Tölvuþjónusta

Skrifstofa tölvudeildar FG er á þriðju hæð á austurgangi.
Þar er veitt margvísleg þjónusta fyrir nemendur og kennara.

Kerfisstjóri er Guðmundur Ásgeir Eiríksson, kerfisstjori@fg.is

Aðgangur að tölvukerfi
Allir nemendur hafa aðgang að tölvukerfi skólans með notendanafni, sem er kennitala
og lykilorð. Ef lykilorð hefur týnst þá er hægt að senda póst á kerfisstjori@fg.is,
með nafni og kennitölu og fá fá nýtt lykilorð sent til baka.

Ætlast er til að nemendur komi með sín eigin tæki og hafa þeir aðgang að þráðlausu netkerfi skólans.

Borðtölvur eru á bókasafni, áður nefndur aðgangur gengur á þær.

Aðgangurinn gildir einnig að vefprentun og prenturum til að prenta eða ljósrita.
Ef nemendur þurfa að auka við prentkvóta þá fara þeir á skrifstofu skólans.

Leiðbeiningar um prentun.

Nemendur hafa aðgang að Office365 þar sem hægt er að nálgast Office pakkann
án endurgjalds meðan nemendur eru í námi.
Aðgangur að Office365 er kennitala@fg.is og lykilorð.
Ef nemandi er ekki með aðgang þá sendir hann póst á kerfisstjori@fg.is með nafni og
kennitölu og fær aðgangsorðin ásamt upplýsingum hvernig nálgast á Office pakkann.

Mikilvægt er að geyma aðgangsupplýsingar vel því nemendur þurfa að nota þetta víða.
Svo sem í OneDrive og Teams og prentun, geymslu pláss á OneDrive er 1 Tb. (1000 Gb.).

Leiðbeiningar hér.