Reglur skólans varðandi vímuefni

Skólinn er reyklaus með öllu. Nemendum og starfsmönnum er óheimilt að reykja í húsnæði skólans og á skólalóð. Þetta á við um allar tegundir tóbaksnotkunar, svo sem sígarettureykingar, munntóbaksnotkun og rafrettureykingar. 

Nemendum er stranglega bannað að neyta áfengis eða annarra vímuefna eða vera undir áhrifum þess í húsnæði skólans og á skólalóð. Afleiðing brots á þessu ákvæði getur verið brottvísun úr skóla. 

Á skólaskemmtunum og ferðalögum í nafni skólans ber nemendum að sýna góða hegðun. Ósæmileg hegðun, svo sem ölvun, getur varðað brottvísun úr skóla og ber skólaráði að fjalla um öll slík mál.
 
Öllum alvarlegri málum, svo sem sölu eða milligöngu um sölu áfengis, sölu eða
dreifingu ólöglegra fíkniefna er umsvifalaust vísað til lögreglu. Skólameistari ákveður
hvort nemanda sé vísað úr skóla á meðan rannsókn fer fram.
 

Endurskoðað og breytingar samþykktar í skólaráði 4.01.2023 
Endurskoðað og breytingar samþykktar í skólaráði 5.01.2022.