1. fundur skólaráðs - miðönn 2025-2026
1. fundargerð á miðönn 19. nóvember kl. 11.10
-
Umsóknir um leyfi
Að þessu sinni lágu 15 leyfisbeiðnir fyrir fundinum. Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna keppnisferða, landsliðsverkefna og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum.
-
Önnur bréf
- Tveir nemendur sækja um körfuboltaæfingu í hádeginu tvisvar i viku. Afgreitt í lok annar.
- Nemandi sækir um að fá rafíþróttir metnar sem íþróttir. Hafnað.
- Erindi um að taka HÖNN3lv7 í fjarnámi. Vísað til kennslustjóra í viðkomandi greinum.
-
Af vettvangi NFFG
- Halla Stella leggur fram mótmæli vegna þess að glös eru ekki í mötuneytinu. Ákveðið í framhaldina að stofna nefnd sem kemur með tillögu að lausn. Tinna, Auður og fulltrúin nemanda skipa nefndina.
- Salsaball verður 4. des í íþróttahúsinu í Strandgötu. Nemendur óska eftir að leyfi morguninn eftir í fyrstu kennslustund. Samþykkt leyfi til 8.50. Skemmtanaleyfi í vinnslu.
- Árshátíðarundirbúningur er að hefjast en árshátíðin verður 12. mars. Maturinn verðu í Hörpu og ballið í Gamlabíó.
- Gettu betur undirbúningur er í fullum gangi en ekki hefur verið gengið frá liðsskipan.
Fundinn sátu:
- Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
- Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Dagný Broddadóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, forseti NFFG
- Hilmar Þór Sigurjónsson, kennari
- Ingvar Arnason, áfangastjóri
- Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
- Magnús Emil Pétursson, fjármálastjóri NFFG