Umhverfisstefna / Samgöngustefna

Umhverfisstefna / Samgöngustefna Umhverfisstefna FG tekur til allrar starfsemi skólans og miðar að sjálfbærri þróun og verndun umhverfisins. Stefnan ber vott um vilja skólans til að efla vitun nemanda, kennara og annarra starfmanna um umhverfismál. Málaflokk sem er mikilvægur öllum þegnum þjóðfélagsins þar sem öllum ber skylda til að sýna ábyrgð í umhverfismálum og búa komandi kynslóðum jafnan rétt til að njóta umhverfisins og þeir sjálfir njóta.

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ er framhaldsskóli sem hefur það markmið að nám í skólanum stuðli að alhliða þroska nemenda svo að þeir verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi. Markmið umhverfisstefnu Fjölbrautaskólans í Garðabæ er að skólinn sýni ávallt árvekni í umhverfismálum, auki umhverfisvitund og hafi frumkvæði að umbótum. Skólinn færir grænt bókhald og fylgir stefnu um græn skref í ríkisrekstri: grænskref.is

Áherslur skólans eru að sjónarmið umhverfisverndar og þar með sjálfbærni sé gætt í öllum rekstri og að fræðsla um umhverfismál sé fléttuð inn í námsefni á viðeigandi stöðum í námsvísi skólans og umhverfisverndar-sjónarmiðum verði gerð glögg skil.

Umhverfisstefna skólans er endurskoðuð reglulega í samræmi við aðstæður hverju sinni. Framkvæmdaáætlun í umhverfismálum er hluti af starfsáætlun skólans þar sem fram koma verkefni hvers árs og er hún unnin með starfs-mönnum skólans og nemendum þar sem það á við. Framkvæmdaáætlunin er í samræmi við gátlista Grænna skrefa.

Samgöngustefna FG hefur að markmiði að stuðla að lífstíl og viðhorfi í átt að aukinni náttúruvernd m.a. með því að auka vitund um þau áhrif sem samgöngumáti hefur á umhverfið og heilsuna.

FG hvetur starfsfólk til að nýta sér vistvæna og heilsusamlega samgöngumáta til að ferðast til og frá vinnustað. Með vistvænum samgöngumáta er átt við að nýttur sé annar ferðamáti en einkabifreið t.d. reiðhjól eða almenningssamgöngur. FG skuldbindur sig til þess að bjóða upp á traust hjólastæði en einnig býður FG upp á sturtuaðstöðu.

Á svokölluðum ,,Gráum dögum“ er viðbúið að svifryksmengun sé yfir heilbrigðismörkum og eru starfsmenn þá sérstaklega hvattir til að koma til vinnu með vistvænum samgöngumáta og stuðla þannig að því að draga úr mengun.

Það starfsfólk sem ferðast til og frá vinnu með vistvænum hætti að jafnaði í 60% tilfella á mánaðargrunni á rétt á samgöngustyrk. Nemendur fá fræðslu um vistvænan ferðamáta og hvatningu til aukinnar umhverfisvitundar í lýðheilsuáfanga sem er skylduáfangi á öllum brautum skólans.

Bætt og endurskoðað 22. Ágúst 2022
Bætt og endurskoðað 7. sept. 2020/ 15. okt.2020. 
Endurskoðun 11. apríl 2019