Forvarnir

 Forvarnir við Fjölbrautaskólann íGarðabæ 
Írena Ásdís Óskarsdóttir

Stefna Fjölbrautaskólans í Garðabæ í forvörnum er að að stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum og jákvæðri lífssýn nemenda sinna og vinna gegn sjálfseyðandi hegðun.  Forvarnafulltrúi er Irena Ásdís Óskarsdóttir og ásamt forvarnarteymi annast hún skipulagningu forvarnarstarfs skólans.  Í forvarnateymi skólans sitja auk hennar tveir námsráðgjafar, félagsmálafulltrúi og áfangastjóri.

En hvert er hlutverk forvarnafulltrúa?  Svarið er í stuttu máli að hann lætur sér annt um velferð nemenda, bryddar upp á umræðu um þær hættur sem blasa við hvarvetna, reyna að koma í veg fyrir að nemendur hrasi um hindranir sem á vegi þeirra verða og hjálpa þeim sem það reyna.  
 
Starf forvarnafulltrúa er í raun mjög vítt og tekur aldrei enda.  Mikill tími fer í að spjalla við nemendur og það er mest gefandi að kynnast ungu fólki sem á lífið framundan og er tilbúið að takast á við það með heilbrigðum lífsstíl. 
 
Ég er með auglýstan viðtalstíma en ef skrifstofan mín er opin, sem er á þriðju hæð beint á móti stiganum, þá er ég til viðtals.  Einnig er hægt að hringja (520 1600) og senda tölvupóst (irena@fg.is).

Irena Ásdís Óskarsdóttir, forvarnarfulltrúi 
netfang: irena@fg.is

Fræðsluefni um forvarnir

- SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengis og vímuefna vandann.
  Síðumúla 3-5, 108 Reykjavík, s. 530 7600.

- Fræðslumiðstöð í fíknivörnum FRÆ
  Brautarholti 4a, 105 Reykjavík, s. 511 1588.

- Vímulaus æska - foreldrahús
  Vonarstræti 4b, 101 Reykjavík, s. 511 6160.