Umgengnisreglur

Umgengnisreglur fyrir forystufólk félagslífs í FG

  1. Ganga skal snyrtilega og vel um húsnæðið. Forystumenn félagslífs eiga að vera öðrum nemendum fyrirmynd.

  2. Nemendum, sem fengið hafa lykla að húsinu, er óheimilt að lána þá öðrum.

  3. Þjófavarnakerfi hússins fer í gang á mismunandi tímum á ákveðnum svæðum í húsinu. Forystumenn félagslífs kynni sér málið vel.

  4. Heimilt er að hengja upp auglýsingar á auglýsingatöflur í skólanum svo og á veggi á 1. hæð þó ekki í matsal nemenda. Á öðrum stöðum er óheimilt að hengja upp auglýsingar.

  5. Tilkynna skal húsverði um starfsemi á kvöldin og um helgar.

  6. Skrifstofa skólans veitir aðstoð þegar um viðamikla fjölföldun er að ræða.


Endurskoðað og samþykkt í skólaráði 5.01. 2022.