15.11.2020 Skilaboðfrá skólameistara

Kæru nemendur og aðstandendur 

Eins og áður hefur komið fram þá hefst ný önn á mánudaginn og koma upplýsingar um hvern áfanga fyrir sig frá kennurum áfangans.  Ef ekki koma upplýsingar þá má gera ráð fyrir að áfanginn verði í fjarnámi, alla vega til að byrja með.  

Eins og hefur komið fram í fjölmiðlum eru breyttar reglur hvað varðar sóttvarnir í framhaldsskólum. Áfram gildir tveggja metra regla en grímunotkun getur komið í stað tveggja metra ef ekki er hægt að koma við tveggja metra reglu. Hópaviðmið eru að hámarki 25 nemendur en blöndun milli hópa er ekki heimil og það setur áfangaskólum verulegar skorður þar sem engir tveir nemendur hafa sömu stundatöflu. (sjá reglugerð)  

Við munum reyna að auka staðkennslu eins og unnt er og fámennir hópar verða í skólunum. Verklegt nám í listnámi verður áfram í staðnámi og frekar aukið ef eitthvað er. Kennarar geta kallað inn nemendur inn í verklegt í raungreinum og í próf. Aðalatriðið eins og áður er að afar mikilvægt er fyrir nemendur að fylgjast vel með fyrirmælum kennara um hvenær og hvar á að mæta.  

Nemendur geta fengið aðstöðu í skólanum til að læra á milli tíma svo þeir lendi ekki í vandræðum með að komast á milli.

B.kv.
Kristinn Þorsteinsson skólameistari.