4. fundur skólaráðs - haustönn 2025
4. fundargerð á haustönn 2025, 15. október kl. 11.10
-
Umsóknir um leyfi
Að þessu sinni lágu 18 leyfisbeiðnir fyrir fundinum. Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta annarra en reglulegra æfinga á skólatíma og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum.
-
Önnur bréf
Nemandi sækir um undanþágu frá dönskunámi í FG. Samþykkt enda var nemandinn með undanþágu í grunnskóla.
Einn nemandi sækir um að áfangi LÍFF2le05 verði metinn í stað LÍFF1gá05. Samþykkt.
-
Af vettvangi NFFG
Á döfinni er:
- NFFG býður upp á bleika köku á 22. október.
- Nefndarfundur hjá NFFG í gær. Nefndir hvattar til að vera með viðburði á skólatíma.
- Salsaball verður 4. des í Gamlabíó. Búið er ganga frá hverjir skemmta. Kristinn minnir á skemmtanaleyfi.
- Skíðaferð. Mikill áhugi var á ferðinni og hægt að fjölga plássum um tíu. Rætt um önnur leyfi tengd því.
- Bolir- Forsalan gekk vel og bolirnir ættu að koma í lok október.
- Margir hafa keypt sér nemendaskírteini og því fylgja prýðilegir afslættir.
- Æfingar fyrir Gettu betur og Morfís ganga vel.
- Árshátíðarundirbúningur er að hefjast en árshátíðin verður 12. mars.
-
Önnur mál
- Rætt um leyfisbréf fyrir nemendur í ferðum. Ákveðið að ræða málin áfram.
- Sigrún Fjóla stingur upp á að nemendur standi fyrir fleiri viðburðum í smiðjum. Kristinn veltir fyrir sér hvort kominn sé tími á InnanhússImbru.
- Glasamálið er í vinnslu. Ódýrir brúsar komnir í sölu í mötuneyti.
- Ánægja með Opna fundinn og nemendur fá hrós fyrir góðan undirbúning.
Fundinn sátu:
- Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
- Berglind M. Valdimarsdóttir, forvarnarfulltrúi
- Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Dagný Broddadóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
- Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
- Magnús Emil Pétursson, fjármálastjóri NFFG
- Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir, kennari
- Stefán Fjölnisson, nýnemafulltrúi NFFG