Inntökuskilyrði

Skólinn setur ekki inntökuskilyrði á námsbrautir. Námsbrautir henta nemendum misvel út frá þeim undirbúningi sem þeir hafa úr grunnskóla og áhugasviði þeirra.
Nemendur með einkunnina B fara beint inn á áfanga á öðru þrepi í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði.
Við afgreiðslu umsókna er horft til einkunna í ensku, íslensku og stærðfræði auk frammistöðu í greinum sem tengjast umsóknarbraut. Nemendur sem eru yngri en 18 ára njóta forgangs.