga sig að síbreytilegum kröfum sem starfið gerir til þeirra, svo sem vegna faglegrar og tæknilegrar þróunar og vera reiðubúnir að þjálfa sig til nýrra og breyttra verkefna. Skólinn leitast við að verða við óskum starfsmanna um breytingar á störfum eftir því sem við á. Þróun faglegrar hæfni starfsmanna er á ábyrgð starfsmanna og stjórnenda.

Starfsmannasamtöl: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ leggur áherslu á að starfs­mannasamtöl fari fram einu sinni á ári og eru þau vettvangur samræðu milli starfsmanna og stjórnenda. Tilgangur samtalanna er að stuðla að velferð starfs­manna, gæðastjórnun og bættum starfsárangri sem og gagnkvæmri upplýsinga­miðlun. Samtölunum er ætlað að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum að ná settum markmiðum, að skerpa vitundina um þessi markmið og þá ábyrgð sem þeim fylgir. Starfsmannasamtölunum er einnig ætlað að byggja upp gagnkvæmt traust og þar fer fram umræða um líðan starfsmanna á vinnustað. Mikilvægt er að starfsmannasamtöl séu vandlega undirbúin, þeim sé fylgt eftir, úrræði séu skipulögð og trúnaðar sé gætt á öllum stigum. Skólameistari ber ábyrgð á að starfs­mannasamtöl séu skipulögð með faglegum hætti.


3. Jafnrétti
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ leggur áherslu á að jafnræðis og jafnréttis sé gætt á öllum sviðum skólastarfsins. Í því felst að óheimilt er að mismuna starfsmönnum eftir aldri, kynferði, kynþætti, kynhneigð, fötlun, þjóðerni, trúarskoðunum, stjórnmálaskoðunum eða af öðrum ómálefnanlegum ástæðum. Jafnréttisstefna Fjölbrautaskólans í Garðabæ hvílir á þremur meginstoðum: Jafnréttisáætlun, stefnu í málefnum fatlaðra og stefnu gegn mismunun. Mikilvægt er að starfsmenn virði jafnréttisstefnuna og vinni í anda hennar.


4. Samskipti og boðmiðlun
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ vill stuðla að góðum starfsanda þar sem ríkir traust, trúnaður, jafnræði og hreinskilni í samskiptum milli starfsmanna. Starfsmenn skulu temja sér kurteisi og háttvísi í framkomu og auðsýna hver öðrum virðingu, umburðarlyndi og jákvætt viðmót.
Til að skapa góðan starfsanda vill skólinn:

 • Hvetja starfsmenn til að sýna kostgæfni í starfi og rækta fagleg samskipti sín á milli.
 • Tryggja greiðan aðgang starfsmanna að gögnum, m.a. með öflugri upp­lýsinga­tækni.

Verði starfsmenn uppvísir að ósæmilegri framkomu í garð samstarfsmanna sinna, s.s. kynferðislegri áreitni eða einelti, teljast þeir brjóta grundvallarreglur samskipta á vinnustað sem getur leitt til áminningar, jafnvel uppsagnar. Stjórnendum ber skylda til að upplýsa starfsmenn um málefni sem varða starfsemi skólans með reglulegum fundum og öðrum leiðum. Allar upplýsingar um stefnu og starfsemi Fjölbrautaskólans í Garðabæ skulu ávallt vera öllum starfsmönnum aðgengilegar og skiljanlegar.

5. Laun, starfsskilyrði - vinnuvernd
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ leitast við að tryggja hverjum starfsmanni þau skilyrði og þá aðstöðu sem hann þarf til að rækja starf sitt vel. Starfsöryggi sé tryggt svo sem frekast er unnt.

Launamál: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ vill búa starfsmönnum sínum góð launakjör, starfsskilyrði og starfsaðstöðu svo að hann geti ráðið til sín og haldið hæfum starfsmönnum. Laun skulu ákvörðuð með sanngjörnum hætti á grundvelli hlutlægra og gagnsærra mælikvarða í samræmi við gerða stofnanasamninga. Starfslýsingar skulu ávallt liggja fyrir og þess skal sérstaklega gætt að starfsmönnum sé ekki mismunað í launum vegna kynferðis eða annarra ómálefnanlegra ástæðna.

Vinnutími og fjölskylduábyrgð: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ vill að vinnuálagi starfsmanna sé að jafnaði í hóf stillt. Skólinn vill eftir megni taka tillit til óska þeirra um vinnutíma og starfshlutfall. Lögð er áhersla á góða ástundun og stundvísi. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ leitast við að skapa starfsmönnum sínum aðstæður til að samræma þær skyldur sem starfið og fjölskyldan leggja þeim á herðar. Starfsmönnum skal gefinn kostur á tímabundinni lækkun á starfshlutfalli og sveigjanlegum vinnutíma vegna fjölskylduábyrgðar eftir því sem unnt er og án þess að það hafi áhrif á starfsframa þeirra. Skólinn hvetur feður sérstaklega til þess að nýta sér möguleika sína til að samræma starfs- og fjölskylduábyrgð.

Launalaus leyfi: Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er heimilt að veita starfsmönnum skólans launalaus leyfi, í eitt ár á fimm ára tímabili, hafi þeir að jafnaði starfað samfellt við skólann í fimm ár. Skólameistari veitir leyfið samkvæmt sérstökum reglum er um það gilda.

Starfsaðstaða og öryggi starfsmanna: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ skal láta hverjum starfsmanni í té aðstöðu sem gerir honum kleift að sinna starfi sínu af kostgæfni. Stjórnendur skólans meta þörf starfsmanna fyrir starfsaðstöðu, s.s. fyrir rými og tækjakost sem þeir þurfa til að rækja starf sitt. Taka skal sérstakt tillit til starfsmanna með fötlun.
Skólinn skal leitast við að tryggja öllum starfsmönnum sínum gott starfsumhverfi sem fullnægir ströngustu kröfum um öryggi, hollustu og vinnuvernd. Öryggisnefnd Fjölbrautaskólans í Garðabæ er til leiðbeiningar í þeim efnum. Starfsmenn bera sjálfir ábyrgð á að fylgja þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra um aðgætni í starfi og leggja þannig fram mikilvægan skerf til aukins starfsöryggis.

Heilbrigði og félagsstarf: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ leggur áherslu á að starfsmenn leggi rækt við eigin heilsu og ástundi heilbrigt líferni. Skólinn veitir starfsmönnum árlega styrk til líkamsræktar og stuðlar með því að bættri líðan þeirra og heilsu. Skólinn er tóbaks-, áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður. Í því felst m.a. að óheimilt er að vera undir áhrifum áfengis og vímuefna í starfi. Komi í ljós að starfsmaður eigi við áfengis- og/eða vímuefnavanda að stríða ber stjórnendum og/eða samstarfsmönnum að bregðast við og leita úrlausna í samráði við skóla­meistara.
Skólinn vill efla samvinnu og samneyti starfsmanna t.d. með því að leggja þeim til aðstöðu eftir því sem unnt er.

6. Stjórnunarhættir
Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er stjórnað í anda þeirrar meginstefnu að veita öllum starfsmönnum, í samræmi við hæfni þeirra og eðli starfsins, virka hlutdeild í stjórnun skólans og ákvörðunum. Stuðla skal að góðum og nútímalegum stjórnunarháttum, sem m.a. felast í jákvæðu viðhorfi til samstarfsmanna og virku upplýsingastreymi. Stjórnendum ber jafnan að hafa samráð við starfsmenn um málefni vinnustaðarins er þá varða og beita sér fyrir sem víðtækastri sátt um þau. Ákvörðunarvald og ábyrgð stjórnenda gagnvart starfsmönnum skal vera vel skilgreint og starfsmönnum ljós. Stjórnendur eiga að vinna að settum markmiðum og gera starfsmönnum kleift að taka framförum, bæði faglega og persónulega.

7. Starfslok
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ vill koma til móts við óskir starfsmanna um starfslok, t.d. með að breyta starfshlutfalli eða starfsskyldum síðustu misserin í starfi. Fastráðnum starfsmönnum gefst kostur á starfslokaviðtali hjá skólameistara. Viðtalið gefur skólanum tækifæri til að draga lærdóm af ábendingum starfsmanna um það sem betur má fara í skólastarfinu.

8. Framkvæmd og eftirfylgni starfsmannastefnu
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ skal annað hvert ár gera starfsáætlun um framkvæmd starfs­manna­stefnu þar sem fram koma markmið, áherslur og aðgerðir skólans. Í lok hvers tímabils skulu stjórnendur meta þann árangur sem náðst hefur og skal birta niðurstöður í ársskýrslu skólans. Skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ ber ábyrgð á því að starfsmanna­stefnu Fjölbrautaskólans í Garðabæ sé framfylgt.

 

Samþykkt á skólanefndarfundi dags. 30.04. 2008
og á skólaráðsfundi dags. 28.05. 2008.

Stefna og viðbragðsáætlun Fjölbrautaskólans í Garðabæ gegn einelti og hverskyns ofbeldi

Í fyrirmyndarskóla er upplýsingaflæði í hávegum haft og áhersla lögð á góð samskipti. Þar er ólíkum einstaklingum sýnt umburðarlyndi og fordómar ekki liðnir. Tekið er á vandamálum sem upp kunna að koma eins og ágreiningi, einelti og hverskyns ofbeldi. Viðbrögðin eru markviss og leitað lausna í stað þess að grafa slík mál í þögn. Þar sem einelti/ofbeldi er látið viðgangast getur það haft umtalsverð áhrif á þá sem þar starfa og mótað þann vinnuanda sem ríkir. Það er því ábyrgð allra þeirra sem verða varir við einelti/ofbeldi af einhverju tagi að koma ábendingum þar um til réttra aðila til að hægt sé að vinna með málið. Markmið viðbragðsáætlunarinnar er að gripið verði samstundis til aðgerða gegn einelti og hverskyns ofbeldi og málin leidd til lykta.

Stefna
Það er stefna FG að starfsfólk/nemendur sýni samstarfsfólki sínu og samnemendum alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti og ofbeldi verður undir engum kringumstæðum umborið í skólanum. Meðvirkni starfsfólks/nemenda í einelti/ofbeldi er fordæmd.

Skilgreining skólans á hvað einelti/ofbeldi er styðst við reglugerð nr. 1000/2004 en þar segir í 3. gr.:

 • Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.
 • Kynbundin áreitni: Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.
 • Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.
 • Ofbeldi: Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis.

Sjá nánar: http://www.vinnueftirlit.is/vinnueftirlit/upload/files/fraedsluefni/baeklingar/

Stjórnendur bera ekki aðeins ábyrgð á störfum starfsfólks heldur einnig á því að grundvallarreglur samskipta í skólanum séu virtar. Nýju starfsfólki er kynnt stefna og viðbragðsáætlun skólans í eineltis og ofbeldismálum strax við upphaf starfs. Stefnan og viðbragðsáætlunin eru rifjaðar upp reglulega á starfsmannafundum og opnum fundum með nemendum skólans.

Í skólanum geta komið upp ágreiningsmál og hagsmunaárekstrar sem valdið geta óþægindum. Mikilvægt er að leysa slík mál án tafar áður en þau þróast til verri vegar.
Tekið er á fölskum ásökunum um einelti/ofbeldi af sömu festu og einelti/ofbeldi almennt.
Komi upp einelti/ofbeldi meðal starfsfólks skulu þolendur leita til næsta yfirmanns sbr. skipurit FG. Ef yfirmaðurinn er gerandinn eða hundsar vandamálið er hægt að leita til tveggja annarra aðila (sjá næsta kafla). Verði nemandi fyrir einelti/ofbeldi eða hefur vitneskju um að slíkt sé til staðar skal hann koma ábendingu þar að lútandi til umsjónarkennara, námsráðgjafa eða skólastjórnenda. Mikilvægt er að skrá tilkynninguna á þar til gert eyðublað. Þeir aðilar sem leitað er til vegna eineltis/ofbeldis skulu sýna þolanda fullan trúnað.

Skólinn skal grípa til aðgerða gagnvart starfsfólki/nemendum sem verða uppvísir að einelti/ofbeldi, t.d. með áminningu, tilflutningi í starfi/áfanga/hópi eða uppsögn/brottrekstri úr skóla. Alvarleg atvik geta leitt til kæru/tilkynningar til opinberra aðila.

Viðbrögð
Viðbragðsáætlun

Starfsfólk sem verður fyrir einelti/ofbeldi skal snúa sér hið fyrsta til næsta yfirmanns sbr. skipurit FG og tilkynna um atvikið. Ef næsti yfirmaður er gerandi málsins eða sinnir því ekki er hægt að snúa sér til þar næsta yfirmanns eða tveggja annarra trúnaðaraðila.
Þegar yfirmaður eða trúnaðaraðilar skólans fá vitneskju um einelti/ofbeldi munu þeir bregðast við samkvæmt eftirfarandi viðbragðsáætlun.
Auk yfirstjórnenda skólans eru eftirfarandi tilbúnir að ræða við þolanda um meint einelti/ofbeldi á vinnustaðnum.

1. Trúnaðarmaður
2. Öryggistrúnaðarmaður

Verði nemandi fyrir einelti/ofbeldi eða hefur vitneskju um að slíkt sé viðhaft gagnvart öðrum nemanda skal hann upplýsa það til umsjónarkennara, námsráðgjafa eða skólastjórnenda.

Strax er metin þörf þolanda fyrir bráðan stuðning og hann veittur. Lögð verður áhersla á að leysa málið hið fyrsta.

Sá aðili, sem samband er haft við, ákvarðar síðan í samráði við þolandann hvert framhaldið verður. Hægt er að velja á milli óformlegrar eða formlegrar málsmeðferðar.

Óformleg málsmeðferð
Slík málsmeðferð felur í sér að leitað er upplýsinga hjá þolanda og honum veittur stuðningur með trúnaðarsamtali eða ráðgjöf. Aðrir innan skólans eru ekki upplýstir um málið.

Formleg málsmeðferð
Gerð er hlutlaus athugun á málsatvikum. Rætt er við þolanda, geranda og aðra sem veitt geta upplýsingar um málið. Mikilvægt er að leita upplýsinga um tímasetningar og fá fram gögn ef einhver eru, s.s. tölvupóst, sms-skilaboð eða annað.
Fundin skal lausn sem m.a. getur falist í breytingum á vinnustaðnum, stundatöflu, vinnubrögðum eða vinnuskipulagi. Gerandi mun fá leiðsögn og aðvörun, hann gæti líka verið færður til.
Málinu sé fylgt eftir og rætt við aðila þess að ákveðnum tíma liðnum. Fylgst er með samskiptum aðila málsins.
Láti gerandi ekki segjast og viðheldur eineltinu/ofbeldinu getur það leitt til uppsagnar úr starfi eða brottvísunar úr skóla.

Viðbragðsáætlun starfsfólk

 

Grunur um einelti/ofbeldi

Stjórnendur /næsti yfirmaður /trúnaðarmenn eða aðrir sem fá ábendingu um einelti koma upplýsingum til viðeigandi aðila. Skrá niður og afla upplýsinga.

 


Staðfestur grunur um einelti/ofbeldi


Samband við aðila málsins. Unnið að lausn
samkvæmt verklagi skólans.

 

Staðfest að ekki sé um einelti/ofbeldi að ræða
Gögnum haldið til haga.


Óformleg
málsmeðferð


Þolanda veittur
stuðningur með
trúnaðarsamtali
eða ráðgjöf.


Formleg
málsmeðferð


Rætt er við
þolanda og geranda,
fengin fram gögn
ef einhver eru.

Fundin leið/leiðir
til úrbóta.

Málinu fylgt eftir
og rætt við aðila
þess að ákveðnum
tíma liðnum.
Fylgst með
samskiptum aðila
málsins.

Utanaðkomandi
sérfræðiaðstoð ef
þörf er á.

 

     

 

Viðbragðsáætlun - nemendur


Grunur um einelti/ofbeldi

Umsjónarkennari/námsráðgjafi/skólastjórnendur fá ábendingu um einelti/ofbeldi. Skrá niður
og afla upplýsinga.


Staðfestur grunur um einelti/ofbeldi

Samband við aðila málsins nemendur
og/eða forráðamenn nemenda undir 18
ára aldri. Unnið að lausn
samkvæmt verklagi skólans.

Staðfest að ekki sé um einelti/ofbeldi að
ræða
Gögnum haldið til haga.


Málið leyst

Samband við
aðila, nemendur
og/eða
forráðamenn
nemenda undir 18
ára aldri.

 

Stuðningur við
þolendur og/eða
gerendur sé þess
þörf.


Málið ekki leyst

Áframhaldandi
vinna þar til lausn
fæst.
Samband við
aðila, nemendur
og/eða
forráðamenn.

Stuðningur sé
þess þörf.

Skólaráð

Skólanefnd

     

Ef ekki næst viðunandi árangur í eineltismálum er hægt að leita til Fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum.

Stuðst var við eftirfarandi gögn við gerð þessarar áætlunar:

http://www.fjarmalaraduneyti.is/starfsmenn-rikisins/starfsaevin/einelti/. Sótt 2.02.2010,

http://www.vinnueftirlit.is/ : Dæmi um stefnu og viðbragðsáætlun í eineltismálum. Sótt 29.01.2010

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað; 1000/2004, Félagsmálaráðuneytið 2.des.2004.

http://www.flensborg.is/Thjonusta/Namsradgjof/Einelti/ Sótt: 1.02.2010

http://www.vinnueftirlit.is/vinnueftirlit/upload/files/fraedsluefni/baeklingar/

Samþykkt í skólaráði FG 24.03.2010
Endurskoðað 2.02.2022
Endurskoðað 07.09.2022

Forvarnastefna

MARKMIÐ:
Skólinn vill stuðla að heilbrigðum lífsháttum og jákvæðri lífssýn nemenda sinna og vinna gegn hverskyns sjálfseyðandi hegðun.

LEIÐIR:
Markmiðum þessum hyggst skólinn ná með því að

 • hafa sérstakan forvarnafulltrúa sem annast skipulagningu forvarnarstarfs skólans
 • Forvarnarfulltrúi
 • er boðberi forvarna innan skólans. Hann er talsmaður ákveðinna hugmynda gagnvart stjórnendum, starfsmönnum, nemendum og forráðamönnum.
 • miðlar upplýsingum til nemenda og aðstandenda þeirra með viðtalstímum,
  upplýsingabanka og fræðslufundum
 • vinnur að stefnumörkun skólans í forvarnarmálum
 • gerir forvarnaráætlun fyrir starfstímabil skólans og er ábyrgur fyrir framkvæmd hennar
 • aðstoðar við samþættingu forvarna við annað skólastarf, t.d. kennslu
 • heldur utan um 1. stigs forvarnir og leitar leiða til að bæta slæmt ástand, t.d í félagslífi
 • hefur inngrip í mál nemenda þar sem íhlutunar er þörf og metur hvert tilfelli fyrir sig
 • gætir trúnaðar gagnvart skjólstæðingum sínum
 • starfar með forvarnarteymi sem er honum til ráðuneytis.

 • standa fyrir forvarnarfræðslu fyrir nemendur, starfsmenn skólans og aðstandendur nemenda
 • Forvarnarfulltrúi hefur umsjón með allri fræðslustarfsemi um tóbak, áfengi og önnur vímuefni. Hann kemur á framfæri upplýsingum um niðurstöður rannsókna á stöðu og líðan unglinga, samskipti og fræðslu um fyrirbyggjandi þætti varðandi áhættuhegðun o.fl.
 • Fræðslan er fyrir þrjá markhópa; nemendur, starfsmenn skólans og aðstandendur nemenda.
 • Allir starfsmenn hljóti menntun og þjálfun í að þekkja einkenni, sem nemendur í vanda bera oft með sér, og viti hvert vísa á slíkum málum.
 • Haldnir verði reglulega umræðu- og fræðslufundir með foreldrum og forvarnarstarf skólans og viðtalstímar forvarnarfulltrúa sé vel kynnt meðal foreldra.
 • Ýmsir aðilar verði fengnir til að sjá um fræðslu fyrir nemendur. Jafnframt fræðslu um áhættu af neyslu fíkniefna sé lögð áhersla á að kynna aðra valkosti og lífshætti þar sem neysla fíkniefna á ekki við eða er ekki eftirsóknarverð.

 • flétta forvarnir með einum eða öðrum hætti inn í allar námsgreinar skólans
 • Forvarnarfulltrúi stýrir vinnu kennara við að finna leiðir til að flétta forvarnir inn í skólastarfið og kennsluna, t.d. með því að
 • halda vinnufundi þar sem kennarar safna hugmyndum innan faghópa og þverfaglega
 • safna skýrslum um samþættingu forvarnarefnis og annars námsefnis
 • dreifa sýnishornum af slíku efni meðal kennara

 • sjá nemendum fyrir viðfangsefnum sem styrkja sjálfsmynd og sjálfsvirðingu
 • Ráðgjöf um námsval miði að heilbrigðu sjálfsmati. Nemandi taki það nám sem hann hefur forsendur til að ráða við, kemur honum að gagni og er honum ekki á móti skapi, þannig að hann finni að hann tilheyri skólanum og geti náð árangri.
 • Leitað verði leiða til að þjálfa tilfinningalega færni, vitsmunalega færni og hegðunarfærni nemenda, sér í lagi nemenda sem vitað er að eiga í erfiðleikum og eru í áhættuhópi varðandi vímuefnanotkun.
 • reyna að koma í veg fyrir eða seinka reykingum, áfengisdrykkju og neyslu annarra fíkniefna

 • Unnið verði að því með
 • fræðslu um langtímaskaðsemi tóbaks, áfengis og annarra fíkniefna
 • með skýrum reglum um umgengni um ávana- og fíkniefni og viðurlögum við brotum á þeim
 • námskeiðum fyrir þá sem vilja hætta að reykja
 • framboði og fræðslu um aðra valkosti sem veita upplifun, s.s. áreynslu í íþróttum, ferðamennsku, listiðkun (söng, dans, leiklist), verkstæðisvinnu, glímu við gátur og þrautir og önnur viðfangsefni sem stuðla að aukinni lífsnautn og lífsgleði
 • hvatningu til nemenda til að taka þátt í hjálparstarfi eða öðru starfi þar sem nemandinn finnur að hann getur látið gott af sér leiða
 • stuðningi við hvers konar áhugamál sem gætu aðstoðað einstaklinginn við að lifa merkingarbæru lífi

 • stuðla að viðburðum á vegum skólans og félagslífi nemenda sem einkennast af heilbrigðum lífsháttum og efla lífsgleði
 • Tómstundastarf og skemmtanalíf án vímuefna verði styrkt í sessi með því að skólinn gangist fyrir sérstökum uppákomum, s.s. danskennslu og vímulausum skemmtikvöldum.
 • Nemendur verði hvattir og styrktir til að leita upplifunar með þátttöku í listum, hönnun, íþróttum, ferðamennsku eða öðrum viðfangsefnum sem aðstoða nemandann við að finna lífi sínu tilgang.

 • setja skýrar reglur um til hvers sé ætlast af nemandanum varðandi umgengni um ávana- og fíkniefni og hver séu viðurlög við brotlegri hegðun
 • Reglur skólans eru:
  • Skólinn er reyklaus. Nemendum og starfsmönnum er óheimilt að reykja í húsnæði skólans og á skólalóð (frá og með 15. júní 1999).
  • Neysla áfengis eða annarra vímuefna er stranglega bönnuð í húsnæði skólans. Sé nemandi uppvís að neyslu vímuefna innan skólans getur hann valið á milli þess að leita sér aðstoðar sérfræðinga eða víkja úr skóla.
  • Á skólaskemmtunum og ferðalögum í nafni skólans ber nemendum að sýna góða hegðun. Ósæmileg hegðun, svo sem ölvun, getur varðað brottvísun úr skóla og ber skólaráði að fjalla um öll slík mál.
  • Öllum alvarlegri málum, svo sem sölu eða milligöngu um sölu áfengis, sölu eða dreifingu ólöglegra fíkniefna er umsvifalaust vísað til lögreglu. Skólaráð ákveður hvort nemanda sé vísað úr skóla á meðan rannsókn fer fram.
 • gera áætlun um viðbrögð til að aðstoða ungmenni sem eru í áhættuhópi
 • Stofna stuðningshópa fyrir nemendur í áhættuhópi.
 • Skilgreina tilvísunaraðila innan og utan skólans þegar íhlutunar er þörf og stofna til tengsla við þá, s.s.
  • námsráðgjafa
  • heilsugæslu skólans
  • almenna heilsugæslu
  • sálgæslu og áfallahjálp (prests, djákna)
  • sálfræðing
  • meðferðaraðila

 • taka þátt í að samstilla krafta þeirra sem vinna gegn áfengis- og fíkniefnanotkun í umhverfi nemenda sinna
 • Forvarnarfulltrúi og forvarnarteymi séu í beinu sambandi við og fái hugmyndir frá m.a.
 • fræðslumiðstöð í fíknivörnum, FRÆ
 • forvarnarstarfi á vegum menntamálaráðuneytis
 • forvarnarstarfi á vegum Garðabæjar og Bessastaðahrepps
 • forvarnarumræðu á vegum samtaka skólastjórnenda
 • SÁÁ, samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann
 • lögreglu
 • kirkju

 • vera með stefnumörkun í forvörnum í sífelldri endurskoðun
 • Stefnumörkunin verði endurskoðuð reglulega af
 • forvarnarteymi
 • kennarafundi
 • skólanefnd
 • stjórn NFFG eða þeim aðila sem stjórnin vísar til

Umhverfisstefna / Samgöngustefna

Umhverfisstefna FG tekur til allrar starfsemi skólans og miðar að sjálfbærri þróun og verndun umhverfisins. Stefnan ber vott um vilja skólans til að efla vitun nemanda, kennara og annarra starfmanna um umhverfismál. Málaflokk sem er mikilvægur öllum þegnum þjóðfélagsins þar sem öllum ber skylda til að sýna ábyrgð í umhverfismálum og búa komandi kynslóðum jafnan rétt til að njóta umhverfisins og þeir sjálfir njóta.

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ er framhaldsskóli sem hefur það markmið að nám í skólanum stuðli að alhliða þroska nemenda svo að þeir verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi. Markmið umhverfisstefnu Fjölbrautaskólans í Garðabæ er að skólinn sýni ávallt árvekni í umhverfismálum, auki umhverfisvitund og hafi frumkvæði að umbótum. Skólinn færir grænt bókhald og fylgir stefnu um græn skref í ríkisrekstri: grænskref.is

Áherslur skólans eru að sjónarmið umhverfisverndar og þar með sjálfbærni sé gætt í öllum rekstri og að fræðsla um umhverfismál sé fléttuð inn í námsefni á viðeigandi stöðum í námsvísi skólans og umhverfisverndar-sjónarmiðum verði gerð glögg skil.

Umhverfisstefna skólans er endurskoðuð reglulega í samræmi við aðstæður hverju sinni. Framkvæmdaáætlun í umhverfismálum er hluti af starfsáætlun skólans þar sem fram koma verkefni hvers árs og er hún unnin með starfs-mönnum skólans og nemendum þar sem það á við. Framkvæmdaáætlunin er í samræmi við gátlista Grænna skrefa.

Samgöngustefna FG hefur að markmiði að stuðla að lífstíl og viðhorfi í átt að aukinni náttúruvernd m.a. með því að auka vitund um þau áhrif sem samgöngumáti hefur á umhverfið og heilsuna.

FG hvetur starfsfólk til að nýta sér vistvæna og heilsusamlega samgöngumáta til að ferðast til og frá vinnustað. Með vistvænum samgöngumáta er átt við að nýttur sé annar ferðamáti en einkabifreið t.d. reiðhjól eða almenningssamgöngur. FG skuldbindur sig til þess að bjóða upp á traust hjólastæði en einnig býður FG upp á sturtuaðstöðu.

Á svokölluðum ,,Gráum dögum“ er viðbúið að svifryksmengun sé yfir heilbrigðismörkum og eru starfsmenn þá sérstaklega hvattir til að koma til vinnu með vistvænum samgöngumáta og stuðla þannig að því að draga úr mengun.

Það starfsfólk sem ferðast til og frá vinnu með vistvænum hætti að jafnaði í 60% tilfella á mánaðargrunni á rétt á samgöngustyrk. Nemendur fá fræðslu um vistvænan ferðamáta og hvatningu til aukinnar umhverfisvitundar í lýðheilsuáfanga sem er skylduáfangi á öllum brautum skólans.

Bætt og endurskoðað 22. Ágúst 2022
Bætt og endurskoðað 7. sept. 2020/ 15. okt.2020.
Endurskoðun 11. apríl 2019

 

 

Stefnuskrá Fjölbrautaskólans í Garðabæ

Heilsustefna

Jafnréttisstefna
Aðgerðaráætlun

Jafnlaunastefna

Loftslagsstefna
Aðgerðaráætlun

Persónuverndarstefna

Rafræn vöktun

Starfsmannastefna

Stefna og viðbragðsáætlun Fjölbrautaskólans í Garðabæ gegn einelti og hverskyns ofbeldi

Stefna skólans í forvörnum

Umhverfisstefna

 

 

Aðgerðaráætlun við loftlagsstefnu

Áfallaáætlun

Jafnréttisáætlun

Endurmenntunaráætlun

Barnavernd

Stefna og viðbragðsáætlun Fjölbrautaskólans í Garðabæ gegn einelti og hverskyns ofbeldi

Viðbragðsleiðbeiningar, Covid-19

Viðbragðsáætlun FG