Reglur um skólasókn

  1. Sækja skal allar kennslustundir stundvíslega.

  2. Komi nemandi of seint í tíma fær hann skráða á sig seinkomu. Séu liðnar 15 mín. af kennslustund þegar nemandi mætir fær hann skráða á sig fjarvist.

  3.  Veikindi, samfellt í tvo daga eða skemur, lækka skólasóknarprósentu nemenda.

  4. Veikindi skal tilkynna í INNU hvern veikindadag fyrir kl. 11:00 og staðfesta skriflega ef um veikindi lengur en tvo daga er að ræða. Staðfestingin skal undirrituð af foreldri, öðrum forráðamanni eða lækni ef neminn býr enn í foreldrahúsum – og gildir þá einu þótt hann sé orðinn 18 ára. Ef það gengur ekki þarf annan fullorðinn einstakling til að votta veikindin. Ekki er hægt að skrá veikindi sem vara skemur en heilan skóladag.

  5. Þrálát og/eða langvinn veikindi skal staðfesta með læknisvottorði sem skilað er á skrifstofu skólans. Slík vottorð skal endurnýja á hverju skólaári.

  6. Skólasókn, að frádregnum staðfestum veikindum ( þ.e. umfram tvo fyrstu daga veikinda), skal vera 87% hið minnsta. Að öðrum kosti eiga nemendur ekki visa skólavist á næstu önn. Sé skólasókn undir 87% í lok annar getur skólinn ákveðið að bjóða nemendum skólasóknarsamning á næstu önn með skilyrðum um betri skólasókn en almennar reglur segja til um. Sé skólasókn ábótavant er veitt skrifleg áminning.

  7. Fari skólasókn niður fyrir 85% má vísa nemandanum úr skóla.

  8. Ein fjarvist jafngildir einu fjarvistarstigi.

  9. Seinkoma jafngildir 0,5 fjarvistarstigum.

  10. Einkunnir fyrir skólasókn:

97,5 – 100% = 10 ein eining
95,5 – 97,4% = 9 ein eining
93,5 – 95,4% = 8
90,5 – 93,4% = 7
88,5 – 90,4% = 6
86,5 – 88,4% = 5
84,5 – 86,4% = 4
81,5 – 84,4% = 3
79,5 – 81,4% = 2
<79,4% = 1

  • Nemendur sem stríða við langvinn veikindi þurfa að skila læknisvottorði á hverju skólaári. Ef veikindi leiða til mikilla fjarvista þannig að raunmæting fari niður fyrir 80% verður skólasóknareinkunn S (staðið).

  • Tekið er sérstakt tillit til þrálátra veikinda. Einnig er tekið sérstakt tillit til nemenda sem verða mikið veikir eða þurfa að fara oft til læknis. Það er fólgið í því að nemendur geti sótt um niðurfellingu veikinda í síðustu kennsluviku annar þannig að skólasókn þeirra verði endurskoðuð með tilliti til skráðra veikinda og/eða læknisheimsókna. Þetta er eingöngu gert ef skólasókn nemenda er að öðru leyti óaðfinnanleg. Miðað er við að gengið sé frá öllum málum varðandi skólasókn við lok viðkomandi annar.
  • Mjög mikilvægt er að nemendur og forráðamenn fylgist vel með mætingum til að komast hjá því að fá áminningu, brottvísun og/eða höfnun á skólavist á næstu önn. Nemandi sem ekki nær 87% skólasókn á ekki vísa skólavist á næstu önn. Nemanda sem mætir minna en 85% er heimilt að vísa úr skóla.
  • Allir forráðamenn nemenda yngri en 18 ára fá aðgang að upplýsingakerfinu INNU. Þar er tækifæri til að fylgjast með skólasókninni og mikilvægt að hafa samband við skólann sem fyrst ef eitthvað er óljóst.
  • Nemendur sem mæta vel geta unnið sér inn námseiningar. Nemendur sem fá 9 eða 10 í skólasókn fá eina einingu á önn, að því tilskildu að raunmæting sé yfir 89%, sem fer í val á öllum námsbrautum. Nemandi sem mætir mjög vel fær þannig einingar í val fyrir það eitt að mæta; auk þess sem hann nær líka oftast betri árangri í námi. Nemandi getur að hámarki fengið 9 einingar fyrir skólasókn á námsferli sínum.
  • Ef nemendur þurfa leyfi frá kennslustundum skal sækja um það til skólaráðs. Leyfi vegna keppni eða ferðar á vegum íþróttafélags er veitt ef staðfesting frá þjálfara liggur fyrir. Ef nemendur þurfa leyfi vegna annarra ferða er það skoðað og síðan afgreitt í lok annar á þann hátt að ef skólasókn er óaðfinnaleg að öðru leyti er leyfið veitt í flestum tilfellum, þó aldrei fleiri en fimm skóladaga á önn.
  • Leyfi vegna jarðarfara og kistulagningar er veitt eftir að fyllt hefur verið út eyðublað þar að lútandi sem fæst á skrifstofu skólans.

  • Skili nemandi inn staðfestingu á fjarvist sinni t.d. ef hann fer til tannlæknis, í ökupróf eða sjúkraþjálfun fær hann skráða útskýrða fjarvist (T) þar sem fram kemur ástæða fjarvistar.
  • Ef nemendur vilja gera athugasemd við fjarvistaskráningu sína verða þeir að koma henni skriflega til viðkomandi kennara sem leiðréttir ef þörf krefur. Ekki er hægt að leiðrétta fjarvistir lengra aftur í tímann en sem nemur tveimur vikum og gildir þá einu hvort komið er með vottorð eða ekki.


Skólasókn og námsárangur fylgjast að.


Endurskoðað og breytingar samþykktar í skólaráði 5.01.2022.