Tölvuþjónusta

Skrifstofa tölvudeildar FG er á þriðju hæð á austurgangi.
Þar er veitt margvísleg þjónusta fyrir nemendur og kennara.

Kerfisstjóri er Guðmundur Ásgeir Eiríksson, kerfisstjori@fg.is

Aðgangur að tölvukerfi
Allir nemendur hafa aðgang að tölvukerfi skólans með notendanafni, sem er kennitala
og lykilorð. Þegar nemandi byrjar í skólanum fær hann sendar upplýsingar um notandanafn og
lykilorð á netfangið sem skráð i Innu.

Ætlast er til að nemendur komi með sín eigin tæki og hafa þeir aðgang að þráðlausu netkerfi skólans.

Borðtölvur eru á bókasafni, áður nefndur aðgangur gengur á þær.

Aðgangurinn gildir einnig að vefprentun og prenturum til að prenta eða ljósrita.
Ef nemendur þurfa að auka við prentkvóta þá fara þeir á skrifstofu skólans.

Leiðbeiningar um prentun.

Nemendur hafa aðgang að Office365 þar sem hægt er að nálgast Office pakkann
án endurgjalds meðan nemendur eru í námi.
Aðgangur að Office365 er kennitala@fg.is og lykilorð, krafa er um rafræna innskráningu.
Þegar nemandi byrjar í skólanum fær hann sendar upplýsingar um notandanafn og
lykilorð á netfangið sem skráð i Innu.

Mikilvægt er að geyma aðgangsupplýsingar vel því nemendur þurfa að nota þetta víða.
Svo sem í OneDrive og Teams og prentun, geymslu pláss á OneDrive er 1 Tb. (1000 Gb.).

Leiðbeiningar hér.