Reglur um skráningu nemenda

  1. Allir nemendur, sem fengið hafa skólavist, eru skráðir sem virkir nemendur í
    skráningarkerfi skólans í byrjun hverrar annar.

  2. Frestur til að breyta um áfanga annars vegar og hins vegar til að segja sig úr áföngum er auglýstur í byrjun hverrar annar. 

    Að fresti loknum fjalla áfangastjóri og námsráðgjafar um einstaka tilfelli sem gefa tilefni til breytingar á skráningu nemenda í einstaka áfanga.

  3. Forráðamenn skulu staðfesta úrsögn nemenda (undir 18 ára aldri) úr einstökum áföngum og einnig úrsögn úr skóla.

  4. Nemendur, sem hverfa frá námi eða er vísað úr skóla, eru gerðir óvirkir í skráningarkerfi skólans.


Endurskoðað og breytingar samþykktar í skólaráði 5.01.2022.