3. fundur skólaráðs - haustönn 2025
3. fundargerð á haustönn 2025, 1. október kl. 11.10
-
Umsóknir um leyfi
Að þessu sinni lágu 15 leyfisbeiðnir fyrir fundinum. Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum.
Önnur bréf
Einn nemandi sækir um að áfangi LÍFF2le05 verði metinn í stað LÍFF1gá05. Vísað til umsagnar kennslustjóra í raungreinum.
-
Af vettvangi NFFG
Rætt um Salsaballið sem verður haldið 4. desember og staðsetningu þess. Kristinn minnir á að sækja þurfi um skemmtanaleyfi. Dagskráin er næstum klár.
Á döfinni er:
-
Opinn fundur miðvikudaginn 8. október. Á fundinum kynnir stjórn NFFG dagskrána framundan og stjórnendur sitja fyrir svörum. Fyrir fundinn ætlar stjórnendur að senda spurningaform á nemendur svo þeir geti komið fyrirspurnum sínum á framfæri.
- FG-Flensborgardagurinn er á dagskrá. Lokadagsetning ekki komin á hreint. Rætt um dómgæslu sem er mjög mikilvæg.
- Bolir- forsala er í gangi.
- Skíðaferð er fyrirhuguð til Noregs um mánaðamótin janúar-febrúar.
- Mikill áhugi hjá nemendum á setja upp píluspjald.
- Æfingar eru hafnar fyrir Gettu betur og Morfís.
- Nemendur eru ekki ánægðir með að engin glös séu í mötuneyti. Málin rædd án niðurstöðu.
- Önnur mál
- Pietasamtökin koma í heimsókn 6. október kl. 11.15 og hitta nemendur fædda 2008 á fundi og ræða forvarnir gegn sjálfsvígum.
- Næsti fundur í skólaráði verður 15. október.
- Tilraun verður gerð til að endurvekja Góðvinafélag FG fimmtudaginn 2. október 2025.
- Halla Stella segir frá því að Ungmennahús verður opnað í Garðabæ í nóvember. Stílað inn á ungmenni á aldrinum 16-18 ára og verður staðsett á Garðatorgi. Berglind ætlar að fá frekari upplýsingar.
Fundinn sátu:
- Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
- Berglind M. Valdimarsdóttir, forvarnarfulltrúi
- Brynhildur Freyja Tryggvadóttir, fulltrúi nemenda
- Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Dagný Broddadóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
- Halla Stella Sveinbjörndóttir, forseti NFFG
- Hilmar Sigurjónsson, kennari
- Ingvar Arnarsson, áfangastjóri
- Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
- Magnús Emil Pétursson, fjármálastjóri NFFG
- Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir, kennari
- Tinna Ösp Arnardóttir, félagsmálafulltrúi