Reglur um skráningu nemenda

  1. Allir nemendur, sem fengið hafa skólavist, eru skráðir sem virkir nemendur í
    skráningarkerfi skólans í byrjun hverrar annar.

  2. Frestur til að breyta um áfanga annars vegar og hins vegar til að segja sig úr áföngum er auglýstur í byrjun hverrar annar. Að fresti loknum fjallar skólaráð um þær breytingar sem kunna að verða í skráningu nemenda í einstaka áfanga og eru þær skráðar á minnisblað með fundargerð.

  3. Í skólaráði eru teknar ákvarðanir um brottvísun nemenda, afgreiddar beiðnir, sem berast að loknum úrsagnareindaga, um úrsögn úr áföngum og haldin skrá yfir þá sem hverfa frá námi.

  4. Forráðamenn skulu staðfesta úrsögn nemenda (undir 18 ára aldri) úr einstökum áföngum og einnig úrsögn úr skóla.

  5. Nemendur, sem hverfa frá námi eða er vísað úr skóla, eru gerðir óvirkir í skráningarkerfi skólans.


Endurskoðað og breytingar samþykktar í skólaráði 15.01.2013.