Stefnuskrá skólans

Stefnuskrá Fjölbrautaskólans í Garðabæ

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ vill með stefnuskrá sinni skapa hin bestu
skilyrði til að þjóna því hlutverki sem honum er ætlað samkvæmt lögum,
reglugerðum og Aðalnámskrá framhaldsskóla.

Stefnuskráin er unnin af starfsmönnum og borin undir nemendur og skólanefnd
skólans og er í stöðugri endurskoðun.

Hlutverk
Hlutverk Fjölbrautaskólans í Garðabæ er að bjóða nemendum upp á góða menntun og efla alhliða þroska nemenda skólans svo að þeir geti tekið virkan þátt í samfélaginu, í starfi, frekara námi og leik.

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ mun leitast við að:

  • Bjóða upp á fjölbreytt og gott nám, bæði bóklegt og verklegt.
  • Hvetja nemendur til stöðugrar þekkingarleitar og þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum.
  • Auka víðsýni nemenda, efla frumkvæði þeirra og þjálfa þá í gagnrýninni hugsun.
  • Efla ábyrgðarkennd nemenda, sjálfstraust þeirra, háttvísi og umburðarlyndi.
  • Þjálfa nemendur í að njóta menningarlegra verðmæta.
  • stuðla að því að nemendur temji sér heilbrigðan lífsstíl.

Markmið
Meginmarkmið skólans er að námið stuðli að alhliða þroska nemenda svo að þeir verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðis þjóðfélagi.

Að vera eftirsóttur vinnustaður fyrir nemendur og starfsfólk.

Til að skólinn uppfylli hlutverk sín og nái markmiði sínu eru eftirfarandi stefnur og reglur í gildi. Þessar stefnur og reglur eru endurskoðaðar reglulega:

Stefnur:

Reglur

Sett inn febrúar 2015