Fréttir & viðburðir

Fréttir & tilkynningar

01.12.2020

Opinn fundur fyrir aðstandendur nemenda

Stjórnendur skólans verða með opinn fund fyrir aðstandendur nemenda fimmtudaginn 3.des. kl. 17:00. Fundurinn fer fram á Zoom og mun skólameistari, aðrir stjórnendur og náms- og starfsráðgjafar sitja fyrir svörum. Fundurinn hefst með stuttri framsögu frá skólameistara en aðstandendur geta sent inn fyrirspurnir í gegnum spjallið á Zoom. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir fyrir fundinn á fg@fg.is. Einnig má senda fyrirspurnir á það netfang á meðan fundurinn stendur yfir. Slóð á fundinn verður send út á fimmtudaginn í tölvupósti og með sms skilaboðum.